Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 16

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 16
Karl áttrœður ásamt konu sinni og börnum. Frá vinstri: Guðlaug, Karl, Hörður, Dagrún, Þórdís og Hanna María. ,,JÚ, en þú verður að koma aftur á morgun. Ég ætla að fá eina prufu ennþá og svo getum við troðið upp“ Petta fór sem sagt svona, að það ómögulega var framkvæmt. Feng- um við yfirleitt góða dóma fyrir leik okkar og í sumum tilfellum mjög góða. Meðal þeirra sem þama léku man ég eftir Helga S. sem lék sýslumanninn og Elínu Jónsdóttur (konu Guðmundar skólastjóra), sem lék sýslumannsfrúna. Guðrún Bergmann og Ingibjörg Olafsdótt- ir léku dætur herragarðseig- andans, en hann var leikinn af Erlendi Sigurðssyni, ef ég man rétt, og Arinbjörn lék Skrifta- Hans. Þegar þetta skeði var ég nú dá- lítið búinn að fást við að leika áður. Er mér það minnisstætt að fyrsta leikritið, sem ég lék í, hét Pólitísk blindni. í því leikriti lék ég þjón hjá þingmanni nokkmm, sem var mjög önuglyndur, og var ég alltaf á þönum í kringum hann. Þingmanninn lék Elintínus Júl- íusson, var hann smellinn leikari og fékkst hann töluvert við að leika, hér fyrráárum. Eittafstærri leikritunum, sem við lékum á þess- um árum, og líklega það síðasta þá um árabil, var Gleiðgosinn. Helgi S. lék aðalhlutverkið, sjálfan gleiðgosann, og var hann jafnframt leikstjórinn. Arinbjöm lék mektarkarl og Dagmar Páls- dóttir konu hans. Áttu þau tvær dætur, sem komu við sögu. Aðra þeirra lék Pórunn Ólafsdóttir (kona Helga S.) og hina dótturina lék Jensína Jónsdóttir (Dídí kona Ragnars Bjömssonar) og var hún aðal mótleikari minn, en ég lék Stöger aðstoðarkennara elskhuga hennar og vorum við í hálfgerðu tilhugalífi þarna í leiknum. Var ég ákaflega feiminn og upp- burðarlaus á frumsýningunni. Minnist ég þess sérstaklega að pabbi hennar Dídíar sat á fremsta bekk og gamli maðurinn hló svo dátt að tárin runnu niður kinnar hans og Dídí var alveg komin að því að springa af hlátri. Ég var þarna með alls konar orðatiltæki, sem vom svo einkennileg og skrýt- in. Til dæmis átti hún að kalla mig ástmög sinn, en ekki elskhuga og annað eftir því. Ég tók sem sagt kennarahlutverk mitt mjög alvar- Iega og var sannur málhreinsunar- maður, en mín heittelskaða tók at- hugasemdunum ákaflega vel, þótt furðulegar væm margar hverjar. Dídí var ákaflega lifandi í hlut- verki sínu og var gott að leika á móti henni. Gleiðgosinn gekk mjög vel og fékk góða dóma og tókum við leik- ritið upp tvö ár í röð, en einhverjar breytingar urðu nú á hlutverka- skipuninni. Minnist ég þess í því sambandi að Dídí lék ekki alltaf mína heittelskuðu, því það hlut- verk léku einnig um einhvern tíma, þær Ágústa Ágústsdóttir og Guðrún (Dúna) dóttir Eyvindar Bergmann. Það var ákaflega gam- an að taka þátt í þessari leikstarf- semi, léttleikinn í þessu var mikill og félagsandinn var sérstaklega góður á þessu tímabili, þetta var afar samstæður flokkur. Svo aftur löngu seinna þá var ég með í leikstarfseminni, sem þá var endurvakin eftir nokkurt hlé. Var þá stofnað leikfélagið Stakkur og ORÐSENDING Að gefnu tilefni vill Hitaveita Suðurnesjataka fram að orkuverið í Svartsengi er aðeinstil sýnis kl. 13 -18 laugardaga og sunnudaga. í móttökusal orkuversins er myndband um starfsemi hitaveitunnar, sem gestum er boðið að skoða. Jafnframt skal vakin athygli á því að allar aðrar heimsóknir þurfa að vera í samráði við umráðamenn orkuversins. HITAVEITA SUÐURNESJA SÍMI 3200 - KEFLAVÍK 184-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.