Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 13

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 13
þá aftur til Keflavíkur og bjuggu þar upp frá því. Þau eignuðust saman sex böm, þau eru: Ólöf Lilja, var gift Davíð Gísla- syni, sjómanni, sem nú er látinn. Hún býr í Keflavík. Marteinn Brynjólfur, vélvirki og vélstjóri, giftur Guðfinnu Jóns- dóttur, þau búa í Njarðvíkurbæ. Guðrún Sigríður, gift Jóni A. Valdimarssyni, vélvirkja og kenn- ara, þau búa í Keflavík. María, hún dó á fyrsta ári. Friðrik Hafsteinn, vélstjóri, giftur Kristínu Astu (Stellu) Friðriks- dóttur. Þau búa í Reykjavík. Gunnlaugur Kjartan, vélstjóri, giftur Erlu Sigurjónsdóttur. Þau búa í Keflavík. Fyrir hjónabandið eignaðist Sig- urður dóttur, sem hét Ósk Sigur- rós. Hún er látin. Maður hennar var Sigurður Ágústsson, vélstjóri. Hann býr í Hafnarfirði. Guðbjörg var bara húsmóðir, eins og stundum er sagt um þær konur sem ekki vinna utan heim- disins. Á þessum ámm var það ekki svo lítið hlutverk. Á stórum heimilum komst húsmóðirin ekki ein yfir allt það sem gera þurfti. Á henni hvíldi vinna við matargerð, fatasaum, prjónun nærfatnaðar, sokkaplagga og peysa, viðgerðir á fatnaði, þvottar sem þá vom fram- kvæmdir í höndum á þvottabretti °g annað sem tilheyrði húshaldi. Þar sem Sigurður var oftast við sjó- •nn, lenti umhirða húsdýranna, garðræktin og fleira að verulegu leyti á hennar herðum. Hennar starfsdagur var ekki minni, þó svo að hún væri ,,bara húsmóðir". Sigurður og Guðbjörg bjuggu á ýmsum stöðum í Keflavík þar til arið 1942 að þau byggðu húsið að Austurgötu 19 í Keflavík. Þar áttu þau heima upp frá því meðan bæði •ifðu og hann áfram meðan heilsa °g sjón leyfði. Það var mikil sam- hjálp milli heimilanna í Garðs- horni. Þegar börnin uxu upp, gift- ust og stofnuðu eigin heimili héldu þau vel saman. Ennfremur var nhkill samgangur milli Guðbjargar °g systkina hennar. Þau voru bæði gestrisin og glaðvær. Það var því aha tíð mikill gestagangur hjá þeim. Þegar börn þeirra og barnabörn hófu búskap lögðu þau mikið á sig V|ð að hjálpa þeim og styrkja. Á Austurgötunni voru oftastnær ein eða tvær fjölskyldur barna og barnabama þeirra til húsa. Ekkert yar talið eftir, hvorki fyrirhöfn né fjármunir. Þegar uppeldi barnanna var lok- 'ð og þau farin úr föðurhúsum, gatu þau snúið sér að ýmsum nhugamálum og hugðarefnum. Eitt af því sem þau tóku sér fyrir hendur var að skoða landið. Þau MINNING Hrefna Gunnlaugsdóttir FÆDD 28. JÚNÍ 1914 DÁIN 26. FEBRÚAR 1984 Þann 3. mars s.l. var jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju Hrefna Gunnlaugsdóttir. Hún lést að heim- ili sínu 26. febrúar, tæplega 70 ára að aldri. Hrefna fæddist í Keflavík 28. júní 1914. Hún var einkadóttir foreldra sinna, hjónanna Gunnlaugs Arnoddssonar d. 9. september 1962 og Ágústu Ólafsdóttur d. 18. júní 1938. Hrefna ólst að mestu upp að Íshússtíg 15. Árið 1931 kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Hilmari Theodórsyni sjómanni frá ísafirði. Brukaup þeirra varhaldið25. nóvemberárið 1933. Lengst af var heimili þeirra að Vesturgötu 11, en síðustu árin bjuggu þau að Háteigi 6. Eignuðust þau hjónin tvö