Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 27

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 27
...ámað heilla...ámað heilla...ámað heilla...ámað heilla... Krístján Magnússon áttræður Kristján Magnússon, Skóla- vegi 5 í Keflavík fyllti áttatíu árin Jl- janúar síðastliðinn. Kristján er fæddur í Bjarghús- urn í Höfnum 31. janúar 1904. Foreldrar hans voru þau hjón- >n Magnús Gunnlaugsson og kona hans, Guðný Þórðardóttir. Magnús faðir hans var norð- lenskrar ættar, fæddur í Krækl- ingahlíð í Eyjafirði. Kom hann ungur í Hafnir sem vermaður og ílengist þar. Móðir Kristjáns var af Suðurnesjum, fædd í Bjarg- húsum í Höfnum. Þau hjónin, Magnús og Guð- "Ý, bjuggu fyrstu búskaparárin í Bjarghúsum, en byggðu síðan vandað steinhús á jörðinni Garð- hús í Höfnum, þar sem þau bjuggu síðan. Systkini Kristjáns vor fimm. Þau voru þessi: Jón. Hann bjó Urn tíma í Keflavík. Fluttist síðan úl Reykjavíkur. Hann er nú dá- lr>n. - Járnbrá, býr í Reykjavík, - Ketilbjörg, býr einnig í Reykja- vík. - Jensína, dó á fyrsta ári. Kristján byrjaði 17 ára sjó- mennsku með föður sínum sem Veist þú hverju það getur forðað hIumferoar fullgildur háseti á áttæringi, en áður hafði hann róið með föður sínum á minni skipum, á vor- og sumarvertíðum. Um það leyti, sem Kristján hætti sjómennsku í Höfnum, var útgerð á árabátum að dragast þar saman. Vélbátar voru þá löngu komnir í aðrar verstöðvar á Suö- urnesjum. En vegna hafnleysis var vélbátaútgerð útilokuð í Höfnum. Ungir menn þar leit- uðu því á þessum árum aö heim- an, til nærliggjandi verstöðva, í Njarðvík og Keflavík. Kristján fluttist til Njarðvíkur 1922 og þar átti hann heima, í Hlíð í Ytri-Njarðvík, þar til hann llutti í húsið nr. 5 við Skólaveg- inn í Keflavík. Meðan Kristján átti heima í Njarðvík, stundaði hann atvinnu á ýmsum stöðum. Hann var há- seti á togaranum Surprise frá Hafnarfirði á árunum 1922 - 25. Síðar var hann hjá Tryggva Ofeigssyni, og vann þar við fisk- vinnslu og útgerð hans. Kristján er kvæntur Guðrúnu Möller, hjúkrunarkonu, Hún er dönsk, en flutti hingað ung árið 1939 og er nú löngu orðin ís- lenskur ríkisborgari. Þau gengu í hjónaband árið 1949, og bjuggu fyrstu árin í Hlíð í Ytri-Njarðvík, en fluttu í nýbyggt hús sitt við Skólaveginn, nr. 5 í Keflavík sumarið 1956. Eftir að þau hjónin fluttust til Keflavíkur, vann Kristján á Keflavíkurflugvelli, fyrstu árin hjá íslenskum Aðalverktökum, en síðar hjá Varnarliðinu, og vann hann þar til 1973 að hann hætti störfum vegna heilsubrests. Þótt Guðrún Möllersé íslensk- ur ríkisborgari, er síður en svo, að hún hafi alveg gleymt Dan- mörku. Hún á þar margt skyld- menna og vina, og hafa þau h jón- in, Guðrún og Kristján, farið margar ferðir til Danmerkur og dvalið þar lengri og skemmri tíma, sér til hvíldar og hressing- ar. Þrátt fyrir háan aldur og oft á tíöum erfið störf, þá ber Kristján aldurinn vel. Hann erávallthress og kátur, hvenær sem maður hittir hann, og er þá ávalltfróð- legt að ræða við hann um liðna tímann, því hann er minnugur á löngu liðna atburði. Um leið og ég sendi Kristjáni mína síðbúnu afmæliskveðju, er það ósk mín til þeirra hjónanna á Skólavegi 5, að þau megi lengi lifa og njóta hvíldar í hinni þægi- legu og snyrtilegu íbúð þeirra við Skólaveginn í Keflavík. Ragnar