Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 31
Við eigum undir högg að sækja. Mjög erfitt er um alla fyrirgreiðslu og á neikvæð umræða um sjávarút- veg meðal landsmanna sinn þátt í því. En þó er það nú svo, að það er fyrst og fremst sjávarútvegurinn sem heldur þjóðfélagi okkar gang- andi, hvað sem síðar kann svo að verða. Kvótakerfið eins og það hefur verið framkvæmt stenst ekki til frambúðar í núverandi mynd. Aðeins það eitt að efnilegum ung- um mönnum er gert ókleift að vinna sig upp með núverandi fyrir- komulagi er fullgild ástæða til end- urskoðunar, en fjölmargt fleira kemur svo þar til að auki. í vor hafa farið fram mjög kostnaðarsamar endurbætur og lagfæringar á Vatnsnesinu og höf- um við leigt það norður á Siglu- fjörð, en þaðan mun það stunda rækjuveiðar í sumar. Þegar við tökum upp netin verður svo Staf- nesið verkefnalaust þar til það fær trúlega að veiða einhvem síldar- skammt í okt. - nóv. í haust og trúlega munum við þá einnig eiga eftir um 1(X) tonna bolfiskkvóta fyrir annan bátinn. Það er auðvitað rétt að íslenski flotinn er of stór í dag, sérstaklega togaraflotinn. Sjálfsagt væm mörg utgerðarfyrirtæki hér á svæðinu nú hetur stödd, ef þau hefðu haldið ufram sinni bátaútgerð, en ekki farið að gera út togara. Við vitum nú ekki hvað framtíð- 'n ber í skauti sér, en því er ekki að 'eyna, að hugur okkar stefnir fram a við. Það er alls ekki neitt upp- Sjafarhljóð í okkur. Við vonumst eftir að njóta hér eftir sem hingað t‘l góðs samstarfsfólks og velgjörð- armanna og þess svigrúms við rekstur okkar sem nauðsynlegt er. Margt er nú í deiglunni varðandi flskeldi, þannig að nú er varla sá talinn maður með mönnum, sem ekki á einhver seiði í baðkari. flurfum við að fylgjast vel með á því sviði. Það er svo einnig ljóst að etgnir okkar eldast og ganga úr sér svo ýmislegt þarf að aðhafast til að halda í horfinu. Núverandi óvissa varöandi sjávarútveginn er mjög hagaleg. Veldur hún því að menn halda fremur að sér höndum og atkoman út úr bæði saltfisk- og skreiðarverkun að undanfömu er 'angt frá því að vera þannig að utenn fyllist bjartsýni. Nú liggjum v*ð t.d. með um tveggja áraskreið- arbirgðir og ekki eykur það svig- rumið til athafna þegar afurðirnar faraekki úrlandi. Snemma beygist krókurirm Hér að framan hefur verið rakin starfs- og athafnasaga viðmælenda °kkar síðustu 15 árin, en þess er M/b Stafnes KE 130. 149 tonna stálskip byggt í Noregi árid 1963. Úr fiskhúsinu. Til vinstri sér á bakið á Hilmari og fyrir miðju sést Höskuldur handleika ,,aulaþorsk“. enn ógetið að reyndar hafa þeir nú fylgst að 20 árum betur, eða með öðrum orðum allt sitt líf. Þeir ólust upp við Framnesveginn, þá götu bæjarins sem liggur þvert um Vatnsnes og skildi þar eitt hús heimili þeirra að. ,,ÁUa eða níu ára gamlir lögð- um við inn okkar fyrsta fisk undir okkar nafni, Hilmar og Oddur, svo að ef það er tekið með í reikn- inginn má segja, að við höfum staðið í útgerðarvafstri nokkuð lengi. Sá fiskur veiddist við Bás- brygguna, enda var það nærtæk- asta veiðisvæðið og reyndar það eina, sem við fengum að stunda nokkurn veginn óátalið á þeim ár- um. Þaðan var nú ansli langt að fara með kolann inn í Fiskiðju, svo við tókum okkur þá til og smíðuð- um okkar kassabíl til að létta okk- ur það erfiði. Svo komumst við líka upp á lag með það á veturna, að snapa í beitingarskúrunum við Básveginn, keilu, tindabikkju og annað sem þar féll til.“ Þetta skemmtilega innskot er augljós sönnun þess, að þeir félag- arnir hafa, allt frá fyrstu tíð, verið óvenju fylgnir sér, útjónasamir og sjálfstæðir í rekstri sínum. Arin hafa liðið, Básbryggjan og Fiskiðjan er hvort tveggja horfið og þeir félagarnir eru fluttir af Framnesveginum, en stutt er enn milli heimila þeirra, sem nú eru við Heiðarhorn, og þar eru nú að vaxa úr grasi samrýnd börn. Athafna- svæði þeirra er ósnortin holt og móar og þar er útsýnið fagurt um víkur og nes. K.A.J. Það besta er aldrei of gott fyrir þig. TIL í MÖRGUM STÆRÐUM - GOTT VERÐ. AÐALSTÖÐIN { Bílabúö - Sími 1517 FAXI-163

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.