Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 31
NÝ OG FULLKOMIN SÍMSTÖÐ -------------------------------FRAMHALD AF BLS. 100 Grindavík en þar var bætt við 200 númerum á sl. hausti, og enn eru nokkur númer laus í Höfnum. Hvernig vinnur nýja stöðin á nióti þeim gömlu? Tæknimenn Pósts- og síma hafa hannað tengibúnað milli stöðv- anna og hann er þeim kostum bú- 'n n að á hverri Iínu geta verið 30 sambönd milli Keflavíkur og út- stöðva og verða þá væntanlega úr sögunni erfiðleikar að ná sam- bandi milli önnum hlaðinna Suður- nesjastöðva, sama gildir um Reykjavík. Þangað bætast við 60 talmöguleikar, eru 70 en verða 130 þegar verkinu lýkur. Verður ekki allt landið bráðlega búið þessum forláta tækjum? Til að byrja með eru það aðeins Suöurnesjastöövarnar sem verða búnar þessum tækjum svo og Reykjavík að hluta. Eg minnist þess að þegar fyrsta sjálfvirka stöðin var opnuð hér 2. janúar 1960 töldu forráðamenn að hún ætti að geta enst í a.m.k. 1/2 öld. Annað kom þó á daginn, enda notkun margföld á við það er hönnuðir og framleiðendur höfðu reiknað með. Hver er áætluð end- 'ng þessarar stöðvar? Það er talað um alveg rosalega endingu, segir Sævar, en það á eftir að sýna sig hvort það stenst. En þróunin í þessari tækni er afar hröð og þess vegna verður úreld- lng á vissan hátt samsvarandi ttrklu hraðari en hún var t.d. fyrir árum. Ericsson er nú búið að vera með nokkrar gerðir af þessu í all mörg ár og reynslan verið góð. Er gert ráð fyrir miklu viðhaldi á nýju stöðinni? Nei, það er reiknað með litlu viðhaldi. Örtölvutæknin hefur leitt til stöðugt minnkandi tækja með fáum hreyfihlutum og slit því hverfandi lítið og gæði betri. Svíarnir eru framarlega í smíði fjarskiptabúnaðar, en eru ekki fleiri þjóðir framarlega á þessu sviði? Jú, vitaníega er það. Þo vakti það athygli mína, sagði Sævar, að þegar ég var á námskeiði h já Erics- son voru þar einnig Bandaríkja- menn og Englendingar og hélt ég þó að þessar þjóðir gætu ýmislegt í þessum efnum. Selja ekki Svíar símabúnað um allar jarðir? Jú, þeir selja þessa framleiðslu a.m.k. til Ameríku og Asíu, auk sölu til Evrópulanda. Er öll símatækni að færast í þá átt sem þessi stöð er? Já, það virðist vera. Enda eru þær mjög fullkomnar. Auðvelda allt eftirlit og statistik sem tölvu- öldin á auðvelt með að vinna úr. Pað eru mörg prógrömm í þessari stöð, sem í raun prófa sjálfa stöð- ina, leita hugsanlegra bilana og slits. Það á að auðvelda og flýta fyrir viðgerðum og ,,stabilisera“ alla þjónustuna. Já. Tæknin á sér engin takmörk. Verður þá ekki framtíðin björt í símamálum okkar á Suðurnesj- um? Já, það á aldrei að koma til hér framar skortur á símanúmerum eða talrása erfiðleikar, með því verður grannt fylgst í framtíðinni, sagði Björgvini að lokum. Það er sannarlega óskadraumur allra stöðvarstjóra og annarra þeirra er vinna að símamálum að svo megi verða. Eg þakka þeim Björgvin Lút- herssyni og Sævari Guðjónssyni fyrir upplýsingar og góðar fréttir. Frá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur Breytingar á brottfarartímum á helgidögum Frá og meö 1. maí n.k. verða eftirtaldar breyt- ingar á brottfarartímum vagna okkar á helgi- dögum: Frá Keflavík kl. 11 í stað kl. 12. Frá Reykjavík kl. 11.30 í stað kl. 10.30. Frá Reykjavík kl. 23.30 í stað kl. 23 og kl. 24. SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR HAGKAUP Óskum öllum viðskiptamönnum og starfsfólki gleðilegs sumars og þakkar samstarf og viðskipti á liðnum vetri. HAGKAUP Njaróvík,sími 3655 Gleðilegt sumar Sveitarstjórn Miðneshrepps óskar íbúum Miðneshrepps og öðrum Suðurnesjabúum farsældar á komandi sumri og þakkar sam- starfið á liðnum vetri. SVEITARSTJÓRN MIÐNESHREPPS FAXI-127

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.