Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 10

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 10
hliðina og sýrugeymar urðu fyrir slysum. Þannig mætti lengi telja, því fara varð sömu hjólförin í sömu holumar mánuðinn út, og aldrei hægt að víkja fyrir öðm far- artæki nema þar sem vom sléttar klappir eða slétt hraun til að kom- ast út á, og svo eilífa vandamálið, hvor átti að víkja. Nú var allt komið á sinn stað og kl. að verða 8, og búið að loka bflgriridum og taskan um hálsinn með peningum og pappírum og þar hékk hún frá kl. átta að morgni til hálf átta að kvöldi þegar best lét. Einn farþegi var mættur. Jú, kr. 2.75 takk til Reykjavíkur, en gjaldskiptistaðir vom margir á leiðinni, þó ekki væri langt á milli staða. A farseðlinum vom upplýs- ingar um gjaldskiptistaði, taxta og tímasetning. Oft þurfti að hafa hraðann á, ef tímamörk áttu að standast, að taka á móti beiðnum, vömm og peningum, og að kvöldi að skila öllu og gera upp auramál- in, jafnvel þjarka svolítið tók sinn tíma, utan mjólkurbrúsaafgreiðsl- unnar, að hver fengi sinn brúsa. Sá var orðinn hátturinn á að bændur voru með tveggja stafa tölunúmer á brúsunum, sem áður vom spjald- bundnir, en spjöldin vom nú ekki Stcfún íngimundarson, /. 13. des. 1913, d. 26. jan. 1976. Frá Litlabœ (síðar Hábœ) f Vogum. Mjólkurbílstjórí. ávallt þar sem þau áttu að vera, en tölustafnirnir vom tinkveiktir á koparplötu, en það var eins og með fjárbóndann, að maður þekkti svipinn á brúsunum og eng- ir tveir voru algjörlega eins og það kom fljótt, að vita hver ætti þetta og þetta númer, svo sjaldan varð ruglingur á afgreiðslu, enda þá leiðrétt næsta morgun. Eg verð að draga úr ferðinni, lesandi góður, og segja þér nokk- uð um mjólkurbrúsa. 1 þá daga var sitthvað að vera aðeins ílát undir mjólk, eða heita mjólkurbrúsi. Þetta var að því leyti allsérstakt flát, að það var tinhúðað svo mjólkin ekki mengaðist af jámefn- um, og að sjálfsögðu urðu lokin, sem vom af mörgum gerðum, að vera þétt. Lífaldur brúsanna var frá fimm til sex ár að ég ætla, að vísu mismunandi eftir meðferð. Nokkurt eftirlit var haft með að láta þá í endurtinhúðun, þegar þeir vom famir að sýna elliein- kenni utan þess að vera mjög dældaðir. Þá kemur að hinu hlut- verki mjólkurbrúsanna, sem á sér allmerkilega sögu væri hún öll á uppsöfnuðum heimildum. Þannig var að þeir tímar, sem við erum að ræða um, vom kallað- ir bannár, þ.e. þá var vínbann með sölu og neyslu, og mjög stíft eftirlit að slíkt væri í heiðri haft, svo sem önnur landslög. Opinber embætt- ismaður hafði yfirumsjón með að þetta væri haldi. Maðurinn hét Björn Blöndal og var oft eins og hann væri á mörgum stöðum í einu, svo mikil var yfirferð hans þvert og endilangt um landið. Af vissum ástæðum var mikið lagt í það að vita hvar þessi maður væri staddur á hverjum tíma. MINNING Steinvör Símonardóttir frá Austurkoti FÆDD 31. MARS 1900 DÁIN 13. MAÍ1984 Þegar dauðinn kallar er það stundum lausn og líkn þreyttum og þjáðum. Þó er erfitt þeim sem eftir lifa að sætta sig við missi þeirra sem eru okkur kærir. Við fráfall Steinu ríkir þakk- læti í hugum okkar fyrir að hafa átt samleið með þessari hjarta- hlýju og elskulegu konu. A Vatnsleysuströnd ól hún mest allan sinn aldur og unni Ströndinni sinni af heilum hug. Hún var aldamótabam og við sem yngri erum vitum að það þýðir að á hennar bestu árum voru engin nútímaþægindi til. Stopul atvinna, litlir peningar handa á milli, þröng húsakynni, lélegar samgöngur, ekkert raf- magn. Okkur finnst að h'fið hljóti að hafa verið linnulaust strit og fátækt hjá öllum þorra fólks á þessum