Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 8
félag. sem hafi starfað að góðum málum í kyrrþey, en það sem hefur verið efst á baugi í starfi félagsins er alls kyns fjáröflun, sala merkja og happdrættismiða til styrktar heildarstarfinu og alhliða fræðslu- starfsemi. Þegar litið er yfír stjórnartal fé- lagsins frá upphafi kemur í ljós að eftirtaldir hafa setið í stjóm félags- ins: Formaður fyrstu 3 árin var Karl G. Magnússon héraðslæknir, því næst Alfreð Gíslason bæjarfógeti formaður næstu 2 árin. Arið 1958 er Kjartan Olafsson héraðslæknir kjörinn formaður og gegnir því starfi næstu 10 árin, en þá tók við formennskunni næstu 2 árin Johan Ellerup apótekari. Að því tímabili loknu tók Kjartan aftur við og var formaður í önnur 10 árin, en á aðalfundi 1979 gaf Kjartan ekki kost á sér til endurkjörs í sæti for- manns, en þá hlaut kosningu for- manns Eyþór Þórðarson vélstjóri, er hefur verið formaður s.l. 5 ár. Ritarastarfinu hafa aðeins gegnt 2 menn. Fyrstu 5 árin var séra Björn Jónsson ritari, en við því starfi af séra Birni tók Jón Tómas- son stöðvarstjóri, og hefur hann gegnt ritarastarfinu í 25 ár og þar með setið í stjórn lengur en nokk- ur annar. Gjaldkeri fyrstu 3 árin var Egill Þorfinnsson skipasmiður, því næst var Sigurður Guðmundsson í Þórukoti gjaldkeri í 2 ár. John Ellerup apótekari var lengst allra gjaldkeri félagsins, því hann gegndi því starfi í 14 ár. Jóhann Pétursson stöðvarstjóri var gjald- keri í 2 ár, en síðustu 9 árin hefur Fráfarandi formaður, Fyþór Pórðarson, réttir eftirmanni sínum, Jóni Sœmunds- syni, fundarhamarinn. - Ljósmyndir Ljósmyndastofa Suðurnesja. Jón Tómasson tekur við heiðursfélagaskjalinu úr hendi Eyjxirs Þórðarsonar. því starfi gegnt Knútur Höiriis for- stjóri. Varaformaður fyrstu 3 4r'n var Alfreð Gíslason bæjarfógeti, en síðan hafa verið varaformenn Margeir Jónsson, Jóhann Péturs- son og Jón Sæmundsson. Krabbameinsfélag Suðurnesja er hlekkur í keðju krabbameinsfé- laga sem mynda sameiginlega „Krabbameinsfélag íslands". Við sem til þekkjum erum stoit af því gifturíka starfi sem hefur verið unnið á vegum Krabbameinsfélags íslands í rúma þrjá áratugi. Starfi K.í. er ef til vill best lýst með því að rifja upp nokkur atriði úr lögum félagsins. Ur fyrstu grein: „Tilgangur félagsins er að styðja í hvívetna baráttu gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst ná með því 1. að fræða almenning í ræðu og riti og með kvikmyndum, um helstu byrjunareinkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir 2. að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins, 3. að stuðla að útvegun eða kaup- um á fullkomnustu lækninga- tækjum á hverjum tíma og nægu sjúkrarými fyrir krabba- meinssjúklinga, 4. að hjálpa krabbameinssjúkl- ingum til þess að fá fullkomn- ustu sjúkrameðferð sem völ er á, innanlands eða utan, 5. að stuðla að krabbameinsrann- sóknum hér á landi, 6. að stuðla að stofnun krabba- meinsfélaga í bæjum og héruð- um landsins og hafa nána sam- vinnu við þau“. Jón Tómasson kjörinn heiðursfélagi Krabbameinsfélagsins ÁVARP EYÞÓRS ÞÓRÐARSONAR Góðir fundarmenn. Á stjórnarfundi í Krabba- meinsfélagi Suðurnesja, er var haldinn iokt. s.l. voru mættir allir stjórnarmeðlimir, nema Jón Tómasson, er þá var erlendis. Á umræddum fundi var einróma samþykkt að gera Jón Tómasson að heiðursfélaga í krabbameins- félagi Suðurnesja í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Jón Tómasson var fyrst kjör- inn ritari K.S. á aðalfundi þess9. maí 1958 og því starfi hefur hann gegnt óslitið síðan eða í rúman aldarfjórðung. Jón á að baki lengsta stjórnarsetu í félaginu frá upphafi. Við viljum því nota tækifærið og færa Jóni Tómas- syni og öðrum stjórnarmönnum sem hafa lagt félaginu lið í 30 ára starfi, alúðar þakkir. Það er víða haft að orði, að það sé erfitt að fá menn til hinna ýmsu félagsstarfa. Margir taka þannig til orða ,,að tímanum sé betur varið í annað en að eyða starfsorku sinni í allskyns félags- málavafstur fyrir ekki neitt“. Ég tel að hér sé um mikinn misskiln- ing að ræða, því félagsstörf í víð- um vettvangi og sá þroski sem þeim fylgir eiga menn yfirleitt ekki kost á að afla sér í neinum skóla nema í skóla starfsreynsl- unnar í félögunum. En því er ekki að leyna, að það verða oft endalok félaga, sem eiga þau markmið að vera samborgurum að liði og til líknar, að enda sinn feril með því að ekki fást lengur aðilar til að fórna félögunum kröftum sínum til stjórnarstarfa. Þeir sem eiga oft áratuga reynslu í félagsstörfum, komast oft að þeirri niðurstöðu, að þegar virkja á hinn almenna félags- mann til starfa, að það er ekki alltaf mjög auðvelt að finna þá aöila sem eru reiðubúnir til að gefa kost á sér til hinna ólaunuðu félagsstarfa. Þegar leita skal að slíkum verkamönnum í þágu áhugamannafélaga verður oft árangursríkast að leita til þeirra, sem mest eru störfum hlaðnir. Jón Tómasson á að baki eril- samt ævistarf á víðum vettvangi, bæði til sjós og lands. Auk aðal- starfa gegndi Jón Tómasson reyndar eins og margir aðrir af kreppuára kynslóðinni fjölþætt- um öðrum störfum á sviði hinna ýmsu athafna sem verið hefur þáttur í brauðstriti til bjargálna. • Síðan rakti Eyþór lífshlaup Jóns í stórum dráttum og þakk- aði að lokum eiginkonu Jóns, frú Ragnheiði Eiríksdóttur, sem hefur staðið við hlið eiginmanns síns í hans margháttuðu störfum að almenna heill. • Jón Tómasson, það heiðursfé- lagaskjal sem ég vildi leyfa mér að afhenda þér er listilega gert af félaga okkar Guðleifi Sigurjóns- syni, en á fleti þess má greina hin ýmsu teikn frá æskustöðvum þín- um Suðurnesjum og ef grannt er skoðað má greina merki um lífs- hlaup þitt að félagsmálum í nær hálfa öld. 4 < ✓ 104-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.