Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 21

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 21
MINNING Guðmundur Jónsson Rafnkelsstöðum FÆDDUR 18. JÚLÍ1892 DÁINN10. APRÍL 1984 Guðmundur Jónsson var fædd- ur að Hellum í Garði, það býli var í landi Utskála. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Jórunn Guðmundsdóttir ljósmóðir og Jón Asmundsson útvegsbóndi. Árið 1900 flytja foreldrar Guðmundar að Rafnkelsstöð- um, þá er Guðmundur var 8 ára. Við það býli var Guðmundur ávallt kenndur. Guðmundur var snemma dug- legur og knár athafnamaður, byrjaði snemma að stunda sjó á opnum skipum hér í Garði. Hann fór austur á firði, eins og það var kallað, til sjóróðra í nokkurár. Árið 1917 kynnist Guðmund- ur ungri stúlku, þegar hann er að koma að austan með skipi á leið til Reykjavíkur. Stúlkan hét Guðrún Kristbjörg Jónasdóttir frá Fagradal í Hólsfjallahreppi. Hún var þá að fara í Kennara- skólann í Reykjavík. Um haustið árið 1917 eru Guðmundur og Guðrún farin að búa í einu herbergi á loftinu á Rafnkelsstöðum, hjá foreldrum Guðmundar, og þar fæðast tví- burarnir Kristján Valgeir og Jón Garðar 2. apríl 1918. 2. apríl 1919 fæðist Jónas Frímann. Árið 1920 eru Guðmundur og Guðrún búin að kaupa Holt I af Einari Einarssyni Straumfjörð, stórt og mikið hús á tveim hæðum og kjallara. Árið 1920 fæðir Guðrún dreng 17. október, sem þau misstu mjög fljótlega. 22. nóv- ember árið 1921 fæðir Guðrún dótturina Karolínu Ásthildi, síð- ar eignast Guðrún og Guðmund- ur þrjá syni. Nú eru aðeins þrír synir á lífi og ein dóttir. Árið 1931 flytja Guðrún og Guðmundur aftur að Rafnkels- stöðum og stækka þau gamla húsið um tvö herbergi. Þá er Guðmundur farinn að gera út vélbátinn Vonina sem hann keypti með Jóni Jóhannssyni frá Sandgerði. Síðan keyptu þeir annan bát sem hét Þórólfur, hann slitnaði upp á legunni í Sandgerði og rak upp í fjöru og brotnaði. Eftir það kaupir Guð- mundur annan bát sem heitir Víðir og á hann einn. í framhaldi af því byggir hann fiskhús á Rafnkelsstöðum og hóf saltfisk- og skreiðarverkun af miklum krafti. Hann réri sjálfur á opnu skipi á haustin úr Rafnkelsstaða- vör. Guðmundur var grínisti mikill og komu oft snjallir brandarar af vörum hans. Einu sinni sem oftar réri hann með öðrum manni á litlu tveggjamanna fari inn í Leirusjó með tvö bjóð af línu, 500 króka bjóð. Það var róið undir dimmumótin í góðu veðri, það var tunglsljós og lýsti tunglið upp hafflötinn og réru þeir eftir tunglgeislanum. Eftir tvo tíma koma þeir aftur með fullan bát af ýsu. Þeir bera ýsuna í tágarkörf- um úr bátnum upp á stæði og sturta þar úr körfunum, þar er komin stór hrúga af ýsu, 650 kg. Eg er kominn að sækja ýsuna og flytja til Reykjavíkur. Eg segi við Guðmund: ,,Þið hafi fiskað vel.“ ,,Já“, segir hann, ,,það var lapp- arí að hafa ekki þriðja bjóðið“. Þannig var alltaf stórhugurinn í Guðmundi, jafnvel þótt hann vissi að báturinn bæri ekki afla af þriðja bjóðinu. Hann vildi eiga stóra báta sem fiskuðu mikið. Síðar átti Guðmundur marga stóra báta. Hann átti Rafnkel, Mumma og Víði II. og Sigurpál, sem voru með aflahæstu bátum við ísland. Síðar átti hann Jón Garðar og Kristján Valgeir, mjög stóra báta. Árið 1944 rífur Guðmundur gamla Rafnkelsstaða húsið, sem 1842 Bóndinn á Vatnsnesi drukknar A þessum árum bjó á Vatnsnesi v’ð Keflavík bóndi nokkur að nafni Nikulás. Að venju héldu kaupstaðarbúar í Keflavík brennu n gamlárskvöld. Fór Nikulás út í Keflavík, til að vera viðstaddur urennuna. En að morgni nýárs- dags I843 fannst hann örendur niðri í vörinni skammt frá bænum. Ef til vill hefur það verið í Básnum. P-G.: Annáll 19. aldar, II, bls. 167). 