Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 11
Ungmennafélagshúsið í Keflavík, ,, Ungó". Samkomuhús Keflvíkinga um langi árabil. Var í eigu Ungmennafélags Keflavíkur frá 1936 þar til á síðastliðnum vetri, en j>á var jmð selt einkaaðila. útþenslu byggðar bæði hér í Kefla- v'k og trúlega í Njarðvík og Garði líka. Staurarnir eru úr steinsteypu °g voru framleiddir af fyrirtæki í Reykjavík, sem nefndist Stein- stólpar hf. Hins vegar voru staur- arnir sem notaðir voru frá Hafnar- firði og suður að Stapa tréstaurar, eins og sjá má enn í dag. Það má geta þess hér að lýð- veldisfánastöngin okkar hér í Skrúðgarðinum í Keflavík er upp- haflega einn sams konar staur og Vð notuðum. En þannig var nú fánastöngin ansi lág og snubbótt. Bættu þeir Steinstólpamenn því við hana strax næsta ár og gerðu hana svona háa og tignarlega, eins og hún nú er. Hún er talin vera hæsta fánastöng á landinu og í sumar á 40 ára afmæli lýðveldisins, mun verða hafinn þar að húni, sem endranær á 17. júní, stærsti fáni hins frjálsa og fullvalda íslenska lýðveldis. Þar sem við byrjuðum okkar stauralögn komum við fyrir staura- samstæðu. Þaö var austast á Stap- anum, þar sm línan tekur beygju nt Stapann. Ég minnist þess að þarna var mikil klöpp og þegar við sprengdum holumar fyrir staura- samstæðuna stóð þannig á, að við vorum að missa frá okkur loft- Pressuna, sem við höfðum og lét eg því bora eins margar holur og kostur var og fyllti svo með sprengiefni. Þegar kom svo að því að sprengja, kveið ég nokkuð fyrir. Að sjálfsögðu breiddum við yfir holurnar trollvörpu og reyndum eins og kostur var að búa vel í hag- 'nn áður en sprengt var. Þarna rétt fyrir neðan var spít- alabygging frá Kananum. Þorði ég ekki annað en fara þangað og segja yfirmanninum að ég þyrfti að sprengja töluvert stóra sprengingu °g bað hann um að sjá til þess að halda öllum inni á meðan. Hann var hinn þægilegasti og tók mála- leitan minni vel. Svo þegar við vor- um búnir að hlaða varð ég að sprengja allt saman og láta skeika að sköpuðu. Varð þetta heilmikil sprenging og netið sem við settum yfir hvarf alveg, svo ekki sást möski eftir af því. Smágrjót hrundi yfir byggingamar hjá Könunum og fór ég því til yfirmannsins og sagð- ist vona að ekkert hefði komið fyr- ir hjá þeim, en hann sagði að allt væri í lagi hjá sér, þetta hefði bara verið svona smá loftárás og hló hann bara að þessu. Eftir að við vorum búnir að reisa staurana settum við upp einangr- ara og þar með var okkar verkefni lokið. Höskuldur Baldvinsson hafði svo umsjón með að strengja línuna, en slíkt er nákvæmnis- vinna. Segja má að staurarnir hafi staðið sig mjög vel og ég held að ég geti fullyrt að enginn staur hafi haggast nema þá af manna völd- um. Þegar straumur var kominn á Iínuna fór ég að fást við að endur- bæta raflagnir í húsum og leggja fyrir eldavélum og fleira sem til féll varðandi raflagnir. Skapaðist við þetta mikil vinna og hafði ég mann með mér í þessu. Það þurfti að mæla upp allar leiðslur, sem fyrir voru í húsum, Ieggja nýjar og tengja eldavélar, en rafmagnselda- vélar komu hér til sögunnar sam- hliða Sogsrafmagninu. Algengast var að menn keyptu sér eldavélar af þýskri gerð eða þá Rafha vélar. Fékk ég umboð fyrir Rafha vélar og seldi töluvert af þeim og var það þægilegt að hafa þetta á einni hendi. Þessar Rafha eldavélar reyndust mjög vel og eru sumar þeira enn í notkun. Ég minnist þess að það var mismunandi hvernig húsráðendur vildu láta tengja eldavélarnar. Það var ýmist að þær væru laustengdar eða fast- tengdar og mælti ég með því, enda taldi ég það öruggara og Raf- magnseftirlit ríkisins ráðlagði það fremuren hitt. Bíósýningarmaður í 36 ár Mig minnir að það hafi verið Eli- mundur Ólafs sem byrjaði að sýna hér kvikmyndir og sýndi hann þær í húsi, sem var áfast Bryggjuhúsinu að norðan og kallað var Salthúsið. Þar minnist ég að hafa komið einu sinni í bíó. Myndin hér Kútter Stormsvalan og er hún mér í fersku minni. Svo var það skömmu eftir að Elimundur hætti að sýna, að Guð- mundur Hannesson keypti vél og fór að standa fyrir kvikmyndasýn- ingum. Hann þurfti náttúrlega að FRAMHALD Á BLS. 156 Sandgerðingar eru stórtækir í byggingarmálum og bjartsýnir á framtíðina og a,vinnumöguleika staðarins. Mikið athafnalíf er í Sandgerði - eins og sjá má af jressari myndfrá höfninni. FAXI-143

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.