Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 7

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 7
Hér sér yfir það svœði fxir sem miðbœr Keflavíkur er fyrirhugaður. Gömlu Melbœirnir eru óðum að hverfa og auðveldar það nýtt skipulag, einkum ef nýbyggingar eru ekki leyfðar nema við úthliðar svœðisins - en fxer eru við Tjarnargötu að sunnan, Vesturgötu að norðan, Hafnargötu að austan og Garðaveg að vestan. bærinn okkar vaxið úr litlu sjávar- plássi, sem átti nærri ailt undir svipulum sjávarafla, í það að verða fimmti stærsti kaupstaður lands- ins, sem byggir í vaxandi mæli á iðnaði, verslun, viðskiptum og alls konar þjónustu við það fólk, sem býr hér á svæðinu, auk þess sem sjávarútvegur er enn einn aðal- hornsteinn efnahagsafkomu fólks- ins. Við þessi merku tímamót sem við minnumst í dag hef ég aðeins rakið liðinn tíma, en ég geri það vegna þess að við stöndum auðvitað í mikilli þakkarskuld við það fólk sem setti svipmót sitt á sögu lið- inna alda. Þegar saga er rakin, þótt stiklað sé á stóru, og atburða minnst, þá ber okkur að hafa það í huga, að í sögunni og atburðunum speglast fyrst og fremst líf og tilvera fólks- ins og barátta þess við að lifa af, oft við erfiðar aðstæður í harðbýlu iandi. Við minnumst í dag alls þess fjölda fólks, sem í gegnum aldimar hefur lifað hér og stritað, og þann- ig lagt nokkuð af mörkum til þess, að við lifum hér í dag í hagsæld og lystisemdum í blómlegum athafna- bæ. Eg færi að lokum bænum okkar °g bæjarbúum öllum í nútíð og iramtíð bestu óskir um farsældar framtíð, þar sem menning, mann- úð og manngildi eiga ávallt griða- stað. £nn á lífi nokkrír Þeirra er sátu t Jyrstu bæjarstjóm í tilefni þessa afmælis bæjarins þá hefur verið ákveðið að sýna eft- •rtöldum mönnum nokkum sóma- vott og vil ég biðja þá að koma hér UPP til mín, en þeir eru: Ragnar Guðleifsson, sem var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Keflavíkur, var fyrsti bæjarstjóri og er nú eini heiðursborgari bæjarins, Valtýr Guðjónsson, sem einnig var kjör- >nn í fyrstu bæjarstjórn og var fyrsti forseti bæjarstjómar Keflavíkur, Jón Tómasson, sem var eins og þeir kjörinn í fyrstu bæjarstjórn. Þessir þrír heiðurs- rnenn eru hér allir mættir hjá okk- ur en auk þeirra er Ólafur A. Þor- steinsson sem sat í fyrstu bæjar- stjórn í Keflavík og mun honum verða veittur þessi heiðursvottur siðar, því hann er nú erlendis. Ég bið þá Ragnar, Valtý og Jón að koma hér upp og taka við þessum heiðursvotti hér. MÞetta er vasi og á hann er ritað hetta: ,,Keflavíkurkaupstaður 35 ara, bæjarfulltrúar á fyrsta fundi bæjarstjórnar 22. febrúar 1950, en Þeir eru eftirfarandi: Valtýr Guð- jónsson, Ragnar Guðleifs- son, Guðmundur Guðmundsson, Steindór Pétursson, Ingimundur Jónsson, Ólafur A. Þorsteinsson og Jón Tómasson." Þetta er eins handa ykkur öllum, gerið þið svo vel.“ Þá verður hér tekið fyrir annað mál á dagskrá, en það er fundar- gerð HXX). fundar bæjarráðs. Gef ég orðið laust um fundargerðina eins og hún liggur fyrir. Þúsundasti fundur bæjarráðs Keflavíkur, sem bæjarstjómar- fundurinn þurfti að taka afstöðu til, hafði fjallað um: 1. Tillögur að deiliskipulagi fyrir tniðbæ Keflavíkur, er Páll V. Bjarnason, arkitekt hafði gert. 2. Varðveitsla þess svœðis, setn talið er að fyrsta býlið — Kefla- vík — hafi staðið á. 3. Hrinda í framkvœtnd ritun sögu Keflavíkur. 