1843 Áraskipi hlekkist á Hin 3. maí 1843 lagði áraskip úr Keflavík vestur á Mýrar. Varð skipið fyrir ólagi og drukknuðu formaður og einn háseti. Hinum varð bjargað, sumum mjög að- framkomnum. Ekki er þess getið hvort skipið var úr Keflavík eða af Mýrunum, en ljóst er af ýmsum heimildum að Mýramenn hafa ver- ið fjölmennir á vetrarvertíðum í Keflavík á 19. öld. (P.G.: Annáll 19. aldar, II, bls. 205). 1843 Tveirmenn drukkna Að morgni 24. nóv. 1843 fund- ust látnir í lendingu í Keflavík tveir menn sem drukknað höfðu af bát um nóttina við lendinguna. Voru þeir báðir helfrosnir er þeir fund- ust. Mennirnir hétu: Hannes Hannesson, 37 ára, vinnumaður í Nýlendu. Árni Jónsson, 39 ára, bóndi í Nýjabæ. (Prestþjónustubók Útskála 1843). var timburhús, og byggir stórt steinhús á tveimur hæðum, hann byggði líka fjós og hlöðu úr stein- steypu. Allt voru þetta myndar- hús. Eftir 1952 byggir Guðmundur saltfiskverkunarhús í Sandgerði, stór hús með verbúð og beitning- araðstöðu. í framhaldi af því kaupir hann Garð hf., sem Loft- ur Loftsson átti, áður en Garður hf. varð til. Þar hafði Guðmund- ur frystihús og fleira. Hann byggði líka beinaverksmiðju, sem bræddi sfld og loðnu. Allt þetta rak hann undir nafni sínu, Guðmundur Jónsson. Guðmundur tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hann var kosinn í hreppsnefnd Gerðahrepps árið 1934 og sat í hreppsnefnd í 30 ár. Hann var í Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, Skreiðar- samlaginu, Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda, Ut- vegsbændafélagi Suðurnesja og mörgum fleiri félögum sem ekki verða talin. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum og tók oft til máls á fundum. Það var hlustað á hann með athygli, tillögur hans voru rökfastar og snjallar. Guðmundur var harðduglegur og þó hann hefði marga menn í vinnu vann hann ávallt mest sjálfur á meðan heilsa hans leyfði. Hann var alinn upp við nýtni, en hann var opinn fyrir öll- um nýjungum og fylgdist vel með nýrri tækni. Hann var tölva síns tíma, síst verri en sú tölva sem nú þekkist. Guðmundur var hjartahlýr og vildi hvers manns vanda leysa. Það verður svipminna í byggðar- laginu okkar, Garði, þegar Guð- mundur er farinn á bak við móð- una miklu. Við Garðmenn þökk- um honum fyrir allt sem hann var okkur, og við minnumst hans sem góðs drengs. Guðmundur Jónsson var jarð- aður frá Utskálakirkju 18. apríl 1984. Garði 3.5. 1984 Njáll Benediklsson 1844 Árabátur ferst í desember 1844 var mikil smá- ufsaveiði í Hafnarfirði. Fóru ýmsir af Suðurnesjum þangað á bátum sínum til veiða, jafnvel þó langt væri leitað í skammdegi á smáum flevtum. Hinn 12. desmeber 1844 héldu tveir menn úr Keflavík heim á leið með smáufsafarm sem veiddur var í firðinum. Undan Vatnsleysu- strönd lentu þeir í sterkviðri miklu FAXI-153

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.