Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 9
guerlain ISSIMA línan erfyrir konuna sem vill líta vel út með lítilli fyrirhöfn. Inniheldur fjögur árangurs- rík efni. Ilmur: villirós. Apótek Keflavíkur Strax í upphafi hófu krabba- meinsfélögin útgáfu á hinu vand- aða og gagnmerka riti „Fréttabréf um heilbrigðismál". Meðal helstu þátta í starfi K.í. eru hinir um- fangsmiklu þættir sem felast í skipulagðri leit að hinum ýmsu af- brigðum krabbameins, samfara ítarlegri krabbameinsskráningu. Fræðslustarfsemi er margþætt, þar er umfangsmikill þáttur, baráttan gegn tóbaksreykingum. Oflun þess fjármagns sem til þarf til að halda uppi hinu margþætta og gifturíka starfi er vissulega tíma- frekur þáttur í starfi K.í. Fjár- magns er að mestum hluta aflað með frjálsum framlögum og í formi seldra happdrættismiða. Þeirri spurningu er oft varpað fram, hvers vegna allt þetta ólaun- aða starf, sem lagt er fram af góð- um huga? Því yfirtekur ekki ríkis- kerfið þennan mikilsverða þátt heilbrigðismála? Það er samdóma álit mætra manna er gjörþekkja eðli þeirra mála, að hinn gifturíki árangur, sem náðst hefur með starfi K.í. hefði ekki náðst svo árangursríkur a svo skömmum tíma með hinu opinbera rekstrarformi. Öll stjórnunarstörf hjá K.í. hafa frá fyrstu tíð verið ólaunuð, en í stjórn þess félags hafa ætíð setið hinir mætustu menn. Formenn K.í. hafa verið: Níels Dungal prófessor 1951- 1965, Bjarni Bjamason læknir 1966-1973, og dr. Ólafur Bjarna- son prófessor 1973-1979. Á aðalfundi 1979 tók við for- mennsku dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir. Meðlimafjöldi í Krabbameinsfélagi Suðumesja var lengst af á bilinu frá 40-60 með- limir. A fyrsta stjómarfundi hjá Krabbameinsfélagi Suðumesja að loknum aðalfundi 1979, setti stjórnin sér það takmark að tífalda þáverandi meðlimafjölda í Krabbameinsfélagi Suðumesja. f því sambandi hugðist stjórnin leita liðs hjá einstaklingum og félögum til að ná því marki. ,,En höfuðskil- yrði er, að við verðum sem dugleg- ust að afla félaginu meðlima". Þessi orð voru lokaorð nýkjör- *ns formanns, er hann mælti á stofnfundi félagsins 15. nóv. 1953. Með þessi hvatningarorð Karls G. Magnússonar héraðslæknis í huga leituðum við liðstyrks hjá meðlim- um Rotaryklúbbs Keflavíkur, sem ofluðu félaginu á þriðja hundrað nýrra meðlima. Á árinu 1982 höfð- Um við náð því marki að tífalda ■neðlimafjöldann. Það voru okkar agætu félagar Margeir Jónsson og Jóhann Pétursson sem önnuðust skipulagningu á öflun nýrra með- lima, þeir nutu liðstyrks hinna Hluti fundarmanna. ágætu kvenna, Sigurlaugar Júlíus- dóttur í Keflavík, Brynju Péturs- dóttur og Birnu Marteinsdóttur í Sandgerði og Garði, en í Grinda- vík aflaði Margrét Þorláksdóttir nýrra meðlima. Við færum öllum þessum góðu konum sem hafa unnið fyrir okkur að öflun nýrra meðlima alúðar þakkir. Er staðar var numið í meðlimaöflun í apríl 1983 hafði meðlimum okkar fjölg- að um eitt þúsund frá árinu 1979. Er þau takmörk voru sett um að fjölga meðlimum. Björgólfur Stefánsson, ævifé- Iagi í samtökum okkar hefur um árabil annast um innheimtu árs- gjalda, það starf verður nú um- fangsmeira með verulegri fjölgun meðlima, Björgólfur hefur haldið spjaldskrá yfir meðlimi til mikils hægðarauka, við þökkum honum ágætis störf á liðnunt árum og von- um að við eigum þess kost að n jóta starfskrafta hans áfram. Því er ekki að leyna að fundarsókn í fé- lagi okkar hefur ekki aukist við aukinn meðlimafjölda. Nýir með- limir líta á sig sem styrktarmeðlimi góðs málefnis og fyrir það erum við afar þakklátir, en ef okkur tæk- ist að efla fundarsókn þá myndum við halda fjölda fræðslufunda því verkefni okkar á sviði fræðslu er yfirgripsmikið og við eigum kost á hæfum sérfræðingum sem ræðu- mönnum og kvikmyndum um hin ýmsu svið krabbameinsvama. Við urðum vissulega fyrir von- brigðum þegar Víkurfréttir birtu þær fréttir í 30 tbl. 1983 að við í stjórninni hefðum ekkert gert s.l. 5 ár nema að innheimta árgjöld. FRAMHALD Á BLS. 124 FAXI-105

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.