Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 28

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 28
18. LANDSMOT UMFI Unglingakeppni UMSS-USAH-USVH Sigurlið USVH 1982 á Sauðárkróki. USVH Samband ungmennafélaga í Vestur-Húnavatnssýslu (SUVH) var stofnað 28. júní 1931 að Auð- unnarstöðum. Tilgangurinn með stofnun sam- bandsins var að sameina krafta hinna einstöku félaga. Árið 1932 var fyrsta Héraðsmótið haldið í Reykjaskóla og hefur verið oftast þar síðan. Segja má að Héraðs- mótin hafi verið eina samkoma sambandsins á þessum árum. Árið 1956 var nafni sambandsins breytt í Ungmennasamband Vestur- Húnavatnssýslu (USVH). Knatt- spyrna var mikið stunduð á þess- um árum. Veturinn 1968-1969 gekkst sambandið fyrir spuminga- keppni milli ungmennafélaga. Jafnframt var flutt ýmiss konar skemmtiefni í umsjá hinna ein- stöku ungmennafélaga. Spum- ingakeppni af þessu tagi hefur ver- ið haldin nokkuð árvisst og nú síð- ustu 8 árin árlega. Árið 1976 kom út Ársrit USVH í tilefni 45 ára afmælis Ungmenna- sambandsins. Þama var brotið blað í sögu sambandsins því þetta ára og yngri hefur farið fram sl. 4 ár. var upphafið að útgáfustarfsemi sambandsins. Tveimur ámm síðar var hafin útgáfa á tímaritinu Húna og kom hann út aftur 1980 og ár- lega síðan. Húni hefur að geyma ýmsan fróðleik um Vestur-Húna- vatnssýslu. íþróttir hafa alla tíð verið eitt af aðalverkefnum sambandsins. Við höfum átt þátttakendur á ýmsum mótum utan héraðs, Landsmótum UMFÍ, íslandsmótum FRÍ og nú tvö síðustu árin sundmótum SSÍ. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun ný sundlaug á Hvamms- tanga og við það breyttist öll að- staða til sundiðkunar, örar fram- farir hafa orðið í sundíþróttum síð- an. Sem dæmi um umfang sam- bandsins síðastliðið ár má nefna að mót innan héraðs voru í frjálsum íþróttum 6, í sundi 2 og héraðsmót í knattspymu í tveimur flokkum. Þátttaka í mótum utan héraðs voru 8 frjálsíþróttamót, 4 mót í sundi og knattspyrnumenn tóku þátt í und- ankeppni fyrir Landsmót UMFÍ. Félög innan sambandsins em 5 en þau eru: UMF Dagrenning, Þverárhreppi, UMF Dagsbrún, Staðarhreppi, UMF Grettir, Ytri- Torfustaðahreppi, UMF Kormák- ur, Hvammstanga og UMF Víðir Þorkelshólshreppi. 14 Guðni Hulidórsson HSÞ og Hreinn Halldórsson HSS á Héraðsmóii HSS á Sœvangi 1975. Frá sundmóti í Hvammstangalaug. HSS Héraðssamband Strandamanna var stofnað 19. nóvember 1944 og á því 40 ára afmæli á þessu ári. Fvrsta héraðsmót sambandsins í frjálsum íþróttum var haldið 1945 og fvrsta sundmótið 1947. Hefur hvort tveggja verið árlegur við- burður í starfi sambandsins síðan. Fvrstu árin voru einnig haldin skíðamót árlega. en þau lögðust af 1955. Á þessum árum áttu Strandamenn mjög snjalla skíða- kappa. sem unnu oft til verðlauna á Islandsmótum. Kom þarekkisíst við sögu boðgöngusveit með Jó- hann Jónsson frá Kaldrananesi í broddi fvlkingar. í frjálsíþróttasögu Héraðssam- bands Strandamanna ber að sjálf- sögðu hæst nafn Hreins Halldórs- sonar. Hreinn vann sinn fyrsta sig- ur á héraðsmóti á Sævangi 29. júní 1968, en þá varpaði hann kúlunni 11,19 m. Ári síðar bætti hann Strandamet Sigurkarls Magnús- sonar og kastaöi 13,74 m. Þetta met varð þó ekki langlíft og árið 1975 var það komiðí 19,46m., sem var jafnframt íslandsmet. Strandamet Hreins í kringlukasti var þá 55,66 m. og 43,28 m. í sleggjukasti. Árið 1976 hófHreinn síðan að keppa með KR, en Strandametin frá 1975 bíða þess enn að verða bætt. Sú bið gæti orð- ið löng. Annar fremsti frjálsíþróttamað- ur Strandamanna er trúlega Pétur Pétursson. Hann hóf keppni árið 1964 og er ekki hættur enn. Allan tímann hefur hann haldið tryggð við Héraðssamband Stranda- manna. Hann hefur m.a. keppt fvrir þess hönd á 5 síðustu lands- mótum og ævinlega verið í stiga- sæti í aðalgrein sinni. þrístökki. Til dæmis sigraði hann í þrístökki á landsmótinu á Akranesi 1975 og varð þriðji á mótinu á Akureyri 1981. Besti árangur Péturs í þrí- stökki er 14,38 m., en hann á einn- ig Strandamet í langstökki, 6,60 m. Pétur var valinn frjálsíþrótta- maður HSS 1980, en þá fór slíkt kjör fram í fyrsta sinn. Síðan hafa þau Fjóla Lýðsdóttir, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir og Magnús Braga- son hlotið þessa nafnbót. Tvö þau síðastnefndu verða meðal kepp- enda á landsmótinu í Keflavík. Félagatala Héraðssambands Strandamanna er nú um 440. For- maður stjórnar er Matthías Lýðs- son í Húsavík í Steingrímsfirði. Strandamenn hafa lagt nokkra rækt við starfsíþróttir á undanförnum landsmótum. Hér cr einn fremsli dráttarvélaökumaður HSS, Gunnar R. Grímsson í keppni á Akttrevri 1981. 196-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.