Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 8
Nýútskrifaðir stúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur Þórðarson, Erlendur V. Indriðason, Skúli Jónsson, Þorvaldur Arna- son, Páll Skaftason, Helgi Bogason, Valdimar Tryggvason. Miðröð frá vinstri: Agúst Asgeirsson, Aðalheiður Kristinsdóttir, Hallgrímur Eggert Vébjörnsson, Eva Ingólfsdóttir, Ingvar Guðmundsson, Björgvin Jónsson, Jón Böðvarsson skólame'istari. Fremsta röð frá vinstri: Guðný Bachman Jóelsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Kristín Edda Ragnarsdóttir, Snjó/aug K. Jakobsdóltir, Þórunn Magnúsdóttir, Sigríður Einars- dóttir, Klara Guðjónsdóttir, Svava Arnórsdóttir, María Jóhannesdóttir, Ólafia Ólafsdóttir. , ,ÞEIR EINIR NÁ ÁRANGRISEM TRÚA Á MÁTTSINN OG MEGIN“ — Ávarp Jóns Böövarssonar við skólaslit Fjölbrautaskóla Suðumesja 1984 Skólaslit eru aö formi til lík í flestum skólum. Þau eru kveðjuat- höfn þar sem afhending prófskír- teina er þungamiðjan. Starfsmönnum skóla er því gjarnt að líta á þau sem venju- bundinn viðburð sem endurtekinn er með líkum hætti í lok hverrar annar eða skólaárs. Hugsi menn á þennan hátt eru skólaslit aðeins ánægjulegur lokaþáttur á annríkis- skeiði - og framundan gleðiríkt sumar og vonandi gott veður. En slíkt viðhorf er ámóta rétt og að hugsa sem svo: dagur og nótt skiptast á með reglubundnum hætti. Því hlýtur hver dagur að líkjast öðrum, - vera endurtekn- ing einhvers sem áður hefur gerst. Öll vitum við að svo er ekki. Skólaslit eru aldrei endurtekn- ingaratburður vegna þess að í hvert skipti eru nýir þátttakendur í aðalhlutverkum - í þetta sinn þið, - ungu fyrrverandi nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem hverfið héðan eftir fáeinar mínút- ur - fegin og fr jáls - og vonandi vel í stakk búin til þess að takast á við áhugaverð verkefni sem framund- an bíða. Eruð þið ekki með nokkrum hætti líkir ungum í fuglabjargi - fleygir og ferðaþyrstir? Víst búið þið á grýttum skaga sem er umluktur hafi á flesta vegu. í mörgum ævintýrum er óbh'tt um- hverfi söguhetjunum áskorun eða hvatning til þess að neyta kraft- anna - og þeir einir ná árangri sem trúa á mátt sinn og megin. Máttug- an draum verður að meta meira en hversdagslegar smámunastað- reyndir sem þrengja sjóndeildar- hringinn svo flugrýmið verði rýrt. En í ævintýrum getur undra- veröld risið upp úr auðn. Nú erum við í Grindavík. Margir hugtengja staðinn grjóti og hrjúfri strönd - röngu megin við Atlantshafið víðáttumikla og djúpa. En lítum á hvað stendur í fomri bók - Landnámu: ,,... um vorið eftir fóm þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestust þar. Þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Bjöm og Gnúpur, Þorsteinn hmngnir og Þórður leggjandi. Björn dreymdi um nótt að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímg- aðist þá svo skjótt fé hans að hann varð skjótt vellauðugur. Síðan var hann Hafur-Bjöm kallaður. Það sáu ófreskir menn að landvættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.“ Sannast hefur á Grindvíkingum að dugmiklir menn þroskast í fá- mennu samfélagi í harðbýlu landi. Ótrúlegt þykir að seint á 18. öld hlutu 14 bændur í Grindavík kon- ungsverðlaun fyrir garðyrkju. Héðan kom dr. Bjarni Sæmunds- son, fyrsti fiskifræðingur þjóðar- innar og einn merkasti fræðimaður ur okkar á öndverðri 20. öld og hér samdi Sigvaldi Kaldalóns sum feg- urstu sönglög sem við íslendingar eigum. Nú eru breytingar stórstíg- ar. Menn seyða ekki lengur hvera- brauð vestur í Eldvörpum. Nú bíð- ur þar aflmesta borhola í heimin- um þess að verða virkjuð. Austan megin við hana eru orkuverin í Svartsengi, en vestan megin salt- verksmiðja. í Staðarhverfinu sem ýmsir töldu vígt ördeyðunni er ris- in stórmerk fiskeldistöð. Þetta sannar að það er víðar en í ævintýrum sem undraveröld rís úr auðninni. Eg líkti ykkur áðan við unga í fuglabjargi sem fljúga úr hreiðri. Þeir efla vængþol í víðáttu geims- ins, en koma þó flestir í varpstað- inn aftur. Þeir eiga hvergi annars staðar heima. Til áréttingar því sem ég hef sagt kveð ég ykkur í nafni Fjölbrauta- skóla Suðurnesja með orðum víð- föruls hugsuðar og skálds sem að loknu löngu flugi settist að í hraun- inu hér austur í Herdísarvík: Veri blessað vort víðsýna, fámenna Frón. Hvílík framtíð f>ess börnum með stórleita sjón yfir vélar og vinnandi hendur. Peirra von standi hátt. Peirra vegur er beinn. Peim er veröldin opin sem staðist gat einn. Pað er einbúaviljinn sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strendur. Biðjum himnana vernda og leiða vorn lýð svo hans Ijós skíni bjart yfir ókomna tíð þótt það berist af börnunum fáu. Standi vœttirnar fornu um lá og um láð þarsem lífsverk af mikilli þjóð skyldi háð þar sem tindar og höf benda trú vorri og dáð á vor takmörk - hin fjarlœgu og háu. Megi gæfa fylgja ykkur og ást- vinum ykkar öllum. 16. starfsönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja er lokið.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.