Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 23

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 23
SKÓGRÆKT á Suðumesjum TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR um könnun á möguleikum á skóg- og trjárækt á Suðumesjum. Flm.: Geir Gunarsson, Salome Þorkelsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Guðmundur Einarsson, Kristín Halldórsdóttir. Alþingi ályktar að fela Skógrækt ríkisins í samráði við sveitarfélög og félagssamtök á Suðurnesjum að kanna hvaða landsvæði í eigu þessara aðila eru hæf til ræktunar trjágróðurs. Ef sh'k svæði reynast hæf til skóg- og trjáræktar leiti Skógræktin eftir samningum við sveitarfélög og félagssamtök á þessum slóðum um sérstakt átak til shkrar ræktunar þar sem aðstæður eru bestar. V____________________________/ Suðurnes hafa ekki verið þekkt að því í seinni tíð að skarta skógi og hrjóstur Skagans hafa verið tamari tungum landsmanna. Þó má ætla að hér hafi verið skógar og gróður- sælar lendur á landnámstíð. En hkur eru til að ofbeit hafi valdið uppblæstri og fjölbýli hafi snemma á öldum gengið nærri skógiendum svæðisins, einnig er ljóst að hraun eru ekki mjög gömul og því líkur á að jarðeldar hafi valdið skemmd- um á gróðri. Fólk leitaði hingað vestur á Skagann, ef fellir eða erf- iðleikar voru í heimabyggðum og kirkjuvaldið í Skálholti og aðrir þeir er réðu yfir mannafla, sendu margt manna „suður með sjó“ til sjófanga. Þetta leiddi til ofnytja á landinu. Það má því segja að Suð- urnesin hafi lengi átt það inni hjá þjóðinni að nokkru fé væri fómað til endurhæfingar landsins til skóg- ræktar og gróðurvemdar. Þó að því hafi verið haldið fram að við Suðurnesjamenn væmm staur- blindir á annað en þann gula (þorskinn) þá hefur mörgum einn- •g verið annt um græna litinn, það sýna nokkrar tilraunir sem gerðar hafa verið á þessari öld til skóg- ræktar. Þar skal fyrst nefna Sel- skóg, sem í 40 ár hefur verið að bæta við fegurð norðurhlíða Þor- bjamar. Þar barði áður norðan- garri urð og mel. Fádæma dugleg- ur kvenskörungur, Ingibjörg Jóns- dóttir, kennari, kom því til leiðar að hafist var handa um gróður- setningu trjáplantna og landið verndað fyrir ágangi búpenings með girðingu. Því er ekki að neita að Selskógur þyrfti meiri og betri umhirðu. Akjósaniegasti staðurinn, sem tekinn hefur verið undir skógrækt- artilraunir hér á Skaganum, er undir Háabjalla norðan Snorra- staðatjarna og undir Stapahlíðum norðan Seltjarnar í svonefnum Sólbrekkum. Þar mun Siguringi Hjörleifsson, kennari og tónskáld, hafa verið aðal driffjöðurin. Undir Háabjalla vom félagar úr Suður- nesjafélaginu í Reykjavík að verki fyrstu árin undir stjórn fomstu- manna félagsins, en starfsemi fé- lagsins dvínaði og þar með áhugi og eftirlit með Háabjallasvæðinu, sem var þó búið að girða. Þar í skjóli hárra kletta hafa grenitré náð ágætum þroska orðið há og tignarleg, en umgengni hefur verið til vanhelgunar svo góðri tilraun. í Sólbrekkum naut Siguringi að- stoðar Skógræktarfélags Keflavík- ur. Þar er nokkru næðingssamara en undir Háabjalla. Skógrækt virðist þó eiga góða möguleika þar, ef að er hlúð og um er hirt. Vonandi verður þessi þings- ályktunartillaga þingmanna okkar Reyknesinga til að örfa almennan áhuga hér fyrir skógrækt og fegrun svæðisins - minnug þess að land- rækt er af sama stofni og mann- rækt. J IP' Hér eru eigendur húsgagnaverslunarinnar Duus, hjónin Hallfríður Ingólfs- dóttir og Karl G. Sœvar, í einu horni nýja verslunarstaðarins, sem er mjög ''kemmtilegur og bjartur. J Björk Birgisdóttir verslunarstjóri í málningardeild við hlið Kristins Guðmunds- sonar forstjóra og aðaleiganda Dropans, sem auk málningar er með mikið urval af teppum, - bæði sérhönnuðum og í rúllum. DROPINN OG DUUS í NÝTT HÚSNÆÐI Tvær stórverslanir fluttu nýlega í glæsilegt verslunarhús Suður- nesjaverktaka við Hafnargötu. Dropinn hefur lengi verið í alltof þröngu húsnæði að Hafnargötu 80 - en hefur nú fengið verslun- arhúsnæði á tveimur hæðum, alls um 900 m2. Þarna er mjög góð verslunaraðstaða, sama er að segja um húsnæði það er verslun- in Duus hefur fengið í hinum enda hússins - örlítið minna pláss en bjart og fallegt húsnæði fyrir húsgagnaverslun. GRINDAVIK Þeir sem skulda útsvar eða fast- eignagjald eru áminntir um að hafa samband við innheimtuna nú þegar svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum. Forðist óþægindi og auka- kostnað. Bæjarsjóöur - innheimta FAXI-155

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.