Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 54

Faxi - 01.07.1984, Blaðsíða 54
Athyglisverö stórfyrirtæki FRAMHALD AF BLS. 172 Ingólfur Aðalsteinsson, framkvœmda- stjóri Hitaveitu Suðurnesja. bleikiefni til pappírsiðnaðar. Hrá- efni er rafmagn og salt m.a. í viðræðunum hefur verið talað um verksmiðju er notaði 12 MW af rafmagni og um 15000 tonn af salti. Þá liggja fyrir tilboð í tækjabúnað í svonefnda fínsaltsdeild. Hún myndi framleiða fínsalt, kalsíum klóríð og kah'. Nokkuð hefur jafnframt verið unnið að hönnun 40 þús. tonna áfanga. Fyrirtækinu hafa borist nokkrar fyrirspumir um rafmagns- og orkumöguleika til fiskeldis o.fl. í framhaldi af því er unnið að því að kanna verð á gufuhverflum til rafmagnsframleiðslu, en nú er ein slík túrbína á svæðinu, 500 KW. Gufa er nóg til staðar úr holu er boruð var s.l. ár og er talin bezta gufuborhola í heiminum. Talið er að unnt væri að fram- leiða 20-25 MW af rafmagni með orku hennar, en það er svipað og Suðurnes með Keflavíkurflugvelli nota nú. Miklu máli skiptir fyrir Suðurnes í atvinnulegu tilliti hvernig orka jarðhitasvæðanna er nýtt og hafa ber þá í huga hvemig unnt er að skapa sem flest atvinnu- tækifæri á svæðinu. Fyrr en seinna mun vanta hér fjölbreytt atvinnu- tækifæri og er aldrei lögð of rík áherzla á þann þátt. Finnbogi Björnsson, framkvœmda- stjóri Sjóefnavinnslunnar. Fréttatilkynning Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins And- vöku voru haldnir í Reykjavík, föstu- daginn 25. maí s.l,. Fundinn sátu 22 fulltrúar víðs vegar af landinu auk stjórnar félaganna, framkvæmda- stjóra og nokkurra starfsmanna. Fundarstjóri var kjörinn Ingólfur Ólafsson, Reykjavfk, en fundarrit- arar Hreinn Bergsveinsson og Bragi Lárusson. Erlendur Einarsson, stjómarfor- maður, flutti skýrslur stjómar, en Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, skýrði reikninga fé- laganna. Samvinnutryggingar g.t. í reikningum Samvinnutrygginga g.t. kom fram, að rekstur trygginga- greinanna gekk vel á árinu. Námu bókfærð iðgjöld 390.9 milljónum króna, en iðgjöld ársins 361.1 millj- ónum. Af heildariðgjöldum námu iðgjöld fmmtrygginga 90.8%, en endurtryggingaiðgjöld innlend og er- lend 9.2%. Iðgjöld ársins jukust milli ára um 77.9% í frumtryggingum, en um 78.7% í endurtryggingum. Þegar endurtryggingariðgjöld höfðu verið greidd, hélt félagið eftir 78% af heildariðgjöldum ársins. Greiðslur endurtryggjenda á um- boðslaunum og tjónum til félagsins námu samtals 59.1 milljónum. Tjón ársins urðu á árinu 300.4 milljónir króna - hækkuðu um 83.3% milli ára. Umboðslaun voru21.5 milljónir á móti 11.7 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 83.8% milli ára. Er hér um að ræða mismun greiddra og fenginna umboðslauna. Skrifstofu- og stjómunarkostn- aður var 64.4 milljónir á árinu en var 37.7 milljónir í fyrra og nam hækkun milli ára 70.8%. Laun og iaunatengd gjöld hækkuðu um 59.9%, en annar kostnaður um 79.1% milli ára. Að frádregnu að- stöðugjaldi og kirkjugarðsgjaldi er kostnaðarprósentan 17.8% eða nokkru lægri en árið áður. Fjöldi starfsmanna í árslok var 96 í 92 störfum, þar af við tryggingarekst- ur 82. Við mötuneyti, ræstingu og húsvörslu störfuðu 14 menn. Fjármagnstekjur umfram fjár- magnsgjöld voru 58.5 milljónir króna, en höfðu verið 