Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 14
ABYRGÐARSTARF VIÐ ERFIÐ SKILYRÐI Veðrasamur og snjóþungur vet- ur er liðinn. Þess munu fá dæmi - ef nokkur í manna minnum - hve jörð hefur oft verið hvít hér á Suð- urnesjum á þessum vetri. Sára fáa daga hefur jörð verið auð frá því nokkru fyrir jól og til sumarmála, og oft verið hríöarveður. Sam- göngur um Reykjanesið og til höf- uðborgarsvæðisins hafa þó að jafnaði verið sæmilegar og ekki oft þurft að grípa til snjóruðnings- tækja. Þó hefur veðurfarið valdið nokkrum umferðaróhöppum á Reykjanesbrautinni og víðar um skagann. Þegar vetrarstormar og byljir lemja okkar traustu og hlýju hús verður manni fyrst hugsað til sjó- mannanna sem heyja sína ströngu lífsbaráttu á hafinu. Ekki sofa aliir rótt við válegan veðurgný þótt sjálfir séu óhultir. Sjóslys hafa verið blessunarlega fá í vetur þrátt fyrir allt. Skip eru betri og betur búin tækjum en áður. Stöðugt unnið aö því að gera þennan hættulega atvinnuveg öruggari og eftirsóttari hraustum drengjum. Svipaða sögu er að segja um flugið og samgöngur á Iandi, allt verður þetta erfiðara og áhættusamara við slæm veðurskilyrði. Okkur verður líka hugsað til barnanna, sem brjótast í skólann í ófærðinni í svarta myrkri löngu fyrir sólarupp- rás. Þó er allt þetta kannske bama- leikur á við það sem var hér fyrir svo sem einum mannsaldri. Ein var sú stétt manna á árum áður, sem kunn var fyrir harðfyigi og dugnað, en það voru landpóstar. Oft áttu þeir í römmum leik við veðurfar og torfærur. Enn er þessi stétt manna til en býr nú við mun betri aðstæður og hefur hentug ökutæki til umráða. Skyld at- vinnugrein er blaðburður. Fyrr var hann einkum í höndum barna og gamalmenna. Kannske hefur forvitnum og kröfuhörðum blaða- kaupendum þótt þjónusta þeirra hamlast um of af vondum veðrum og krankleik, fleiri ástæður kunna þó að hafa komið til, t.d. hafa blöð margfaldast að magni og þunga og hentar því varla nema hraustleika fólki, að annast blaðburð, og aug- ljóst er að þessi atvinnugrein hefur færst meira og meira yfir á herðar húsmæðra. Þær eru góður og traustur vinnukraftur til þessa starfs. En hverjar eru ástæður fyrir því að húsmæður gefa sig í þetta erfiða starf? Vetrarmynd úr Keflavík - Jafnvel á snjóléttasta hluta landsins svignuðu garðtrén undan snjóþunganum - Myndir: J. T. Margoft fylgdist ég með kon- unni sem ber út blöð hér í götunni í vetur. Klukkan 6 - 7 á hverjum morgni kom hún fyrir götuhornið, bar tvær stórar blaðatöskur og átti fullt í fangi með að brjótast á móti norðan stormi og hríð. Kæmi mað- ur svo í Samkaup við opnunartíma til að ná sér í eitthvað í morgumat- inn þá stóð hún þar við kjöt- vinnslustörf, en hún vinnur í Kjöt- seli, sem er í sama húsi og Sam- kaup. Þar vinnur hún til kvölds - þá tekur hún til hendinni sem heimavinnandi húsmóðir. Eg náði tali af henni hér á gangstéttinni og vildi forvitnast svolítið um hennar hagi og hennar mikla vinnuálag. Hún lét lítið yfir því og vildi sem minnst um það tala. Mér gat þó skilist að hún hefði alist upp við mikla útivist og útivinnu. Henni félli því vel blaðburðurinn, hún væri árrisul og útivistin væri heill- andi og heilnæm. Blaðburðurinn var þó í fyrstu nauðsynleg tekju- öflun fyrir heimilið vegna veik- indaforfalla eiginmannsins. Krist- ín Jónsdóttir er Þingeyingur að ætt og uppruna. Árið 1955 fluttist hún til Keflavíkur og giftist unnusta sínum Einari Jósepssyni, vélstjóra. Þau hófu búskap að Túngötu 22 en búa nú að Suðurgötu 47, en það hús keyptu þau fyrir 9 árum. Þau eiga þrjár uppkomnar dætur, ein þeirra býr á Selfossi en hinar eru hér í Keflavík. Eg hygg að allir þeir er njóta blaðburðarþjónustu Kristínar séu mér sammála um að skyldurækni hennar og dugnaður í því starfi sé með ágætum. J.T. HITAVEITA SUÐURNESJA óskar Suðurnesja- mönnum gleðilegs sumars og þakkar ánægjuleg samskipti á liðnum vetri. 110-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.