4. Hefja söfnun tnynda frá starf- setni bœjarins og fyrirtœkja harts. Guðjón Stefánsson tók fyrstur til máls og rifjaði upp hverjir hefðu setið í bæjarráði í 35 ár. Þeir reynd- ust ekki vera nema þrettán. Þar af hefði Tómas Tómasson setið í bæj- arráði 22 ár og þeir Ragnar Guð- leifsson og Valtýr Guðjónsson í 20 ár. Síðan ræddi hann um fmmdrög að deiliskipulagi miðbæjar í Kefla- vík, benti á ýmsa þætti, sem þar þyrfti að taka til greina m.a. taldi hann nauðsynlegt að gera ráð fyrir því í byrjun, að hér yrði skipulagð- ur strætisvagnaakstur er fram líða stundir. Hann taldi sjálfsagt að venda þær minjar er bundnar eru fyrstu byggð í Keflavík. Hann lagði til að fenginn yrði fræðimaður til að vinna að ritun sögu Keflavíkur ásamt kunnugum heimamönnum. Einnig hvatti hann til söfnunar mynda, þær væru góðar heimildir þegar frá liði. Bærinn væri um- svifamesti atvinnurekandinn, og sum bæjarfyrirtæki s.s. Rafveita Keflavíkur og Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur ættu nú þegar góð myndasöfn af starfsemi sinni — þessu þyrfti að halda saman og sameina á einn stað. Hann benti á að Byggðasafnið ætti mikið af myndum úr bæjarlífinu, en þar væri ekki mikið frá starfsemi bæj- arfélagsins. Bæjarfulltrúarnir Kristinn Guð- mundsson, Ólafur Bjömsson, Jó- hann Geirdal, Guðfinnur Sigur- vinsson, Hjörtur Zakaríasson, Helgi Hólm og Hilmar Pétursson tóku allir til máls og í þessari röð — þeir lögðu allir mikið upp úr mið- bæjar ntálefninu og ræddu það ítarlega. Þeir lögðu mismikið upp úr hinum þáttum þúsundustu fundargerð bæjarráðs en greiddu henni allir atkvæði. Bæjarstjórinn Steinþór Júlíusson kvaddi sér að lokum hljóðs. Hann sagði: Forseti, góðir bæjarfulltrúar og ágætu gestir! Það er rétt að fara aðeins nokkr- um orðum um tildrög þess að þetta aðaldeiliskipulag liggur fyrir núna. Það var árið 1982 að samþykkt aðalskipulag sem á að gilda til árs- ins 2002. Það eru ekki mörg áreftir af þessum skipulagstíma, það eru ekki nema 18 ár og á þeim tíma á að vera búið að byggja innan allra núverandi landamerkja Keflavík- urbæjar. Þegar við lítum til baka og hugsum okkur það að í ár eru 35 ár frá því að Keflavíkurbær öðlað- ist kaupstaðarréttindi, þá sjáum við hvað tíminn er fljótur að líða. Þeir sem hafa verið við þetta allan tímann þeir sjá það manna best og ég vakna allt í einu upp við það að ég er búinn að vera helminginn að lífstíma Keflavíkurbæjar starfs- maður bæjarins. Það er af framhaldi af tillögunni um aðalskipulag sem tekin er ákvörðun um það með fjárhags- áætlun árið 1984 að veita fé til þess að vinna að deiliskipulagi fyrir miðbæ. Aðalskipulag Keflavíkur- bæjar hefur gert ráð fyrir miðbæ á þessu svæði bæði núna og áður. Bvggðin er farin að teygjast inná þetta svæði, miðbærinn er farinn að teygjast inná það og hann er farinn að mótast án þess að á því væri reglulegt skipulag. Þess vegna er það knýjandi nauðsyn fyrir okk- ur að þetta verði skipulagt og að við höfum stjórn á því hvemig bærinn byggist í framtíðinni. Það er raunar nokkuð sérkennilegt við þessa 1000. fundargerð bæjarráðs að á því má sjá að tímann er hægt að nota til að gera eitthvað og líka til að gera ekki neitt. Tvö af þess- um málum sem er þama ályktað um hafa verið gerðar samþykktir í þeim og mál nr. 2 var í raun og vem ályktað um á 25 ára afmœli bæjar- ins. Ég vona að sá tími sem í hönd fer verði notaður til þess að gera eitthvað og ég vænti þess að við beitum okkur allir fyrir því. Skipu- lagið er raunhæft, það á ekki að þurfa að kosta bæjarfélgið neinar stómpphæðir, það verða þeir sem byggja sem borga það að mestu leyti. Við höfum stuðlað að þessu undanfarin ár að rýmka á þessu svæði og nú er svo komið að það eru ekki nema örfá hús sem standa í veginum. Ég vil svo óska öllum bæjarbúum til hamingju með af- mælið. FAXI-139

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.