Guðleifsson. Olafur Bjömsson skipstjórí sextugur Ólafur Björnsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík varð 60 ára22. þ.m. Ólafur er fædtiur að Hnúki í Dalasýslu 22. apríl 1924. Foreldrar hans voru hjónin Björn Guð- hrandsson, bóndi þar, síðar verk- stjóri hjá Kefiavíkurhœ og síðast forstjóri Félagsbíós í Keflavík, og kona hans Unnur Sturlaugsdóttir. Ólafur hóf sjómennsku 15 ára gamall. Fyrst á m/h Guðfinni frá Keflavík og togurum frá 1939 til 1948 og þá stýrimaður frá 1945-48. Hann lauk hinu meira jiski- mannsprófi frá Stýrimannaskóla Islands 1945 og varð þá sýrimaður á togaranum Júní frá Hafnarfirði til 1948 ogsíðan á togaranwn Kefl- víkingi til 1953. Hann var síðan verkstjóri Itjá Togaraútgerð Kefla- víkur um tíma og Itjá flökunarstöð- inni í Keflavík, fyrsta árið, sem hún starfaði. Arið 1957 stofnaði hann ásamt öðrunt útgerðarfélagið Baldttr h/f og var hann framkvæmdastjóri þess og er enn. Arið 1960 lét félagið smíða fyrsta frambyggða vélbátinn hérlendan og réð Ólafur allri gerð hans og tilhögun. Var hann síðan skipstjóri á honum sumur og haust, en á vetrum sá hann um fiskverkun félagsins í landi. Jafnframt var Ólafur framkvœmdastjóri H/f Glaður frá stofnun þess 1965. Skömmu eftir að Ólafur kom aftur heim til Keflavíkur frá Hafn- arfirði gekkst hann fyrir stofnun sjómannadeildar innan Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, var það 1949 og var Ólafur lengi for- maður deildarinnar eða til 1962. A sama tíma var hann varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hann var þá einnig rit- ari eða varaformaður Sjómanna- sambands /s/ands, á árunum 1957- 61. Ólafur hefur verið tengdur bæj- armálum Keflavíkur, alltfrá 1954, en þá var hannfyrst í kjöritil bæjar- stjórnar í Keflavík, en náði þá ekki kosningu. Var hann þá varabæjar- fulltrúi og í ýmsum nefndum bæj- arins fyrir Alþýðuflokkinn. En við næstu kosningar til bæjarstjórnar var hann kosinn bæjarfidltrúi og hefur hann verið það síðan. - For- maður Sjómannadagsráðs í Kefla- vík var hann í 12 ár, 1950-62. Ólafur hefur setið á Alþingi sem varaþingmaður Alþýðuflokksins. Hann er nú formaður Skreiðar- samlagsins, og siðustu 10 árin hef- ur hann verið formaður Olísam- lags Keflavíkur. Ólafur er tvíkvœntur. Fyrri kona hans var Lovísa Margrét Zimsen Einarsdóttir. Hún lést 14. október 1966. Þau eignuðust 6 börn, 4 drengi og 2 stúlkur. Þau eru öll búsetthérí Keflavík. Síðari kona Ólafs er llrefna Ólafsdóttir, frá Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd. Þau búa nú að Austurgötu II í Keflavík. Eins og sjá má af ofanskráðu hefttr Ólafur víða komið við sögu í félagsmálastarfi sínu, og það vita allir, sem með honum hafa starfað, að þar sem Ólafttr fer, þarerengin hálfvelgja. Hann er hreinn og heill í störfum og segir sínar skoðanir á málunum, umbúðalaust. . Egsem þessar línur rita hefi unn- ið með Ólafi að ýmsum félagsmál- um, í bæjarstjórn og einnig að verkalýðsmálum í áraraðir, og minnist ég þess ekki, að nokkru sinni Itafi okkur borið svo á milli, að samstarf hafi ekki tekist. Ég þakka hér góðum vini ánægjulegt samstarf á mörgum liðnum árum og flyt honum og konu hans hugheilar árnaðaróskir frá okkur hjónunum. Ragnar Guðleifsson. FAXI-123

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.