Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 43

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 43
ámað heilla ... ámað heilla... ámað heilla ... hefur verið að kalla heim að bæn- um, þegar veður voru góð. Eyri eða Hafiiareyri, eins og sóknar- presturinn á Hvalsnesi kallaði bæ- inn, var síðasti byggður bær fyrir sunnan Kalmanstjöm, á Eyrar- tanganum rétt við norðurendann á Hafnabergi. Bærinn fór í eyði árið 1776. Til gamans set ég hér húsvitjun sóknarprestsins á Hvalnesi 1773, sem er á þessa leið: Hafnareyri 1773: Ormur Þórar- insson, húsbóndi, 46 ára., Gunn- vör Ámadóttir, húsfreyja, 49 ára., Katrín Hjaltadóttir, 20 ára., Magnús Hjaltason, 10 ára., Bartó- lomeus Jónsson, lausamaður, 61 árs. Ut af Eyraroddanum er röst, Eyrarröst, og stórt sker, Eyrar- sker, rétt sunnan við tangann. Ég spurði Bjama Guðnason, sem var í Kotvogi og formaður í 50 ár, hvar hann hefði fengið verstan sjó á allri formannstíð sinni. Hann svaraði: > >Það var í Eyrarröstinni, þó var ég þá með teinæring“. Þetta var um Eyrarbæinn, en nú held ég áfram ömefnaröðinni. Uæst fyrir sunnan norðurenda Hafnabergs kemur svo skerið Murtungur (Guðmundur Saló- monsson, fræðimaður, bóndi og meðhjálpari Kirkjuvogskirkju um áraraðir, kallar sker þetta Murl- mg. Þetta getur verið réttara, því að hann var talinn fróður og minn- ugur, og eftir hann er afbragðs rit- gerð í 3. bindi Rauðskinnu). Þá kemur Klaufin, spmngnir klettar, þá Hafnaberg. Berg þetta er um hálfa viku sjávar á lengd og rúmir 20 faðmar þar sem hæst er, en ogengt. í berginu er stór geigvæn- legur hellir, sem heitir Dimma. Þá kemur Stráksrif (Bjarghóll þar UPP af), þá Boðinn, Lendingar- melar, Rekavík, Skjótastaðir (eyðijörð), Stóra-Sandvík, Litla- Sandvík, Mölvík, Kistuberg, Oyrslingasteinar, Kinnarberg, þá Gnglabrjótanef. Út af þessu nefi er norðurstrengur Reykjanesrast- arinnar, sem talin er sterkari en Suðurstrengurinn, þá Karlinn, klettur hrikalegur í sjó fram. Einu s>nni í sumarblíðu og logni var ég á Uáti, er fór milli Karlsins og lands. er næst Kerlingarbás, Kirkju- yogsbás, Valahnjúkur (þar sem fyrsti vitinn var), Valahnjúksmöl, Skarfasetur, þar út af þessu nefi er suðurstrengur Reykjanesrastar- lnnar, og er hann talinn minni en norðurstrengurinn, eins og áður Segir. Rétt fyrir austan Skarfasetur er Blásíðubás. í*ar með endar þessi ömefna- keðja, sem fylgt hefur verið eftir •hinni og bestu vitund. Lokadagur 11. maí 1984 Jón Thorarensen. María Þorsteinsdóttir sextug. Og ertu í dag orðin sextug kæra María. Em þá liðin átta ár síðan kynni okkar urðu að vináttu, sjálfri mér til ómetanlegs gagns. Einmitt þessi síðasta setning, hugsunin um hana. Hvers vegna María hefur og er svo ómetanleg persóna, fékk mig til að setjast niður og festa á blað nokkrar línur úr lífi og starfi þessara glaðvæm og virðulegu konu. Reyndar gæti tímamótagreinin orðið nokkuð löng, ef ég undir- rituð gætti ekki hófs. Því margt lærdómsríkt væri virkilega hægt að draga fram í dagsljósið. María er fædd 3. júh' 1924 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hennar vom Þor- steinn G. Sigurðsson ættaður frá Eyjafirði og Steinunn Guðbrands- dóttir ættuð úr Skáleyjum á Breiðafirði. Faðir Maríu vir bamakennari. Sjálf var ég svo heppin að kynnast Steinunni, en hún var elskuleg kona. Mér er minnisstætt hversu ljóðelsk hún var og hagmælt. í foreldrahúsum naut María mikillar hlýju og kærleika, heimil- ið athafnasamt bæði til gagns og gamans, tónlist í hávegum höfð ásamt lestri góðra bóka. María Iauk gagnfræðaprófi, sem meira var metið þá en nú og hefur hún stundað alls konar endurmenntun, til dæmis hefur hún verið við nám í Tónlistaskóla Njarðvíkur síðast liðin tvö ár. María kvæntist Hákoni Kristins- syni. Byrjuðu þau búskap í Kefla- vík árið 1947. Huttu til Innri- Njarðvíkur árið 1950. Eiga þau f jögur böm á lífi. Hið dásamlega og einlæga samband innan fjölskyldunnar er aðdáunar- verð. f upphafi minntist ég á þá ómet- anlegu vináttu sem hún á til að bera og fram hefur komið í mínum kynnum, sem og annarra. Maríu kynntist ég fyrir alvöru gegnum kirkjustörfin. Kirkjumál em henni hjartfólg- in. Hefur hún gegnt margs konar trúnaðarstörfum í Innri-Njarðvík- ursöfnuði í mörg ár og vart hægt að meta og fullþakka með nokkmm orðum. Hún hefur starfað í kirkju- kórnum frá árinu 1950 og verið formaður hans um árabil. Kosin í sóknamefnd árið 1966, formaður sóknamefndar strax í upphafi síns starfstímabils. Eftir því sem ég kemst næst er hún líklega fyrsta konan sem gegnir formannsstöðu sóknamefndar hér á landi og gegndi þeirri stöðu í 10 ár. María hefur alltaf verið bindind- issöm og verið meðlimur í stúk- unni Vík í Keflavík frá árinu 1948. Eins og áður hefur komið fram er María sterkur leiðtogi bæði er hún ákveðin, framkvæmdasöm og sérlega lagið að milda alla skapaða hluti sem hún kemur nálægt ef með þarf. Það sem ég met hvað mest í fari Maríu Þorsteinsdóttur er, að jafnframt því sem hún er virk og höfðingleg í hvívetna, er hugarfarið. Allt hennar líf virðist hafa það markmið, að keppa að hinu góða, svo er henni meðfætt að lífga upp allan veikan hug, sem kynni að vera í námunda. Þannig hressir hún marga þegar mest með þarf. Hún er höfðingi heim að sækja. Fagurt mál er henni kært. Éftir kaffisopa, kræsingar og úr- vinnslu ýmissa mála undirstrikar hún oft árangurinn og heimsókn- ina með því að spila á píanóið eitt- hvert uppbyggilegt lag einhverra snillinganna. Það er ef til vill þess vegna ekki óeðlilegt að hún hafi verið frum- kvöðull að því að fá píanó fyrir starfsfólk kirkjunnar til notkunar í Safnaðarheimilinu, sem verður tekið í gagnið næstu daga. Með þessum línum vil ég þakka þér kæra vinkona liðinn tíma og óska þér Guðsblessunar gæfu og gengis öll ókomin ár. Helga Óskarsdóttir ÚTVEGSMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Sendir öllu æskufólki (slands kveðjur með ósk um góðan árangur í leik og starfi. FAXI-211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.