Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 37

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 37
fékk tímann 52,0 sek. í reiptogi karla vann sveit m/b Stefness KE 130. í reiptogi kvenna vann sveit Fiskverkunar Hilmars & Odds. í koddaslag karla sigraði Ómar Ingvarsson annað árið í röð, en þar kepptu 12 menn. í kvennaflokki sigraði Margrét Pétursdóttir, þar voru þrír keppendur. Afreksbikar dagsins hlaut að þessu sinni Tyrf- ingur Andrésson, Heiðarbraut 13, Keflavík, en hann hlaut 9 stig fyrir þátttöku sína í atriðum dagsins, en þau voru, kappróður, reiptog og koddaslagur. Mikla athygli vakti svo sýning á notkun sjósetninga- búnaðar s.n. Olsen-gálgan og björgunameti Markúsar Þorgeirs- sonar, en sá búnaður var sýndur með þrem útfærslum við hugsan- legar aðstæður við björgun. Pá vill Sjómannadagsráð koma á fram- færi þakklæti til eftirtalinna fyrir- tækja og stofnana, en þau gáfu veglega bikara sem keppt var um, þau eru, Sjöstjarnan h/f, Útvegs- banki íslands, Keflavík og Véla- verkstæði Sverre Stengrímsen. Þá vill ráðið einnig færa Rúnari Hall- grímssyni þakkir fyrir aðstoð veitta við sýningu á björgunar- búnaði þeim sem sýndur var, sem og öllum sem léðu báta sína í skemmtisiglinguna sem og örygg- 'sgæslu Björgunarsveitarinnar Stakks í höfninni að ógleymdum þátttakendum í atriðum dagsins. Hátíðahöldin fóm í hvívetna vel fram án nokkurra óhappa. Cb Þeir voru heiðraðir: Sigurður B. Magnússon er f. 8-12. 1911 í Garðinum. Hann byrjaði sjómennsku á árabát með föður sínum og síðar á trillu. 16 ára garnall fór hann til Siglufjarðar á síldveiðar, en til sfldveiða fyrir Norðurlandi fór hann í 25 sumur. Hann hóf vertíðarsjómennsku 18 ára frá Sandgerði. það ár tók hann vélstjórapróf og var vélstjóri í 4 ár. f*á fór hann á skipstjómamám- skeið og var svo skipstjóri á vélbát- um í 27 ár. Fimmtugur hætti hann sjómennsku og keypti þá bát asamt öðrum manni og gerði hann út í 20 ár. Enn þá bregður hann sér a sjó á trillu, sem hann á ásamt með syni sínum. Sigurður var far- sæll skipstjóri og varð aldrei fyrir neinu slysi hvorki á skipi né mönn- um og segir það sína sögu um hæfni hans í starfi. Kona Sigurðar var Kristín Jó- hannesdóttir, sem látin er fyrir 2 arum. Fimm böm þeirra em á h'fi. Egill Sæmundsson, er f. 3-2. 1918 að Minni-Vogum í Vogum. 16 ára byrjaði hann að róa með föður sínum á trillu frá Vog- um. Frá því stundaði hann sjó á vélbátum frá ýmsum höfnum við Faxaflóa og sfldveiðar á summm fyrir Norðurlandi. Heldur var landaðstaða erfið í Vogum á fyrstu sjómannsámm Egils því engin var höfnin og engir vegir eða vélknúin farartæki. Fiskurinn var borinn upp úr bátunum upp malarkamb- inn og til þess staðar er aðgerðin fór fram, sama var að segja um saltið. Það var sótt til Hafnarfjarð- ar eða Keflavíkur og borið upp úr bátunum í 160 punda pokum. Á togara var Egill samfellt í 5 og hálft ár. Árið 1982 hætti Egill sjó- mennsku og hafði þá verið sjó- maður nær samfellt í 48 ár. Tíminn leyfir ekki að þeim langa starfsferli séu gerð hér nein viðhlítandi skil og verður það því ekki gert. Kona Egils er Sigríður Jakobs- dóttir og eiga þau 5 böm á lífi. Þess má til gamans geta að 3 synir þeirra hafa verið í hinni sigursælu róðra- sveit Vogamanna undanfarin ár. Jón Ingibjartsson, er f. 19-11. 1909 á ísafirði. Jón fór að stokka upp lóðir strax og hann gat nokkru verki valdið og mun ekki hafa verið meira en 6-7 ára er hann byrjaði á því. 12 ára gamall fór hann að róa á trillu með föður sínum og eldri bróður. 13 ára fór hann kokkur á færabát og var það- an í frá á sjó hvert sumar til ársins 1966 og flesta vetur. Eftir 1966 var hann í landi í þrjú ár, en fór svo aftur til sjós og var enn þr jú ár á sjó og var þá sjómannsferill hans orð- in 48 ár. Jón hefur stundað sjó á öllum tegundum fiskiskipa allt frá árabátum til nútíma togara. Hann kynni því frá mörgu að segja, en til þess er ekki tími hér. Kona Jóns er Helga Magnúsdóttir þau eiga eina dóttur. SigurðurN. Brynjólfsson, er f. 20-2. 1912 í Austur-Landeyj- um í Rangárvallasýslu og ólst þar upp við öll venjuleg sveitastörf. En auk búskapar höfðu Landey- ingar löngum sótt sjóinn út af hinni hafnlausu og sendnu strönd Suð- urlandsins. Auðvitað varð þar engum skipum viðkomið nema áraskipum og einu sjóklæðin, sem þama dugðu vom hin æfafomu skinnklæði - brók og stakkur. En í þeim klæðum blotnuðu menn ekki þótt sjór gengi yfir þá og jafnvel þótt þeir fæm alveg í kaf um stund. 14 ára fór Sigurður sinn fyrsta róður á einu þessara sandskipa og í áðumefndum skinnklæðum. 15 ára fór hann svo á vetrarvertíð til Vestmannaeyja og var fýrstu ver- tíðimar við fiskaðgerð, en svo beitningamaður. Var lína notuð í janúar og febrúar en svo var farið á net og fóm þá beitningarmennim- ir um borð í bátana. Sigurður var 7 vertíðir í Vestmannaeyjum og svo 3 vertíðir á bátum frá Reykjavík. Mörg sumur var hann á sfldveiðum fyrir Norðurlandi. Sigurður sigldi, sem kyndari á norsku flutninga- skipi fyrsta stríðsveturinn. Eftir það var hann ekki á sjó svo neinu næmi utan eitt sumar. Hann segist hafa orðið að hætta sjómennsku, sem sér hafi annars geðjast vel að, sakir sjóveiki. Kona Sigurðar er Ragnhildur Rögnvaldsdóttir og eiga þau 5 böm á lífi. URVAL- GÆÐI- ÞJÓNUSTA Siöumúla 22 - Simi 31870 Keflavík - Simi 92-2061 3 Gardínubmutir SKFMMUVEGI 10 KOPAVOGI. SIMI 77900 ÚRVAL AF GLUGGATJALDAEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF STÓRESEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF ELDHÚSGLUGGATJÖLDUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF BLÓMASTÓRESUM í ÁLNABÆ Við tökum að okkur saum á gluggatjöldum. Við mælum og setjum upp ef óskað er. Við bjóðum greiðsluskilmála. Verið velkomin eða hringið, því við höfum alltaf eitthvað við yðar hæfi. Tökum mál, smíðum og setjum upp Z gardínubrautir ef óskað er. Við sendum í póstkröfu um land allt. FAXI-205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.