Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 12

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 12
Guðbjörg Rrynjólfsdóttir og systkini hennar. Frá vinstri fremri röð: Guðni lirynj- ólfsson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðbjörg Brynjólfsdóttir, Guðjón Brynjólfsson. Aftari röð: Óskar Brynjólfsson, Jón Brynjólfsson, Sigurður Brynjólfsson, Guð- mundur Brynjólfsson, Þorgrímur Brynjólfsson. A myndina vantar Jónheiði og Magnús. Fjarskiptatæki voru ekki komin til sögunnar, ekki heldur björgun- arskip. f>að varð því oft að fara út aftur til að leita þeirra sem ekki höfðu skilað sér í höfn á réttum tíma. Það iá því mikið við að hafa trausta vélstjóra. Sigurður var alla tíð sjóveikur og langaði til að hætta sjó- mennsku. Sem krakki var hann í sveit á sumrin. Alla tíð upp frá því hafði hann áhuga á sveitabúskap. Eftir að hann fór að búa voru þau hjónin jafnan með garða þar sem þau ræktuðu eigin jarðávexti, svo sem rófurog kartöflur. Ennfremur voru þau með smábúskap, kú, hest, svín og hænsni. Því tilheyrði að rækta tún og heyja. Arið 1935 eða 1936 keyptu þau jörðina Glóru í Hraungerðishreppi, og bjuggu þar til ársins 1939 að þau fluttu til Keflavíkur aftur. Flestir muna eftir Sigurði, sem vélstjóra í hraðfrystihúsinu Jökli. Þar starfaði hann frá því skömmu áður en hann fluttist úr sveitinni, sennilega frá 1938, allt til þess að starfrækslu þess var hætt árið 1975, í 36 til 37 ár. Starfið í Jökli féll honum vel. Þar starfaði hann með góðu fólki og eignaðist mikinn fjölda góðra vina og kunningja. Starfið var mikið og oft langur vinnutími, oft unnið sólarhringum saman við frystingu og viðgerðir. Þetta var starf sem honum var að skapi og hann lagði sálina í það. Þegar Sigurður var ellefu ára gamall, var hann smali í Syðri- Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyj- um. Á næsta bæ var þá átta til níu ára gömul stúlka með mömmu sinni. Milli þeirra tókst mikill trún- aður. Næsta sumar voru þau á sama bæ, þá treystust böndin svo að úr varð einlæg vinátta. Eftir það hittust þau ekki aftur fyrr en árið 1919 að þau voru samtímis í Vestmannaeyjum. Þaðan í frá lá leið þeirra saman gegnum lífið. 12. júní árið 1920 voru þau gefin saman í hjónaband að Ofanleiti í Vestmannaeyjum, Guðbjörg Brynjólfsdóttir og Siguröur Sig- urðsson. Guðbjörg var gáfuð kona, traust og hjálpsöm. Þau voru sam- rýnd og samhent og hjónabandið farsælt. Fyrst í stað bjuggu þau í Keflavík. Síðan voru þau tvö ár í Vestmannaeyjum en fluttu þá aft- ur til Keflavíkur. Árin 1935 til 1939 bjuggu þau í Glóru í Flóa, en fluttu Létt bifhjól Auglýsing um nýtt fyrirkomulag á útgáfu æfinga- og ökuleyfa fyrir létt bifhjól í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gull- bringusýslu. Áður en lögreglustjóri gefur út heimild til æf- ingaaksturs, skal umsækjandi sanna að hann hafi næga þekkingu á umferðarreglum og er þess krafist að umsækjandi taki þátt í nám- skeiði í umferðarreglum, akstri og meðferð léttra bifhjóla. Námskeið verða haldin fyrsta mánudag hvers mánaðar og skal umsókn liggja fyrir á skrifstofu fógeta, eigi síðar en viku fyrir námskeiðshald. Umsækjandi skal hafa náð 15 ára aldri og þarf hann að leggja fram með umsókn sinni læknis- vottorð. Ef umsækjandi er ekki orðinn 16 ára, skal hann jafnframt leggja fram skriflegt leyfi frá foreldri eða forráðamanni. Fyrsta námskeiðið verður haldið mánudaginn 7. maí n.k. og mun það standa yfir í þrjá til fjóra daga. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Fyrsti vélbáturinn í Keflavík, m.b. Júlíus. Stœrð 8 tonn með 8 hestafla, I sílender Bornholm vél. Var keyptur tilbúinn með vél frá Danmörku IÖ06. Þannig minnti Sigurð Sigurðsson að hann haft litið út. TeikningJón A. Valdimarsson. Tjaldið og fyrsti fólksbíllinn. Drottningarbíllinn frá Alþingishátíðinni 1930. Hann veitli þeim mestu ánœgjuna, á honum fóru þau vítt um landið.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.