Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 5
Ávarpforseta bæjarstjómar, TómasarTómassonar Um leið og ég segi þennan fund bæjarstjómar Keflavíkur settan, sem er aukafundur haldinn á óreglulegum fundardegi, þá vil ég bjóða alla velkomna til þessa fund- ar, bæði gesti fundarins og bæjar- fulltrúa og starfsmenn bæjarins, bæjarstjóra og bæjarritara. En til þessa fundar var boðað með lát- lausri dagskrá, það eru aðeins tvö mál á dagskrá. í fyrsta lagi er 35 ára afmælis Keflavíkurkaupstaðar minnst og í öðru lagi er fundargerð 1000. fundar bæjarráðs. Pað verð- ur þá gengið til dagskrár og þar tekið fyrir 1. mál sem er á dag- skránni, það er að minnast 35 ára afmælis bæjarins okkar, og mun ég gera það hér aðeins í nokkrum orðum. Tvöfalt tilefni hátíðar Hinn 22. mars 1949 þá stað- festi þáverandi forseti íslands, hr. Sveinn Björnsson, lög sem Alþingi hafði þá samþykkt um kaupstaðar- réttindi til handa Keflavík, sem toku gildi frá og með 1. apríl sama ár. Það var jafnframt ákveðið að hreppsnefnd sú sem þá sat skyldi annast stjórn bæjarins þar til reglulegar sveitarstjómarkosning- ar færu fram í janúar 1950. Hreppsnefnd skipuðu þá eftirtald- ■r menn: Ragnar Guðleifsson, Jón Tómasson, Sæmundur G. Sveins- son, Elías Þorsteinsson, Ólafur E. Einarsson, Valdimar Björnsson og Valtýr Guðjónsson. Oddviti hreppsnefndar var þá Ragnar Guðleifsson. A fundi hrepps- nefndar hin 6. apríl 1949 þá skýrði oddviti frá þessari tímamóta laga- setningu fyrir bæinn okkar. Við bæjarstjórnarkosningamar í janúar 1950 voru síðan eftirtaldir menn kjörnir í fyrstu bæjarstjórn Keflavíkur: Ragnar Guðleifsson, Jón Tómasson, Steindór Péturs- son, Guðmundur Guðmundsson, Ingimundur Jónsson, Ólafur A. Þorsteinsson og Valtýr Guðjóns- son. Fyrsti bæjarstjóri var kjörinn Ragnar Guðleifsson og fyrsti for- seti bæjarstjómar Valtýr Guð- jónsson. A fundi bæjarstjórnar 22. febrú- ar 1950 þá var fyrsta bæjarráð kjörið. Aðalmenn vom Steindór Pétursson, Valtýr Guðjónsson og Guðmundur Guðmundsson, en til vara Jón Tómasson, Ragnar Guð- leifsson og Ingimundur Jðnsson. Fyrsti fundur bæjarráðs var svo haldinn 28. febrúar 1950. Það vom allir aðalmenn mættir til fundarins og hinn nýkjömi bæjarstjóri. Fyrsti formaður bæjarráðs var kosinn Valtýr Guðjónsson og ritari Guð- mundur Guðmundsson. Á þessum fyrsta fundi bæjarráðs var meðal annars lagt til við bæjar- stjórn að bæjarstjórnarfundir yrðu haldnir tvisvar í mánuði, fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Þetta hefur haldist óbreytt fram á þennan dag. En því minnist ég á bæjarráð í sömu andrá og þann merka áfanga í sögu bæjarins okkar að hann hafði öðlast kaupstaðarréttindi, að um sömu mundir og við minn- umst nú 35 ára afmælis kaupstað- arins okkar þá hélt bæjarráð hinn 24. apríl s.l. 1000. fund sinn. Við höldum því tvöfaldan hátíðarfund bæjarstjómar í dag. Fyrsta búseta í Keflavík Það em að vísu engin tök á því að rekja sögu Keflavíkur að nokkru marki á þessum fundi en í takt við forna íslenska hefð, þar sem mikill þungi er ætíð lagður á forsöguna og engra atburða minnst án þess að ræturnar séu raktar að nokkru þá get ég ekki stillt mig um að dvelja stutta stund í fortíðinni. Heimildir eru engar til um bú- setu í Keflavík á landnámsöld en í Landnámu er hins vegar getið um það á hvem hátt Steinunn gamla eignaðist Rosmhvalsnes allt fyrir utan Hvassahraun. Það er talið að hún hafi reist bú á Stóra-Hólmi Leiru og getum hefur verið leitt að því að Keflavík hafi orðið útróðr- arsel frá því höfuðbóli, þó hins vegar ritaðar heimildir séu engra til um þetta. Það er heldur ekki vitað hvenær Keflavíkurlandi var skipt út úr Hólmslandi og það gert sérstakt býli, og það hefur enn vaf- ist fyrir þeim sem rannsakað hafa sögu Keflavíkur að fá vitneskju um það hvenær byggð hefst hér í Keflavík. Hins vegar er vitneskja um fyrstu byggð að finna í annál- um sem geta þess að árið 1649 hafi bóndinn í Keflavík sem þá var þar, Grímur Bergsson, orðið bráð- kvaddur við vinnu sína. Þetta em fyrstu rituðu heimildimar sem vit- að er um með fullri vissu um ábýli á jörð í Keflavík. Samkvæmt jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 þá mun jörðin hafa verið mjög rýr og illa fallin til búskapar. Kvik- fénaður var þá aðeins 2 kýr og 2 hross. í fyrsta manntali hér á landi sem var framkvæmt þetta sama ár 1703, þá voru 6 manns í heimili á jörðinni. Það er vitað að síðasti ábúand- inn á jörðinni var Hannes nokkur Höskuldsson og við manntal 1762 voru 8 manns í heimili hans. En skömmu eftir þetta er jörðin svo lögð undir kaupmenn staðarins og hefur enginn búskapur verið rek- inn á Keflavík sem býli síðan. Fljótlega uppúr siðaskiptunum eða kringum 1560 þá nær konung- HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVÍKINGAR Dagana 4.-17. júní n.k. hefurveriöákveðiðaðgera sérstakt átak í hreins- un og snyrtingu bæjarins, með því að hreinsa drasl af lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, giröingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku í verkefni þessu hafa bæjar- yfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suður- nesja og Dropann, um að þær veiti 10% afslátt á málningu sem keypt verður dagana 4.-30. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutn- ing á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og not- færa sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík FAXI-137

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.