Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 20

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 20
mátti ráða hve aðstaða fyrstu vél- bátana í Keflavík var erfið við bryggjuna eins og hún var þá. Annars eru ekki til miklar heim- ildir um bryggjuna, fyrstu gerð hennar og seinni tíma endurbætur. Par sem hún var lengst af í einka- eigu kemur hún óvíða við sam- tímaheimildir og er sjaldan getið í gögnum sveitarfélagsins. Aðeins af gömlum Ijósmyndum má rekja breytingarnar, sem á henni hafa orðið. Norðan við Miðbryggju og fram undan gatnamótum Vesturgötu og Vesturbrautar var aðalbátaupp- sátrið í Keflavík. Það var Stokka- vörin. Fyrr á öldum hefur verið þarna vik inn í landið sem hefur myndast vegna leysingavatns sem gróf sér farveg ofan úr heiði, og rann meðfram Vesturgötu, svo- kölluð Rás, þarna hefur því verið heppilegt uppsátur skammt frá Keflavíkurbænum og fyrstu versl- unarhúsunum, fyrst nokkurs kon- ar afdrep þar sem hægt var að draga árabáta á land. Á seinni hluta síðustu aldar eða í byrjun þessarar var vörin rudd og kampur hlaðinn við vörina að norðan. Skömmu seinna voru hlaðnir miklir sjóvarnargarðar að vörinni á báða vegu. Stokkavörin er nú horfin undir uppfyllingu, en hún var við líði fram undir 1970-71 þegar ysti hluti Hafnargötu var malbikaður. Osinn heitir suðvesturkriki Keflavíkur. Þar ofan viö stendur Nýja bíó. Þar er sker eitt, nokkuð stórt ummáls, aflangt og líkist einna helst sofandi sel. Það fer vanalega á kaf á flóði. Er skerið kennt við Osinn og kallað Ossker. Um 1915 voru uppi ráðagerðir um bryggjugerð í Osnum, í skjóli við Osskerið, en ekki varð af fram- kvæmdum enda þótti of grunnt þar. í byrjun aldarinnar lét Edin- borgarverslun gera þar litla bryggju, en verslunin hafði aðset- ur þarna á bakkanum þar sem nú er Gunnarsbakarí. Símon Eiríks- son hlóð bryggjuna. Fremsti hluti hennar var úr hlöðnu grjóti (sem tekið var úr klettunum við Fram- nes), en upp til lands lá bryggju- gólf úr tré á grjótfylltum trébúkk- um. Bryggjan var nokkuð brött, og olli það stundum erfiðleikum þegar flytja þurfti fisk og varning upp. Edinborgarbryggja var notuð fram undir 1930, einkum af trill- um. í óveðri nótt eina í febrúar eða mars 1968 hrundi steinhleðslan, hið eina sem eftir var af þessu mannvirki og jafnaðist út í fjör- una. Vatnsnes afmarkar Keflavík að sunnan. Frá Ósnum og út í Vatns- nesbás eru klettar með landi, en lítið útfiri. Skammt utan við Ósinn eykst sjávardýpi mjög og er mikið dýpi með öllu Vatnsnesi allt inn í Vatnsnesvík. Keflavíkurmegin við Vatnsnes er Vatnsnesbás, lítið vik inn í klett- ótta ströndina. Þar var stundum lent í suðaustan átt á árabátum þegar vindur stóð á Stokkavörina og sjógangur var. Ofan við Vatns- nesbás, eða Básinn, eins og hann var kallaður í daglegu tali, stendur hraðfrystihúsið Jökull. í Básnum var gerð aflíðandi steinsteypt bryggja sumarið 1929. Var hún vinkillaga og lá þar utan í skerið sem var landfest. Þargátu vélbátar lagst að. Bryggjan var lítið notuð eftir 1950, eftir að bátahöfnin var fullgerð í Vatnsnesvíkinni. Eftir það féll viðhald bryggjunnar niður og hvarf hún undir uppfyllingu, sennilega á árunum 1967-70. Yst við Vatnsnes er Vatnsnes- steinn, en þar eru syðstu takmörk 4 Keflavíkur. Frá Básnum og þang- að út eru þverhníptir hamrar sem sjór fellur alveg að. Vatnsnes- steinn er aflangur klettur, nokkuð aðskilinn frá landi, en komast má út á hann á lágum sjó. í verstu veðrum fer steinninn á kaf. Upp af Vatnsnessteini og niður af Vatns- nesvita, er sérkennilegur Gatklett- ur, sem svo heitir. Er það steinbrú sem þar hefur myndast. Vatnsnes- viti var reistur á árunum 1921-22, aðallega til leiðbeiningar við land- töku þegar skip og bátar lágu á Keflavík. Fyrir innan (sunnan) Vatnsnes er lítil og breið vík, sem Vatnsnes- vík heitir. Eru suðurtakmörk hennar við Klapparnef í Njarðvík. En í Njarðvík eru innstu mörk hins lítt kunna Stakksfjarðar eins og áður getur. Fram á fimmta áratug þessarar aldar lágu vélbátar Keflavíkinga á víkinni á milli Vatnsness og Hólmsbergs. Þar var aflanum landað og þangað komu flutninga- skip fram til ársins 1932 þegar haf- skipabryggja var gerð í Vatnsnes- vík. Á Keflavík höfnuðu sig áður seglskip sem fluttu vörur til dönsku verslananna. Skipalegan fyrir stór skip var í víkurmynninu. Miðið fyrir stór skip var: Stakkur laus við Brenninýpu. Minni skip fóru þó innar og lögðust eftir dýpi- (Sbr. Leiðsögubók fyrir sjómenn. Útg. 1947 af Vitamálastjóm). Á Keflavík er skjól í landáttun- um suðvestan, vestan og norðvest- an. En í norðaustan, austan, og suðaustan áttum setur mikla kviku inn á víkina. Einkum voru austan og suðaustan áttirnar varasamar skipum, kemur það reyndar fram í annálnum hér á eftir. Botn víkur- innar er leirborinn og því góður haldbotn. Áður var aðalbyggðin meðfram Keflavík og aðalathafnasvæði bát- anna var við Miðbryggju. En 1928 fékk Elías Þorsteinsson útgerðar- maður leigt land í Vatnsnesbás og hóf byggingu fiskverkunarhúss úr timbri. Síðar stóð hann þar ásamt fleirum að byggingu hraðfrysti- hússins Jökuls. Þar með hófst nýtt landnám við Keflavík, enda kall- aði vaxandi útgerð á aukið svigrúm til sjós og lands. Skammt er farið úr Básnum suð- GRINDAVÍK Gleðilegt sumar Bæjarstjórn Grindavíkur óskar Grindvíkingum og öörum Suðurnesjamönnum gleöilegs sumars og þakkar samskiptin á liönum vetri. Bæjarstjórn Grindavíkur. NJARÐVÍK FASTEIGNAGJÖLD 3. og síðasti gjalddagi fasteignagjalda verður 15. maí. Dráttarvextir reiknaðir frá 15. júní. Vinsamlegast gerið skil svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum og forðist óþægindi og auka- kostnað. Bæjarsjóður- innheimta 116-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.