árum. En hún Steina var ein af þeim manneskjum sem alltaf átti nóg til að miðla öðrum með sér, hún var rík, því hún átti auðlegð í hjartahlýju, bjartsýni og trú á Guð. Steina ólst upp í stórum syst- kinahóp sem alltaf var bundinn sterkum böndum þó leiðir skildu um sinn vegna atvinnu og bú- setu. Sterkustu böndin held ég þó að hafi verið milli hennar og Rafns bróður hennar, ástúðlegra samband milli systkina þekki ég ekki. Þau bjuggu saman með for- eldrum sínum mörg ár. Steina var heitbundin Sigur- steini Bjamasyni og átti með honum tvo drengi, Aðalstein og Guðberg. Leiðir þeirra skildu og Steina ól upp drengina sína með aðstoð Rafns. Foreldrar þeirra tóku í fóstur ungan dreng, Óskar Guðmundsson. Þá voru þau orði öldruð svo Steina var honum því meira móðir en systir. Þau bjuggu saman systkinin með drengina þrjá og aldraða og sjúka foreldra sína. Flestu fólki hefði fundist það nóg að hugsa um, en 1931 barst þeim í hendur drengur á fyrsta ári sem misst hafði móður sína. í Austurkoti var nóg hjartarúm fyrir hann og Ólafur Herjólfsson ólst þar upp að miklu leyti. Þó hann væri hjá föður sínum hka leit hann alltaf á Austurkot sem heimili sitt og Steinu sem móður sína. Árið 1944 kvæntist Rafn Valgerði Guðmundsdóttur. Með henni komu tvö börn hennar af fyrra Það hefur verið löngum hefð, þegar komið hafa upp boð og bönn, að þá væri farið að hugsa upp mótleik, það var svo með þetta bann. Fyrir utan vínsmygl frá öðrum löndum, þá var farið að ,,brugga“ áfengi og skal ekki hér farið út í þá framleiðslu, en þar komu mjólkurbrúsar mikið við sögu, og að sjálfsögðu sem stærst- ir, eða 50 lítra, stærri voru ekki framleiddir svo ég vissi til. Auð- vitað urðum við mjólkurbflstjór- arnir fyrstir allra spurðir, hvort við vissum ekki af 20, 30, 40 eða 50 lítra brúsum, sem væri hægt að fá, en þeir yrðu helst að vera með sér- stökum lokum. Þessum brúsum var svo breytt þannig, að þeir urðu aðaluppistaða bruggtækja, þegar ekki var um stórfyrirtæki að ræða, en þegar þeirra stærð nægði ekki þá voru olíutunnur notaðar sem suðupottur, en þær voru galvani- seraðar og þóttu ekki eins góðar og tinhúðaðir mjólkurbrúsar, en tunnurnar þurftu líka marga primushausa, allt upp í 16 hausa á hringmynduðu röri, sem passaði fyrir botninn innan gjarðar. Ekki meira um þetta atriði, því nú erum við rétt komnir að fyrsta áætluðum stoppstað, að Halakoti. Framhald í næsta blaði. hjónabandi og saman eignuðust þau fimm börn. Það var því ævin- lega stór hópur af bömum kring- um Steinu. Þó var alltaf nóg pláss fyrir Óla og honum tekið sem týnda syninum þegar hann kom. Móttökunum sem ég fékk er ég kom að Austurkoti í fyrsta sinn gleymi ég aldrei. Glaðværð og hlýju andaði frá þessari stóru fjölskyldu og Steina sópaði burtu öllum efa um hvort ég væri vel- komin með Óla. Ótal gleði- og hátíðastundir höfum við átt með Steinu og fjölskyldu hennar. Synir Steinu eru báðir kvæntir, svo og fóstursynimir og öll böm Rafns. Steina fylgdist alltaf vel með bömum og bamabömum í fjölskyldunni. Hún gladdist yfir öllu góðu og bað fyrir öllum hópnum. Amaði eitthvað að hjá einhverjum, vissum við að Steina bað sérstaklega fyrir þeim sem í vanda var. Að leiðarlokum vilj- um við í Hvammi þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með Steinu. Viðkynningin við svo stórbrot- inn persónuleika sem var svo rík af móðurást að hún gat gefið öll- um smælingjum af auði sínum, slík kynni ættu að gera okkur að betra fólki. Megi Drottinn launa henni allt sem hún hefur gott gert og gefa henni sinn frið. Ingibjörg Bjamadóttir 234-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.