Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 21

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 21
unarforstjóra, hjúkrunartræð- ■nga, ljósmæður, ungbamaeftirlit, fyrir lyf og sjúkragögn og búnings- klefar starfsfólks. Rými fyrir þessa starfssemi er 530 m2. Þeir 200 m2 sem ótaldir eru, verða nýttir sameiginlega af Sjúkrahúsinu og Heilsugæslunni, en þar í er talið anddyri, móttöku- herbergi og aðstaða fyrir ritara, símavörslu og annað. Eg vil að lokum þakka heibrigð- ■sráðherra og ráðuneyti hans, Landlæknisembætti, svo og héraðs- lækni, aðstoð, velvilja og skilning okkur sýndan. Alþingismönnum kjördæmisins fyrr og nú, veitta hjálp við fjár- magnsútvegun. Seitarstjórnar- mönnum fyrir þeirra hlut, en sveit- arstjórnirnar hafa ætíð verið reiðu- búnar að styðja framgang heil- hrigðismála í héraðinu. Hönnuðum, verktökum og starfsmönnum þeirra eru þökkuð góð störf svo og umsjóna- og eftir- litsaðilum. Ýmis félagasamtök og einstaklingar hafa gefið stöðinni lækningatæki og listaverk, sem síð- ar verður greint frá, og eru þeim fluttar bestu þakkir. Að síðustu vil ég þakka með- nefndarmönnum mínum í bygg- ■ngarnefndinni og Eyjólfi Ey- steinssyni, gott og ángæjulegt sam- starf. Eg óska þess að Heilsugæslu- stöð Suðurnesja megi með Guðs hjálp og góðra manna, um ókomna framtíð gegna því mikil- v$ga hlutverki sem hún er byggð til. MINNING ÞORVALDUR GÍSLASON FRÁ HRAUNI í GRINDAVÍK FÆDDUR 3. FEBRÚAR 1919 DÁINN11. MAÍ1984. Þorvaldur Gíslason frá Hrauni í Grindavík lést í bifreið sinni 11. maí s.l. er hann var á leið heim frá Reykjavík. Hann var fæddur að Hrauni 3. febrúar 1919, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur frá Ein- landi og Gísla Hafliðasonar frá Hrauni. Þegar Þorvaldur fæddist var Hraunsheimilið mikið höfuð- ból — og hafði verið það lengi. Bjartsýni og framtak aldamóta- fólksins réði þar ríkjum. Heimil- ið var stórt og fjölmennt. Utgerð og landbúnaður héldust í hend- ur. Hafliði var minnisstæður fjör- maður og stjórnsamur og naui hann ágætrar konu sinnar Sigríð- ar Jónsdóttur við stjómsýslu heimilisins, enda farnaðist börn- um þeirra vel er stundir liðu. Við þessar erfðir ólst Þorvald- ur upp hjá góðum foreldrum. Gísli tók við forustu Hrauns- manna við lát föður síns a.m.k. út á við og var vel þekktur Grindvíkingur á sinni tíð — gegndi ýmsum opinberum störf- um fyrir sveitarfélagið og Mar- grét kona hans var ein mildasta og hugljúfasta kona í byggðar- laginu. Miklir breytingatímar urðu í Grindavík á uppvaxtar og manndómsárum Þorvaldar. Vél- væðing í útvegi og stækkun fiski- skipa færðu athafnalífið að Hop- inu. Hann hóf ungur sjómennsku við þessar breyttu aðstæður og leitaði raunar á ný mið. Hann réðst á togara er hann var 24 ára — en þar var nokkur framavon framsæknum ungum mönnum. Þar slasaðist hann og varð að hætta sjómennsku. Þá gerðist hann vélamaður við Hraðfrysti- hús Grindavíkur og vann sig þar upp í forstjórasætið. Hann barð- ist þar með fádæma dugnaði við fjárskort og margháttaða erfið- leika í þeim rekstri í níu ár, eða þar til að hann missti heilsuna 1982. Þá var honunt ekki hugað líf, en náði þó nokkrum bata. Hann var ekki þeirrar gerðar að gefast upp þó að á móti blési. Á stund milli erfiðra veikindakasta hóf hann útgerö með Sigurði bróður sínum — en saman bjuggu þeir alla tíð á föðurleif sinni að Hrauni. Hann lést á lokadag, eins og að framan getur og var jarðsunginn að Staö 26. maí s.l. Þorvaldi þakka ég góö kynni og fjölskyldu hans votta ég sam- úð. Jón Tómasson. MINNING SVEINN EINARSSON FÆDDUR 24. JÚNÍ1920 DÁINN 28. JÚNÍ1984 Að morgni dags 29. júní síð- astliðinn, var mér sagt að hann Denni hefði dáið kvöldið áður. Flestir sem til þekktu vissu í hvað stefndi, en þegar kallið kemur virðist enginn því viðbúinn, og engu að síður var andlát hans mér þungbært, því þar fór góður drengur. Sveinn eða Denni eins og hann var ætið kallaður af þeim sem hann þekktu var elstur þriggja bræðra. Foreldrar hans voru Elísabet Sveinsdóttir og Einar Guðmundsson mikil sæmdar hjón og öllum eldri Kefl- víkingum að góðu kunn á meðan þau lifðu. í nóvember 1977 lést yngsti bróðirinn Sverrir, svo í dag er Leifur einn eftir þeirra bræðra. Denni var fæddur hér í Keflavík á Jónsmessu fyrir 64 ár- um og strax á unga aldri fór hann að vinna öll algeng störf, eins og algengt var í sjávarplássum eins og Keflavík var þá. Faðir hans fékkst við útgerð og því lá leiðin á sjóinn. Þegar hann var 15 ára fór hann á reknet á Úðafossi, fyrir Norðurlandi, en þann bát átti faðir hans, sjómennsku stundaði liann síðan að mestu næstu ár, unt árabil starfaöi hann hjá Olíufélaginu hf. á Keflavík- urflugvelli og síðan Aðalstöðinni hf. við bensínafgreiðslu, nú síð- ustu árin ók hann leigubifreið. I mars 1963 gengur hann að eiga Stefaníu Magnúsdóttur, sem ættuö er frá Þórshöfn og eignuðust þau tvö börn, en þau eru Elísabet Berglind sem fædd er 16. október 1964 og Einar Sig- urbjörn fæddur 1. apríl 1966. Denni var sérstaklega barngóð- ur, og kom það ekki hvað síst fram í því hve annt honum var um velferð barna sinna og fór það ekki fram hjá neinum sem heyrði hann um þau ræða hvern hug hann bar til þeirra. Það sem einkenndi Denna sérstaklega var þrifnaður og snyrtimennska svo af bar, hann var vinur vina sinna og sannur vinur lítilmagnans. í hugum ástvinanna er nú sár harntur. Denni fæddist á Jóns- messu þegar dagur er lengstur og birtan"'mest. Með þá vissu, að góður Guð gefi ástvinum hans þann styrk að aftur birti í hugum þeirra og minningin um hann ylji þeim um ókomin ár, þakka ég Denna samfylgdina og votta ást- vinunum mína dýpstu samúð. Ingólfur Falsson. FAXI-189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.