Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 5
Eiríkur Alexandersson Það þarf varla að kynna Sam- band sveitarfélaga á Suðumesj- um, S.S.S., fyrir hinum fasta les- endahópi Faxa, Suðumesjamönn- um. A landsmóti ungmennafélag- unna, sem haldið verður í Keflavík °g Njarðvík 13. til 15. júlí n.k., verður blaðinu dreift, og munu því gestir mótsins bætast í lesendahóp- ínn að þessu sinni. Þess vegna þótti rett að gera stutta grein fyrir sam- bandinu. Landshlutasamtök sveitarfélaga voru stofnuð í öllum kjördæmum landsins, nema Reykjavík, á árun- um 1964-1969, eða eldri samtök- um, sem fyrir vom í umdæmunum, var breytt í slík samtök. Mörk landshlutanna voru alls staðar hin sómu og kjördæmanna, nema í Fjórðungssambandi Norðlend- lnga, F.N., sem nær yfir tvö kjör- dasmi, Norðurlandskjördæmi eystra og vestra. Síðla árs 1964 v°ru stofnuð Samtök sveitarfélaga 1 Reykjanesumdæmi, SASÍR, sem skiptust í tvennt með tilkomu S.S.S. 16. nóvember 1978. f árslok 1982 gekk Reykjavíkurborg til samstarfs við sveitarfélögin, sem eftir voru í SASÍR og myndaði með þeim Samband sveitarfélaga á höfuöborgarsvæðinu. Landshluta- samtökin era því 7 að tölu. Auk Þeirra, sem þegar hafa verið nefnd, eru Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, S.S.V., Pjóðungssamband Vestfirðinga, F V., Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, S.S.A. og ^amtök sunnlenskra sveitarfélaga, SASS. Landshlutasamtökin era sam- starfsvettvangur og hagsmuna- og Þjónustusamtök sveitarstjómanna °g hlutverk þeirra er m.a. að stuðla að auknu sjálfstæði byggð- anna og auka þátttöku fólks í stjórnum eigin mála, að bæta stað- óundna þ jónustu og stuðla að upp- Hvað er S.S.S.? byggingu fjölbreyttara atvinnulífs um landið. í Sambandi sveitarfélaga á Suð- urnesjum eru kaupstaðimir þrír Keflavík, Njarðvík og Grindavík auk hreppanna Miðneshrepps, Gerðahrepps, Vatnsleysustrand- arhrepps og Hafnahrepps. í sveit- arfélögunum öllum eru nú rösk- lega 14000 íbúar, en rúmlega 5000 manns til viðbótar búa að staðaldri á Keflavíkurflugvelli, sem er sér- stakt lögsagnarumdæmi en ekki sveitarfélag. Upphafið að formlegri sam- vinnu sveitarfélaganna á Suður- nesjum má rekja allt til ársins 1946, er þau sameinuðust um byggingu Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs, sem tekið var í notk- un 1953. Frá þeim tíma allt til árs- ins 1971 var samvinna sveitarfélag- anna óveruleg, en það ár var Sam- starfsnefnd sveitarfélaga á Suður- nesjum kosin í fyrsta sinn. Með samstarfsnefndinni hófst svo markviss samvinna sveitarfélag- anna, sem hefur vaxið og dafnað síðan og leiddi til stofnunar form- legra landshlutsasamtaka 1978, eins og áður er sagt. S.S.S. hefur að ýmsu leyti sér- stöðu meðal landshlutasamtak- anna. Stuttar vegalengdir, hkir hagsmunir og áhugamál og mikil samstaða hafa valdið því, að sam- vinna hér er meiri en gerist í öðrum landshlutum. Til þess að gefa nokkra hug- mynd um stærstu verkefnin mætti nefna, að sveitarfélögin í S.S.S. reka saman sjúkrahús, heilsu- gæslustöðvar, dvalarheimili aldr- aðra, embætti heilbrigðisfulltrúa, fjölbrautaskóla, brunavamir, sorpeyðingarstöð og sorphirðu. Þau renna nýjum stoðum undir at- vinnulífið með því að hlutast til um stofnun fyrirtækja svo sem Hita- veitu Suðurnesja, Sjóefnavinnsl- unnar h/f og með iðnráðgjöf og stofnun iðnþróunarfélags. Þau vinna að landvemd og land- græðslu, með því að friða utan- verðan Reykjanesskagann, rækta hann upp og verja ágangi búfjár, og einnig með þátttöku í fólkvöng- unum tveim, sem kenndir era við Reykjanes og Bláfjöll. Þannig mætti lengi telja, en þetta verður að nægja að þessu sinni. Afram er haldið að sinna þeim verkefnum, sem sveitarstjómimar koma sér saman um, að betra sé að leysa sameiginlega heldur en hver í sínu horni. Framtíð S.S.S. virðist því tryggð, a.m.k. þangað til að Suðurnesin verða eitt sveitarfélag. Eiríkur Alexandersson framkvæmdastjóri S.S.S. NÝTT SÍMANÚMER sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar: Sími Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja í Keflavík, verður 92-4000 frá og með föstudeginum 29. júní 1984. Sími 92-4000 Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Suðurnesja. Þetta tilkynnist hér meö EYJÓLFUR EYSTEINSSON FORSTÖÐUMAÐUR FAXI-173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.