Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 28

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 28
fyrir sig fótunum „stíga ölduna" á lítilli skel... Til þess þarf útsjónarsemi og lagni sem kemur að góðum notum þeg- ar meira er færst í fang á stórum og dýrum skipum. Farsæld Grétars á von- andi eftir að færa honum margar afla- konungs kórónur. Aflakóngur í Grindavík Þórður Pálmason Hann var skipstjóri á m/b Höfrungi II GK 27 sem er í eigu Hópsness h.f. í Grindavík. Þórður er fæddur að Búðum í Fá- skrúðsfirði 1945 og hóf sjómennsku þaðan. Hann fluttist suður 1966 og settist þá í Sjómannaskólann. Þá hafði hann verið tvær vertíðir í Grindavík. Hann hóf formennsku strax eftir skóla á Sigurbjörgu SU, sem faðir hans Pálmi Þórðarson gerði út frá Grindavík. Síð- an hefur hann verið skipstjóri ýmist í Þorlákshöfn eða Grindavík. Hann hef- ur ávallt verið aflasæll og nú aflakóng- ur í Grindavík. Hundar í Keflavík ekki alsaklausir Eg var að koma úr sjúkravitjun og var í fordyri sjúkrahússins í Keflavík er óttaslegin ung kona með bam í fangi kom hlaupandi á móti mér og spurði um lækni. Hundur hafði bitið barn hennar og hún vissi greinilega að hundsbit geta verið hættuleg, jafnvel þó ekki sé um hundaæði að ræða. Dálítil brögð eru að því að komið sé á sjúkrahús Kefla- víkur til að leita aðgerða vegna hunds- bits, um 10 til 12 á ári. Einkum er þá um börn að ræða, sem annað hvort í leik eða við áreitni hafa espað hunda. Oftast eru áverkarnir litlir og hættu- lausir, bit eða klór á útlimum, stöku sinnum sér á andliti og þá talið sjálfsagt að leita læknis. Allt of mikið er um það að hundar séu einir og eftirlitslausir á rangli. Slíka hunda ætti að tilkynna til lögreglu eða hundaeftirlitsmanns samstundis og að- vara börn um að forðast þá. Baðstofan er stolt okkar Keflavíkinga, en þar leggja fleiri Suðurnesjamenn listkrafta sína fram. Baðstofustarfið hófst fyrir tilstuðlan Erlings Jónssonar, handavinnukenn- ara, sem væntanlega hefur séð að list- færni nemenda sinna var afar góð og hlaut að byggjast á eiginleikum for- eldra þeirra og smekkvísi á heimilum þeirra. Hann barðist því fyrir því að fjölþætt listþjálfunarstarf færi fram hér í skólanum, þar sem ungum sem eldri væri leiðbeint og þeim gefinn kostur á þjálfunaraðstöðu. Þannig varð Bað- stofan til. Síðan hafa fjölmargar sýn- ingar verið haldnar á verkum Baðstof- unnar, framan af voru sýningarhlutir úr flestum, ef ekki öllum listgreinum, en í seinni tíð hefur málaralistin orðið sterkust og því stundum eingöngu ver- ið málverk og teikningar, sem prýtt Keflavík Innheimtuaðgerðir vegna ógreiddra gjalda til Keflavíkur- bæjar eru hafnar. Vinsamlegast gerið skii hið fyrsta. Innheimtustjóri. hafa sýningarsali Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Keflavík. Þetta tel ég heldur miður. Ekki svo að skilja að myndlistin sé ekki verðugt sýningarefni. Það er með ólíkingum hve margir þroskaðir, og færir myndlistarmenn hafa vaxið upp úr jarðvegi Baðstofunnar. Vitan- lega er það fyrst og fremst því að þakka hve góðs kennaraliðs nemendurnir hafa notið. Eg heyri t.d. alla þá er ég hef rætt við ljúka upp einum munni um að Eiríkur Smith, sem hefur verið þar aðalkennari síðan haustið 1975, sé frá- bær leiðbeinandi. Nú sér hann um eldri deild — þar er fólk sem hefur verið hjá honum eitt kvöld í viku í nokkra vetur. Alls 14 nemendur. Ég hef séð verk nokkurra þeirra, sem verða á vorsýn- ingunni 16. til 24. júní. og eru mörg þeirra verka mjög góð og sýna að fólk þetta er í stöðugri framför — raunar komið af því stigi að teljast frístunda- málarar. Hinum hópnum kennir Jón Gunnarsson, listmálari. Þau eru 19 að tölu og mörg þeirra mjög efnileg í list- sköpuninni, en yfirleitt styttri máms- tími að baki. Allt þetta fólk mun eiga myndir á fyrrgreindri sýningu— allt að 22 frá sumum þeirra, svo að búast má við fjölskrúðugri og fallegri sýningu. Nöfn þátttakenda fara hér á eftir: Soffía Þorkelsdóttir Sigríður Rósinkarsdóttir, gjaldkeri Þórunn Guðmundsdóttir Halldóra Óttósdóttir Kolbrún Guðmundsdóttir Asta Arnadóttir, formaður Dórothea Jóhannsdóttir Skarphéðinn Agnarsson Óskar Pálsson Guðmundur Maríusson Steinar Geirdal Willy Welhelmsen Nikolai Bjarnason Pálmi Viðar Elsa Hœrtervíg, forsvarsmaður hópsins Þórey Ragnarsdóttir Anna Þorbergsdóttir Sigríður Dúa Goldvorthy Þóra Kjartansdóttir Steinunn Kjartansdóttir Kristjana Sigurjónsdóttir Kristín Sœmundsdóttir Kolbrún Vídalín Gretarsdóttir Guðbjörg Lilja Jónsdóttir Helga Sif Jónsdóttir Ólöf Anna Guðjónsdóttir Brynja Arnadóttir Anna Karen Friðríksdóttir Ósk Guðmundsdóttir Svanhildur Eiríksdóttir Björg Alexandersdóllir Skúli Óskarsson Marel Sigurðsson ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudagsmorg- uns, á tímabilinu 1. júní til 1. september. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps 160-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.