Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 4

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 4
stefnusímtalið þar sem beint sam- band er milli allra, þ.e. hver getur heyrt allt sem sagt er eða talað til hinna tveggja í einu. Samtal btður Hægt er að stilla símann þannig að notandinn verði var við ef ein- hver hringir meðan á samtali stendur. Þetta á sér stað á þann hátt að tveir stuttir tónar heyrast og getur notandinn þá brugðist við með tvennum hætti: f fyrsta lagi getur hann lokið yfirstandandi símtali og svarað þeim sem hringir. í öðru lagi getur hann geymt við- mælanda sinn meðan hann svarar þeim sem bíður en í því tilviki þarf hann að hafa 13 takka síma. í báð- um tilvikum þurfa viðbrögð hans að eiga sér stað innan 20 sekúndna. Sá sem hringir fær venjulegan hringingartón í 20 sekúnduren eftir það fær hann merki um að númer- ið sé upptekið. Tenging við annan síma þegar númerið er upptekið Þetta fyrirkomulag getur verið þægilegt fyrir lítil fyrirtæki sem hafa fleiri en einn síma og vilja koma í veg fyrir að þau missi af væntanlegum viðskiptamönnum sem eru að leita fyrir sér. Einnig getur maður sem vinnur einn haft þessa tengingu við heimasímann sinn þar sem einhver úr fjölskyld- unni tekur við skilaboðum. Tenging við annan síma þegar ekki er svarað Þessi þjónusta er skyld þeirri síðasttöldu og kemur að notum við svipaðar aðstæður. Til viðbótar ofangreindu má telja sjálfvirkan langlínulás, stillingu sem takmark- ar lengd símtala og kóða sem end- urtekur síðasta númerið sem valið var. Ahrif örtölvunnar Upptalningin hér að framan gef- ur einhverja hugmynd um þær framfarir sem að undanfömu hafa átt sér stað á sviði símatækninnar en þær hafa einmitt byggst á hinni öru þróun örtölvutækninnar. Fyrir aðeins 2-3 árum varð hér á landi allmikil umræða um tölvur og áhrif þeirra á atvinnulífið, bæði á Alþingi, í fjölmiðlum og hjá verkalýðssamtökunum. Margir voru svartsýnir og sögðu að tölvan myndi skapa atvinnuleysi. Núna hefur örtölvan rutt sér svo víða til rúms og er orðin svo sjálfsagður hlutur í fyrirtækjum og stofnunum að öll slík umræða hefur dofnað. Aður en nýja AXE-stöðin var sett upp fóru sex símvirkjar til Sví- þjóðar til þess að kynna sér hina laugur Helgason, símvirkjameist- ari og Halldór Heiðar Agnarsson, svæðisumsjónarmaður í Keflavík vinna nú við uppsetningu AXE- stöðvarinnar í Keflavík. Allstór hópur tæknimanna stofnunarinnar hefur á hennar vegum farið á örtölvunámskeiö og veitir ekki af þegar fjarskiptabún- aður byggist æ meir á þessari nýju tækni. Betur má ef duga skal til að halda í við hina öru tækniþróun. Stofnunin verður að hafa vakandi auga á menntunarþörf starfs- manna sinna og jafnframt að skapa þeim góða vinnuaðstöðu. Auk þeirra yfirburða sem AXE- stöðin hefur yfir eldri stöðvar, hef- ur hún þann kost að þurfa miklu minna rými.“ Að fengnum þessum fróðleik um nýju símstöðina ræddi ég áfram við Björgvin stöðvarstjóra og Svæar Guðjónsson, símvirkja- flokksstjóra, sem hefur unnið hér á Suðurnesjum, meira og minna í nær tuttugu ár, ýmist við viðgerðir eða uppsetningu stöðva. Eins og að framan getur var pöntun stöðvarinnar gerð 11. júní 1982. Hvenær hófst svo uppsetn- ing stöðvarinnar? í nóvember 1983 og nú er upp- setningunni eiginlega lokið, en til viðbótar er nú unnið að tengingu milli nýju og gömlu stöðvarinnar og svo sérstökum verkefnum í Reykjavík til að koma þessari nýju tækni þar í samband og síðan áfram út um allt land og þegar því er lokið verður farið að setja upp þessi 400 númer sem við getum bætt við í þessari lotu hér í Kefla- vík, svaraði Björgvin. Hverjir stjórnuðu verkinu? Yfirumsjón með verkinu hafði Hilmar Ragnarsson, verkfræðing- ur og hans næsti maður var Brandur Hermannsson, tækni- fræðingur. Jóhann Björnsson var yfirverkstjóri en Halldór Kjartans- son var verkstjórinn á staðnum Þó nokkurt símvirkjalið, alls 8 manns, vann að uppsetningunni. Nú vinnur Stefán Sverrisson ásamt Gunnlaugi Helgasyni að uppsetn- ingu útstöðvarinnar í Garði. Sævar Guðjónsson vinnur að prófunum á nýju stöðinni - annast nánast úttekt á verkinu. Hvað var reiknað með að langur tími færi í þetta verk? Það var gert ráð fyrir að það tæki 2 til 3 mánuði fyrir þetta lið og hefur það að mestu staðist. Það tafði dálítið að efni til stöðvarinnar barst ekki alveg í þeirri röð sem áformað var. Hvernig er ástandið á hinum Suðurnesjastöðvunum? Þær eru allar sprungnar nema FRAMHALD Á BLS. 127 Stöðvarstjórafrúin Bogga Sigfúsdóttir kemurgjarnan brosmild með kaffibrúsann er gesti ber að garði. Símslöðvarmyndirnar tók Heimir. Lúther Hróbjartsson, símsmiður, horfir íbygginn á línuflœkjuna, en jxirna er um að ræða 2000 víra, sem fara frá stöð upp í nýja Heiðarhverfið. nýju tækni sem hún byggist á. Þeir Kristinn Kristinsson, tæknifull- trúi, Oli Viðar Thorsteinsen, sím- virkjaverkstjóri, Sigmar Jóhann- esson, símvirkjaflokksstjóri og Sævar Guðjónsson, símvirkja- flokksstj. voru 18 vikur við nám hjá Ericsson-verksmiðjunum og eru þeir nú að vinna við lokastig upp- setningarinnar í Múla. Þeir Gunn- Frá vinstri: Björgvin Lúthersson, Gunnlaugur Helgason, Halldór Kjartansson, verkstjóri, Vignir Erlendsson, HalldórH. Agnarsson, Stefán Sverrisson. 100-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.