Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 42

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 42
skagans. Ennþá eiga Suðumesin gott fólk, hraust og afkastasamt tii að gera þetta. Þegar farið er frá Hunangshellu suður koma næst Þríhólar þá Leirdalur og Leirdalshólmi, þá Stekkir, Stekkjames og Stekkjar- neshólmar, þá Hellisvik, innan við Hellishæð (hjá Hellisviki beið Oddur V. Gíslason eftir því að Anna Vilhjálmsdóttir kæmi til sín á vökunni 30. des. 1870). Þá kem- ur Torfdalsvík síðan Torfdalur, þar á tanganum er hin ævafoma sundvarða sveitarinnar. Þá kemur Maðkasandur, Maðksandsklöpp, þá Bótin, Langaklöpp, Svarti- klettur, síðan Þvottaklettar, sem eru austan við Kirkjuvogsvör. Nú er þar ekkert skip og engin mannaferð. Kirkjuvogsvör má muna sinn fífil fegri, þegar um og yfir 100 ungra manna réru úr vör- inni á hverjum róðrardegi á vertíð- um. Upp af Kirkjuvogsvör vom tvö naust, austumaust, sem vom víð og stór og rúmuðu marga tein- æringa, og svo vestumaust, sem rúmuðu í mesta lagi þrjá teinær- inga. Bæði vom þessi naust vel varin fyrir sjógangi, veðmm og vindum. Fyrir vestan og utan Kirkjuvogsvör er Kirkjuskerið, stórt sker og hátt, sem er aðal- skjólið fyrir Kirkjuvogsvör og hlíf- ir henni í briminu. Þar utar, en fast við Kirkjusker, er Flatasker, sem hlífir sömuleiðis. Með aðfalli fór strax að koma lá í Kirkjuvogsvör, þegar Flatasker var komið í kaf. Kirkjuvogssund er langt. Sundið er tekið þegar Bælið er um Junkaragerði, en Keilir um Svarta- klett. Þegar komið er inn fyrir Flataskersenda og Einbúa og Kiðaberg úti á Stafnesheiði ber saman, þá er vinkilsnúið inn í vör- ina. Ingigerður Tómasdóttir, hús- freyja í Kotvogi, d. 1804, sagði, að full sáta af heyi hefði fengist síðast af Kirkjuskerinu og gras- tónni þar, sem síðast var á kollin- um á skerinu. Sömuleiðis hefði í þá tíð varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og heimatúnsins. Nú er þar stórt og breitt svæði. Sýnir þetta hver ósköp landið hefur eyðst á liðnum tímum. Vestan við Kirkjuvogsvörina eru Þvottavötnin, bergvatnsupp- spretta úr lágri klöpp. Þar var ætíð skolaður þvottur og þvegin ull. Þá kemur sker fyrir vestan, sem heitir Fúsi, sem við krakkamir veiddum við varaseiði. Músasund heitir sundið á milli Kirkjuskersins og ORÐSENDING frá verkalýðsfélög- um á Suðurnesjum Eins og undanfarin ár er vinna verkafólks óheimil frá föstudagskvöldi til mánudagsmorg- uns, á tímabilinu 1. júní til 1. september. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarövíkur Verkalýös- og sjómannafélag Gerðahrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps Málverk og grafíkmyndir í úrvali eftir ýmsa þekkta listamenn. Verðfrá kr. 1250,- Avallt fyrirliggjandi hinar sígildu vörur frá Rosenthal. Opið alla virka daga kl. 1 til 6 og laugardaga kl. 10 til 12 allt árið. InnRömmun Supunnesjn Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 3598 lands. í sundinu er smá sker, sem heitir Árarbrjótur, smá tangi á móts við Kotvog. Hola nefnist lendingin fyrir neðan Kotvogsbæ- inn. Þá kemur Skellisnoppa vest- ar, sker sem brim skellur mikið á, en í mínu ungdæmi kallað Skellir, hitt nafnið mun eldra. Við Skelli er bundin smá frásögn, er nú skal greina: Árið 1912, seint í maí, var sem oftar háskólaborgari einn gestur í Kotvogi nokkrar nætur. Dýrafræði og grasafræði voru eft- irlætisgreinar hans. Hann eyddi dögum sínum seint og snemma í fjörunni. Dag einn, er var orðið nokkuð hásjávað, sá hann steypi- reiði mikla koma á mikilli ferð að sunnan og þræða rétt utan við ystu sker. Kom hún rétt af Skelli, vinkilbeygði þar og tók stefnu norður og djúpt út af Stafnestöng- um, og svo var ferðin mikil á skepnunni, að hún var brátt horfin úr augsýn norður í Nesdjúpið svo- kallaða. Þennan dag var hányrð- ingur, ládeyða og hreinviðri. Nú hafa þessi dýr verið svo ofsótt, að þau þræða ekki við ystu sker ís- lands Iengur. Sunnan við Skelli og lengra úti eru Hásteinar, sérstæðir klettar, sem ekki sjást nema um stærstu fjörur. Þar hafa skip oft farist, og árið 1872 varð þar skipsskaði og manntjón frá Kirkjuvogi í tíð Þór- unnar Brynjólfsdóttur, er átti skipið og gerði það út (sjá Rauð- skinnu, Guðmundur í Réttarhús- um, stórmerk frásögn). Sunnar í f jörunni, Snoppa, stór klöpp ofar- lega í fjörunni, með djúpri sprungu eftir endilöngu í áttina til hafs. Fyrir neðan Snoppu er brúð- hjónasæti álfanna í klettahrygg þar. Sunnar eru svo Haugsenda- fjörur þar var þangskurður ágætur og var ég þar oft í þangfjörum a unglingsárum mínum. Þar er Markasker og Haugsendavarðan aðeins sunnar uppi á kampinum- Hún er sundmerki fyrir Merkines, og þegar hana ber við Bræður, klofinn hól þar efra, þá er farið inn Merkinessund. Við höldum stöðugt áfram suð- ur með ströndinni. Þá koma næst Merkinesklettar, Skiptivík, Dilk- ar, hár hóll og annar minni fyrir innan Junkaragerði, þá Junkara- gerðisklettar, klakkar norðan við Kalmanstjamarsund þá Hólrm, Draugar, Stekkjarvikið (sbr. Mar- ínu), Kirkjuhafnarvikið, Kirkju- höfii, Sandhöfn, Sandhafnarlend- ing, Kópa, Eyrarvik og Eyarbær, þar sér fyrir bæjarrústum, nálægt sjávarbakkanum og grasi gróið umhverfis. Þar er mjög fallegt, lendingin beint niður af bænum, örstutt nokkrir metrar. Stutt hefur verið að sækja fisk þaðan, meðan hann var nógur við landið, og hægt 210-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.