Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 33

Faxi - 01.05.1984, Blaðsíða 33
Afmœlisveisla í leikskólanum. m f'trk | Útivisl á öskudag. Dukalögn var unnin af Stefáni Jónssyni, Reykjavík. (Uritan kvars Efnagerðin Sjöfn). Verk- fræðistofa Suðurnesja sá um verk- fræðihönnun s.s. burðarþols- og ofnateikningar. Borð og stólar eru frá 3-K en annar húsbúnaður er að niestu keyptur hjá fyrirtækjum í Keflavík. Forstöðumaður Tjarnarsels, Aðalheiður Héðinsdóttir hefur asamt stafsmönnum heimilisins 'agt síðustu hönd á verkið. Ollum þessum aðilum færum v>ð hinar bestu þakkir fyrir vel unnin störf, og ég hygg að fáir hafi látið sig dreyma um að gamli Tjarnarlundur gæti orðið jafn bjartur, rúmgóður og skemmtileg- ur leikskóli sem raun ber vitni um. Hann er vel búinn innanstokks sem utan og er bæjarbúum á allan hátt til sóma. Að lokunt vil ég bera fram þá °sk að hér verði lagður grundvöll- ur að fögru mannlífi sem reynast utuni þeim er hér dvelja, gott vega- nesti fyrir komandi ár.“ Aðalheiður Héðinsdóttir, for- stöðukona skólans tók einnig til ntáls. Hún gat þeirrar staðreyndar uó það var Kvenfélag Keflavíkur sem bygði húsið fyrir 30 árum og rak þar leikskóla. Þá minntist hún þess að frúarnar Guðrún Ár- tnannsdóttir og Guðrún Árnadótt- lr unnu báðar við skólann er hann var stofnaður og eru þar enn í starfi. Hún taldi að mörgbarnanna sem nutu þar skólavistar fyrstu arin væru nú foreldrar þeirra barna er nú eru í skólanum. Síðan sagði Aðalheiður: • >A þessum 30 árum, sem eru siðan starfsemi hófst í þessu húsi hefur orðið ör þróun í dagvistunar- atálum á landinu. í dag er boðið UPP á fleiri pláss og meiri uppeldis- lega aðstoð þar sem dagvistunar- heimili þykja orðið nauðsynlegar stofnanir í hverju bæjarfélagi Vegna breyttra þjóðfélagsað- stæðna, og getum við ekki liorft fram hjá þeirri staðreynd að fjöl- skylduformið er annað nú en áður var. Hvort sem þessi breyting er jákvæð eða ekki ætla ég ekki að fjalla um. En það er okkar hlut- verk, sem vinnum að þessum mál- um, að sjá til þess að börnunum líði vel og að við berum hagsmuni þeirra fyrst og fremst fyrir brjósti. Það var núna fyrst í febrúar sent ég og Málfríður Jóhannsdóttir, ,,Áður var mér gatan greið“ — stutt spjall við Hinrik Ivarsson frá Merkinesi Þegar ég, á síðastliðnu voru, heimsótti Hinrik ívarsson í Merkinesi í Höfnum, tók ég þessa mynd af honum, þar sem hann var að setja á stokkana einn árabátinn, af mörgum, sem hann hefur smíðað um dagana. Þegar ég svo hringdi til hans um daginn, spurði ég hann, hvort hann væri búinn með bátinn frá því í vor. Hann kvað svo vera, og fyrir löngu, og enn væri bátasmíðin í fullum gangi. Ég spurði þá Hinrik, hvort hann ætti eina vísu, nýkveðna. ,,Það gæti nú verið, ég skal gæta að því. - Hann kom svo að vörmu spori aftur og þuldi mér eftirfarandi vísur: Alfaðir, sem öllu ræður, ilman, smekk og sjón mér gaf, engan má því undra bræður, ögn þó flestu taki’ég af. Fyrst að Guð mér gaf að meta, get ég ekki skammast mín, þó að gott mér þyki að éta, þiggja koss og bragða vín. Enginn skilji orð mín þanninn, að óhófi ég mæli bót, en dárlegt er að dæma manninn, þó drottinsgjöfum taki í mót. Yfir mig þótt árin færist, ennþá met ég blíðuhót, meðan hjarta í brjósti bærist bragða’ ég vín og kyssi snót. Þegar ég, svo að lokum spurði Hinrik, hvort hann færi mikið út í þessum veðraham, sem gengið hefur yfir hér að undanförnu, þá svaraði hann með þessari stöku: Áður var mér gatan greið, gönguslóð þá marga’ að kanna. Nú er orðin lengsta leið, að labba á milli herbergjanna. Hafðu þökk fyrir spjallið. R.G. FAXI-129

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.