Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 10

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 10
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjórn: JónTómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristján A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerö: Myndróf Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar ------------------------------------ HALLDÓRIBSEN: TIL FRÓÐLEIKS OG UMHUGSUNAR Ný lokið er einhverri lélegustu vetrarvertíð, sem um getur um langt árabil. Heildar þorskafli landsmanna fyrstu fjóra mánuði þessa árs, en það er það tímabil, sem handbærar tölur liggja fyrir um, var 110 þúsund tonn á móti 140 þúsund tonnum miðað við sama tímabil í fyrra. Þessi þorskafli skiptist þannig, að bátarnir öfluðu 73 þúsund tonn í ár, en 97 þúsund tonn 1983. Togararnir öfluðu 37 þúsund tonn í ár, en 43 þúsund tonn 1983. Þarna er munur á heildar þorskafla upp á 30 þúsund tonna minnkun á milli ára, miðað við fyrstu fjóra mánuði hvors árs. Aætlað er, að þessi 30 þúsund tonn séu um 375 milljón króna minnkun á aflaverðmæti á milli ára, og 750 — 800 milljónir króna minnkun í útflutningsverðmæti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hvaða áhrif þessi samdráttur í þorskafla hefur á afkomu útgerðar, sjómanna og annarra þeirra, sem hafa atvinnu beint og óbeint af fiskveiðum og fiskvinnslu. Af þessum tölum, sem getið er hér að framan sést, að aflasamdráttur hefur orðið meiri hjá bátunum en togurunum, eða 24 þúsund tonn hjá bátunum, en 6 þúsund hjá togurunum. Það sýnir okkur, að Suðumesjasvæðið hefur orðið tiltölulega illa úti í þessu ef ni, þar sem bátaútgerð er hlutfallslega mest hér á Suðumes jum. Til fróðleiks og umhugsunar fyrir þá, sem þessar línur lesa, er rétt að geta þess, að íyrstu fjóra mánuði áranna 1980 og 1981 var heildar þorskafli landsmanna 230 þúsund tonn hvort árið um sig, og sýna þessar tölur betur en nokkuð annað við hvaða vanda útgerðin í landinu og öll þjóðin á við að stríða. Það færi betur að íslenska þjóðin lærði að skil ja svo einfaldar staðreyndir, að það er ekki hægt til lengdar að eyða meiru an aflað er. Þessi ný liðna vetrarvertíð hefur um margt verið óvenjuleg, til dæmis var um síðustu áramót með löggjöf frá Alþingi ákveðið að skipta með kvóta þeim afla, sem heimilað var að veiða af hverri botnfisktegund fyrir sig, og var heildar þorskkvótinn fyrir allt árið 1984 ákveðinn 220 þúsund tonn. Þetta þurfti ekki að koma neinum á óvart, og síst af öllu útgerðar- mönnum, þar sem þeir umfram aðra hafa gert sér grein fyrir því, að fiskiskipaflotinn er of stór til þess að veiða óheft það magn, sem heimilað hefur verið að veiða, enda samþykkti aðalfundur L.Í.Ú., sem haldinn var á Akureyri síðast liðið haust, að tekið yrði upp kvótafyrir- komulag. Við þessar aðstæður fer ekki hjá því, að menn fari að hugsa alvarlega um það með hvaða hætti hægt sé að fá meira verð fyrir aflann en verið hefur, og hvemig megi draga úr kostnaði við veiðamar. Þetta tvennt fór saman í vetur hjá bátaflotanum á Suðurnesjum. Bátar áttu yfirleitt færri net í sjó, en að undanfömu, og svo var nánast róið alla daga þegar fært þótti, og því sára sjaldan dregið tveggja nátta, einnig vom þess dæmi, að bátar tóku upp hluta af netunum, þegar helgarfrí voru, og þýddi þetta nánast það, að