25.1 milljón árið áður. Hækkun milli ára nemu því 133.1%. Hagnaður varð af rekstri Bruna- deildar, Sjódeildar og Abyrgðar- og slysadeildar samtals 22.2 milljónir. Bifreiðadeild og endurtryggingar skiluðu hins vegar tapi, samtals að fjárhæð 12.9 milljónir. Fjárhæðir skiptust nánar eftir deildum þannig: Abyrgðar- og slysadeild er með hagnað að fjárhæð 8.825 þús. krón- ur. Brunadeild er með hagnað að fjárhæð 6.621 þúsund krónur. Bifreiðadeild er með tap að fjár- hæð 10.071 þúsund krónur. Sjódeild er með hagnað að fjár- hæð 6.815 þúsund krónur. Innlcndar endurtryggingar eru með tapi að fjárhæð 2.262 þús. krón- ur. Erlendar endurtryggingar eru með hagnað að fjárhæð 610 þús. krónur. Samtals varð því hagnaðurinn 9.3 milljónir. A fundinum kom m.a. fram, að Samvinnutryggingar veittu 1.160 bif- reiðaeigendum, sem tryggt hafa bif- reiðir sínar hjá félaginu í 10, 20 eða 30 ár án tjóna, ókeypis ársiðgjald af ábyrgðartryggingum bifreiðanna vegna ársins 1983. Er hér um veru- iegan afslátt að ræða eða um kr. 6.2 milljónir. Líftryggingafélagið Andvaka Iðgjöld ársins 1983 námu kr. 6.852.679 á móti kr. 3.170.305 árið áður og hækkuðu því um 116.2% milli ára. Iðgjöld af líftryggingum námu kr. 6.602.542 en af innlendum endurtryggingum kr. 256.663. Hækkun iðgjalda ársins af líftrygg- ingum nam 116.5% Tjón ársins námu kr. 2.687.473 móti kr. 1.624.800 árið á undan og nam aukningin 65.5% milli ára. Reksturskostnaður 1983 varð 27% af iðgjöldum, en var um 60% árið áður. Þessi ánægjulega þróun er í framhaldi af þeim skipulagsbreyt- ingum, sem gerðar voru á rekstrarár- inu, en Samvinnutryggingar tóku þá að sér að sjá um rekstur félagsins með sínum eigin rekstri. Með því móti var hægt að ná fram aukinni hagræðingu og lækka reksturskostn- að. Fjármunatekjur umfram fjár- magnsgjöld námu árið 1983 kr. 3.334.301 á móti 2.143.908 áriðáður og nam hækkunin milli ára 55.6% Einstakar tryggingagreinar: Hagnaður varð af rekstri allra tryggingagreina 1983, nema af inn- lendum endurtryggingum. Af sparilíftryggingum nam hagn- aðurkr. 149.571. Af áhættulíftryggingum nam hagnaður kr. 2.835.239. Af sjúkra- og slysatryggingum nam hagnaður kr. 219.017. Af hóplíftryggingum nam hagnað- urkr. 70.093. Samtals skiluðu þessar greinar hagnaði að fjárhæð kr. 3.273.920. Tap af hópsjúkra- og slysatrygg- ingum nam kr. 26.493. Tap af innlendum endurtrygging- um nam kr. 57.085. Samtals nam því tap þessara tveggja greina kr. 83.579. Hagnaður af rekstri félagsins árið 1983 nam því samtals kr. 3.190.341. Fjöldi mála, er varða félögin og starfsemi þeirra, voru rædd á fundin- um. M.a. kom fram, að Samvinnu- tryggingar hafa ákveðið að styrkja Bjarna Torfason, lækni, með kr. 300.(XX) fjárframlagi til rannsóknar- starfa, sem hann vinur að á umferð- arslysum á höfuðborgarsvæðinu. Endurkjörnir í stjóm félaganna voru þeir Erlendur Einarsson, for- stjóri, Reykjavík og Ragnar Guð- leifsson, kennari, Keflavík. Aðrir í stjórn eru Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Ing- ólfur Olafsson, kaupfélagsstjóri, Reykjavík og Karvel Ogmundsson, framkvæmdastjóri, Ytri-Njarðvík. Fullrúi starfsmanna í stjóm er Sig- ríður Hrefna Friðgeirsdóttir, Reykjavík. Framkvæmdstjóri félaganna er Hallgrímur Sigurðsson. 222-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.