Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 34

Faxi - 01.06.1984, Blaðsíða 34
( -------------------------------N MILDIAÐ EKKI VAR MANNTJÓN A ellefta tímanum að kvöldi fimmtudagsins 24. maí s.l. varð mjög harður árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Aðalgötu í Keflavík. Þrjár stúlkur voru í stórum amerískum bíl á leið norður eftir Hringbraut (sem er aðalbraut) en Ísafjarðarbíll kom akandi vestur Aðalgötu. Aðalbrautarbíllinn lenti á miðjum Ísafjarðarbílnum og henti honum gegn- um volduga girðingu og langt inn á húslóð. Ö-bíllinn, sem ók norður Hring- braut snéri til suðurs er darraðardansinum laik, en var þó enn á Hringbraut- inni. Sennilega eru báðir bílarnir gjörónýtir, en fólkið slapp ótrúlega vel frá þessum harða árekstri. Góðir möguleikar á Reykjanesskaga Margháttaður iðnaður útheimt- ir mikla gufu til framleiðslunnar og af gufu búum við vel hér á Skagan- um. Það hefur komið í ljós að virkj- uð jarðgufa kostar hér um einn þriðja á við gufu framleidda við kolaeld í nágrannalöndunum. T.d. er talið að tonn af gufu kosti 5 dollara í Skotlandi, en ekki nema 1 1/2 doilar í Svartsengi. Formaður stóriðjunefndar, Birg- ir ísleifur Gunnarsson, hefur upp- lýst að leitað hafi verið til banda- rísks fyrirtækis, Batelle, eftir ráð- gjöf um hentugustu kosti til iðn- framleiðslu með þessum hætti. Gufan er geysilegur orkugjafi en hingað til hefur hún nær eingöngu verið notuð hér til rafurmagns- framleiðslu og til hitunar húsa, beint eða með varmaskiptum. Meginhluti gufusvæða íslands eru fjarri mannabyggðum og því er eina leiðin til að nýta hana að láta gufu snúa hverflum (túrbínum) til rafurmagnsframleiðslu. Hér á Skaganum eru hins vegar ákjósanlegustu aðstæður til hag- kvæmrar nýtingar þessa ódýra orkugjafa. Hér er nægt landrými. margar hafnir og aðrar samgöngur betri en annars staðar á landinu og fólk lætur sig ekki vanta á þeim stöðum þar sem hagkvæm búseta er fyrir hendi. Hafnir eru nauðsyn- legar, þar sem stóriðnaði fylgir oft mikill þungavamingur, bæði til og frá iðnverum. Til að framleiða súr- ál, sem mikið er notað hér á landi og á væntanlega eftir að stór auk- ast, þarf mikla gufu, en það þarf líka mikið af steinefnum, sem flytja þarf til súrálframleiðslunnar. Hafnir okkar Suðurnesjamanna geta því orðið hagkvæmar og at- hafnasemi þar mikil við fleira en fiskveiðar, þó þess sé vænst að fiskveiðar og jafnvel fiskeldi skapi höfnum okkar enn um langa fram- tíð mestar annir. Margvíslegur léttur iðnaður á vafa lítið eftir að vera hér arðvæn- legur við hagnýtingu gufuorkunn- ar. Ef pólitískt andstreymi eyði- Ieggur ekki heimsbyggðina og þró- unin verður með eðlilegum hætti má búast við, að Reykjanesskag- inn'verði innan fárra áratuga þétt setinn af fólki og framleiðslufyrir- tæk jum - allt iðandi af iðjusemi og framtaki hamingusamra íbúa. JT. Nýja heilsugœslustöðin formlega tekin ínotkun nú ímánaðarlokin. Hún varsýndgestum og blaðamönnum föstudaginn 25. maí s.l. Eins og myndin sýnir er hún í beinum lengslum við Sjúkrahúsið og mun jxtð vera til beinnar hagræðingar og auðvelda samskipti lœkna og starfsliðs sjúkrahússins og heilsugœslustöðvarinnar. v__________________________________________________________________________________________ J 166-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.