Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 5
k ► Fyrsta skóflustungan í sept. 1981. Á mynd talid frá vinstri. MarteinnJ. Árnason, stjórnarform., Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri, Tómas Tómasson, sparisjóðsstjóri, Geirmundur Kristinsson, aöst.sparisj.stjóri, Magnús Haraldsson, skrifstofustjóri, Sigurð- ur Guðjónsson, verktaki, Trausti Einarsson, byggingarmeistari, Óli G. Jónsson, verktaki. Skóflustunguna tók aðalféhirðir, Brugi Halldórsson. - Ljósmyndir: Ljósmyndastofa Suðurnesja. Farið var út í þessar bygginga- framkvæmdir af brýnni þörf. Bæði í Njarðvík og Keflavík var húsnæði starfseminnar orðið bagalega þröngt. þrátt fyrir að í Keflavík væru þrjár húseignir við Suður- götuna teknar undir hina fjöl- breyttu starfsemi og þjónustu sjóðsins. Húsbyggingamar varð að tramkvæma - þörfin var fyrir séð og forráðamenn sjóðsins kusu að hafa rúman tíma til verksins svo að fjármögnun kæmi ekki illa nið- ur á annarri starfsemi. Efnahags- og rekstrarreikningur Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 1983 hefur nú verið birtur bæði í síðasta Faxa og í Víkurfréttum og má þar sjá að starfsemi sjóðsins hefur blómstrað á árinu. Innlán aukist um 122.2% og útlán um 120.3% á árinu. Tekjur voru tæpar 229 milljónir á móti 99 milljónum árið 1982, en gjöldin voru 214 milljónir á móti 94 milljónum 1982. Af efnahagsreikningi má ráða að eigið fé sé 67.7 milljónir á móti 37.4 milljónum 1982. Pessi mikli munur kann að þykja mikill, þar sem fram kemur að hreinn hagnaður er ekki talinn nema nema 5.235 milljón, en þess ber að gæta að endurmatsreikningur (sem gerður er vegna verðbólgu ársins) hefur þarna veruleg áhrif. En eigið fé er nú 11.21% af bókfærðum eignum, sem er ívið lægra hlutfall Sparisjóðurinn í Ketlavík hefur lengi verið eitt virtasta fyrirtæki á Suðurnesjum. Kemur þar margt til - kannske fyrst það, að flest allir íbúar á starfssvæði sparisjóðsins hafa lagt þar til geymslu og ávöxt- unar hluta af því fé, sem daglegt erfiði hefur fært þeim umfram nauðþurftir. Það hefur síðar verið notað til að byggja upp hús og heimili, eða til annarra ánægju- legra hluta, sem hugurinn hefur girnst eða ýmiskonar þarfir hafa kallað á. Oft hefur sparisjóðurinn hka hlaupið undir bagga með mönnum og stutt þá með lánum til margháttaðra framkvæmda eða hjálpað þeim til að komast hjá vandræðum á erfiðum tímum. Langstærsti þáttur útlána hefur verið og er enn til húsbyggjenda, en með bættri eignastöðu og auk- ■nni þjónustu hafa útlán til at- vinnuveganna stóraukist, einkum til útgerðarinnar. Þá hefur það líka verið metið að sjóðurinn hefur dafnað og þróast af sjálfu sér undir stjórn ágætra manna allt frá fyrstu tíð - eða í 76 ár. þess megnugur að veita allt að 50 manns góða atvinnu og síðast en ekki síst þá hefur hann sett svip á bæinn með myndarlegum húseign- um. Tvær þær veglegustu eru þó enn á byggingarstigi - væntanlegt aðalhús sparisjóðsins - stórhýsi við Tjarnargötuna í Keflavík og annað stórhýsi við Reykjanes- braut í Njarðvík. Nýbyggingin við Tjarnargötu. Njarðvíkurhúsið. í seinni tíð hefur hann líka verið - * FAXI-101

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.