Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 31
18. LANDSMÓT UMFÍ einstaklingsins er meira metinn en stöðluð framleiðsla vélmenna undir stjóm örtölvunnar til að fórna á altari peningaguðsins. Undirbúningur UMSE fyrir Landsmótið 1984. Eyfirsk ungmenni hafa undirbú- iö sig af kappi undir þetta mót og stjórn Ungmennasambandsins hefur reynt að gera sitt til að þátt- taka UMSE í mótinu verði sem best, keppendur margir og árang- ur sem bestur. Hugmyndin er að keppnisfólk UMSE taíci þátt í sem flestum greinum sem í er keppt á mótinu. Ljóst er að margir munu keppa fyrir sambandið í frjálsum íþrótt- um og hefur Cees van de Ven séð um þjaflun frjálsíþrótta - en jafn- framt máttu eldri einstaklingar keppa sem gestir til að æfa fyrir Landsmót. Gert er ráð fyrir að keppendur frá UMSE verði 98 en fararstjórar °g þjálfarar verða 9. HSÞ Samband þingeyskra ung- mennafélaga var stofhað 31. októ- ber 1914 og verður því sjötugt á þessu ári. Að stofnuninni stóðu átta ungmennafélög í Suður-Þing- eyjarsýslu. Síðar var nafni sam- bandsins breytt í Héraðssamband Suður-Þingeyinga. Aðildarfélög- unum hefur farið fjölgandi, nú eru innan sambandsins þrettán aðild- arfélög sem hafa samtals 1.616 félaga. Sambandssvæðið er Suður- Þingeyjarsýsla að undanskilinni Svalbarðsströnd. Helstu verkefni H ,S .Þ . í gegn um árin hafa verið á sviði íþrótta- og menningarmála. Þá hefur fræðslustarfsemi svo sem blaða- útgáfu og fyrirlestrum ætíð verið mikið sinnt. Stærsta einstaka verk- efni sambandsins var bygging Laugaskóla í Reykjadal. A aðal- fundi sambandsins, sumardaginn fyrsta 1924 var gerð svohljóðandi samþykkt: „Fundurinn samþykkir að fela fimm manna framkvæmda- nefnd að sjá um byggingu alþýðu- skóla Þingeyinga. Skal sú nefnd skipuð af næsta árs stjóm S .Þ .U . og auk þess skal sýslunefnd Suður- Þingeyjarsýslu eiga kost á að skipa einn mann í nefndina og ábyrgðar- menn fyrir láni til byggingar skól- ans ef til kemur annan. Ef þessi kostur verður eigi tekinn af öðmm þeim aðila eða hvorugum skal stjórn S.Þ.U. heimilt að nefna einn eða tvo menn með sér í nefnd- ina. Starfi þessarar nefndar skal vera lokið er skólinn tekur til starfa - við fyrstu skólasetningu og skólaráð þá taka við þeim störfum er framkvæmdanefndin hefur haft áður nema öðm vísi semjist með Lagt afstað í víðavangshlaup H.S.Þ. 1984. Frá sumarhúðum H.S.Þ. 1984. £ u y • <■' t'ft.iJ'•. 11111» Laugaskóli. þeim nefndum. En þangað til að sýslunefnd og ábyrgðarmenn hafa skipað menn í þessa framkvæmda- nefnd hefir stjóm S.Þ.U. allan vanda og veg af framkvæmd máls- ins.“ Laugaskóli var svo settur í fyrsta sinn laugardaginn fyrstan í vetri 1925 með 50 nemendum. Þar hefur H.S.Þ. síðan átt athvarf. Af verkefnum yfirstandandi árs er förin á Landsmót UMFÍ viða- mest. H.S.Þ. hefur ávallt tekið þátt í landsmótum og sá um fram- kvæmd mótanna 1946 og 1961, sem haldin vom að Laugum. Að þremur ámm liðnum mun lands- mótið verða haldið á Húsavík á vegum H.S.Þ. Stjóm sambandsins skipa: Þor- móður Asvaldsson formaður, Kristján Yngvason varaformaður, Arnór Erlingsson ritari, Völundur Hermóðsson gjaldkeri, Birgir Steingrímsson, Kristleifur Meldal og Hlöðver P. Hlöðversson. UÍA Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands nær yfir Austur- land frá Langanesi að Lónsheiði og eru aðildarfélögin 28. Hér eystra er unnið ötullega að því að koma sterku liði á landsmót ungmennafélaganna sem haldið verður í Keflavík í júiímánuði. Sambandið hefur sterkum lið- um á að skipa í frjálsum íþróttum, handknattleik, blaki og skák. Góðar vonir em einnig gerðar um árangur í júdó og glímu, og um þátttöku verður að ræða í öllum greinum, utan þess að knatt- spyrnulið vort var slegið út í und- ankeppni. Eru það Austfirðingum sár vonbrigði, og víst er að Kefl- víkingar munu ekki síður sakna þess, en leikurinn um 1. sætið á ORÐSENDING TIL FÉLAGSMANNA Munið að tilkynna aðsetursskipti. Síminn er 2085 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis FAXI-199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.