börn, Áslaugu Guðrúnu f. 3. mars 1932; eiginmaður hennar er Trausti Björnsson og Björgvin Theodór f. 19. september 1933; eigin- kona hans Jóhanna Pálsdóttir. Bæði eru þau börn þeirra búsett í Keflavík ásamt fjölskyldum sínum. Eins og títt er um sjómannskonur var að mörgu að huga, þar sem eiginmaðurinn var mikið að heiman á sumrin á síldarvertíð fyrir Norðurlandi, en vetrarvertíð fyrir sunnan. Hrefna átti við veikindi að stríða og fékk hún ung berkla. Vegna þeirra þurfti hún tvisvar að fara á Vífilsstaðahælið, fyrst árið 1942 og síðan 1964. Á heimili þeirra hjóna var ætíð mikil gestrisni og hafa bæði fjölskyldur og einstaklingar dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. Hrefna var alla tíð áhugamanneskja um hannyrðir og föndur hvers konar. Hún var eiginlega jafnvíg á allt, hvort sem það voru smíðar, leðurvinna, leirmótun eða ann- að. Munir hennar prýða mörg heimili vina hennar og vandamanna. Við lát hennar kom sorgin. tómleikinn og treg- inn, en upp úr því rísa minningamar um dásamlega ömmu og langömmu, sem alltaf var góð og alltaf hafði tíma. Leiðir skilja en aðeins um tíma. Þangað til vaki hinir góðu yfir-. H.T. eignuðust bíl og ferðuðust vítt og breitt um landið, skoðuðu áhuga- verða staði og kynntust fólki. Það var sama hvernig viðraði þau sváfu alltaf í tjaldi á ferðum sínum. Þau létu sér ekki nægja að þjóta eftir aðalvegum á milli höfuðbóla, þau þræddu sveitavegina langt inn til dala og út á ystu nes. Þau létu ennfremur eftir sér að skoða hinn stóra heim, þau fóru tvisvar til sólarlanda og eina ferð fóru þau (1975) til Bandaríkjanna til að heimsækja dótturdóttur, bróðurdóttur og systur-dóttur- dóttur Sigurðar. í þeirri ferð fóru þau þvert yfir Bandaríkin og komu víða við. Guðbjörg dó 8. janúar árið 1980. Sigurður syrgði hana mikið, en bar harm sinn vel. Eftir það fór heils- unni hnignandi. Fyrir um það bil þrem árum missti hann sjónina að mestu og gat þá ekki lengur séð um sig sjálfur. Fyrst eftir það var hann heima á Austurgötu 19 í um- sjá Björns Marteinssonar, sonar- sonar síns og Maríu konu hans. Síðar var hann ýmist hjá Guðrúnu dóttur sinni og Marteini syni sín- um. Síðasta hálfa annað árið var hann eingöngu hjá Marteini og Guðfinnu konu hans að Klappar- stíg 4 í Njarðvíkurbæ. Þar andaðist hann í svefni aðfaranótt 21. febrú- ar sl. Það er margt ósagt sem vert væri að halda á loft, en lengra verður ekki haldið að sinni. Eg vil enda þessa minningu með nokkrum orðum úr bréfi frá Guð- björgu. Ég veit að hans tilfinning- ar til hennar voru ekki síðri. ,,Voriö 1920 giftist ég æskuvini mínum og frænda. Betri eigin- mann hefði ég ekki getað fengið, alltaf nærgætinn, ljúfur, glaður og í alla staði góður heimilisfaðir. Hann var mér allt í senn, félagi, vinur og ástvinur. Ég þakka Guði fyrir þá miklu gjöf.“ Jón A. Valdimarsson. Kartöflu- garðar Þeir leigjendur garölanda í bæjargörðum, sem vilja nytja garöa sína áfram á sumri komanda, greiði leigugjald sitt til Áhaldahúss Keflavíkur, Vesturbraut 10, fyrir 1. maí. Aö öðrum kosti verður garðurinn leigður öðrum. Garðyrkjustjóri FAXI-109

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.