mikið minna hlutfall af aflanum fór í lægri gæðaflokkana, þar af Ieiðandi hærra meðalverð per kíló, sem sagt meiri tekjur og minni kostnaður. Mikið vantar þó á að endar nái saman, og tap útgeröarinnar á árinu 1983 var rúm 20% af tekjum. Miðað við aflann fyrstu f jóra mánuði þess árs er ekki mikil von um betri afkomu útgerðarinnar á yfirstandandi ári. Sá samdráttur í þorskafla, sem ég hef gert að umtalsefni hér að framan sýnir okkur, að þorskstofninn er í vemlegri hættu. Ástæðan fyrir aflabresti bátaflotans er fyrst og fremst vegna þess, að fiskur kemur ekki nema í mjög litlu mæli til hrygninga á hinum hefðbundnu vertíðarsvæðum hér við suðvesturlandið. Það gefur okkur líka vísbend- ingu um það, að fiskifræðingamir hafa nokkuð rétt fyrir sér, þegar þeir segja, að hrygningarstofn þorsksins sé í algjöru lágmarki. Því segi ég það, að sú þjóð, sem hefur 75% af gjaldeyristekjum sínum frá sjávarútveginum og er ekki reiðubúin við þessar aðstæður að hægja á lífsk jarakapphlaupinu á meðan þorskstofninn er byggður upp að nýju á ekkert skilið annað en óðaverðbólgu, sem hlítur að draga til þess, að þjóðinni verður steypt í algjöra glötun fyrr en varir. íslenska þjóðin hefur áður þurft að takast á við þann vanda að byggja upp fiskistofna, sem hafa hmnið, nægir þar að nefna síldina og loðnuna, en báðir þessir fiskistofnar em á góðri uppleið og er farið að veiða úr þeim báðum aftur, nú síðast í vetur vom veiddar 437 þúsund lestir af loðnu, og á síðastliðnu hausti 136 þúsund lestir. Það er von mín, að þjóðin beri gæfu til að standa af sér þá erfiðleika, sem hljóta að verða þegar svona mikill aflabrestur á sér stað, sem raun ber vitni um, og að hún láti ekki misvitra pólitíska loddara ýta sér áfram til óhæfuverka, sem gætu komið öllu atvinnulífi í landinu á kaldan klaka. Að endingu vil ég í tilefni Sjómannadagsins senda sjómönnum mínar bestu árnaðaróskir með von um betri tíð. ólfsson. Það varð lítil mannabreyt- ing þarna um sumarið, þó var skipt um einn eða tvo menn og man ég að Olafur Þorvaldsson var þarna örugglega með okkur um tíma. Ég minnist þess að Ólafur Tryggvason, sem réði mig til verk- stjómarinnar, hafði orð á því við mig, snemma um vorið, hvort ég væri búinn að ráða mér mannskap. Sagði ég honum sem var, að ég væri búinn að ráða átta. „Það verður allt of lítið“ segir hann. „Lof mér að byrja með þessa menn“, segi ég „og við skulum sjá hvað kemur út úr því. Við getum þá bætt við fleiri mönnum síðar ef með þarf.“ En til þess kom sko ekki, að það yrði bætt við mönn- um. Ég hef aldrei nokkurn tíma unnið með samhentari og duglegri mönnum. Verklagninog útsjónar- semin var alveg einstök, enda var eftirlitsmaður rafmagnsveitunnar ánægður. Það var unnið eins og í stífasta akkorði, en þó var ekki um aðrar greiðslur að ræða fyrir þetta en tímakaup. Vinnutíminn var frá 07.30 - 19.00 á kvöldin. Við höfð- um einn 10 hjóla trukk til umráða, var hann keyptur af Setuliðseign- um og var Skúli Pálsson bílstjór- inn. Það gat varla heitið að við þyrftum að ryð ja nokkurt vegstæði við línulögnina, því að segja má að Skúla hafi tekist að koma trukkn- um yfir nánast hvað sem fyrir varð. Flestir staurarnir sem við reist- um standa enn. Þó hefur þurft að taka hluta línunnar niður, vegna 142-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.