Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 11

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 11
Landsmót UMFÍ hafa vaxið upp af gamalli arfleifð Ræða flutt 15. júlí 1984 á hátíðarsamkomu 18. Landsmóts UMFÍ á leikvangi Keflavíkur. Ræðumaður Þorsteinn Einarsson, fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins. Heiðursgestur 18. Landsmóts UMFÍ. Hér í Keflavík og Njarðvík stendur nú yfír hið 18. Landsmót UMFÍ í boði umf. Keflavíkur og Njarðvíkur. Heimboð ungmenna- félaganna hefur verið þakksam- lega þegið af stjómum 18 héraðs- sambanda og 8 félögum utan þeirra. Ungmennafélögin eru 198, sem senda 1350 íþróttakeppendur, sem hafa þessa dagana reynt fræknleik sinn við jafningja í 44 íþróttagreinum. Auk þessa sýna um 200 í 3 sýningaflokkum. Arið 1909 héldu ungmennafé- lögin norðanlands íþróttamót. Til- gangurinn var sá: ,,,..að komast að raun um fræknleik einstakling- anna í hinum einstöku íþrótta- greinum“. Mótsdagurinn var 17. júní. Oddeyrartúnið á Akureyri mótsstaðurinn. Deila má um hvort þetta mót skuli telja til svonefndra Lands- móta UMFÍ, - en hvert er þá hið fyrsta? - Heitið landsmót kemur eigi fram fyrr en 1943. Mótið 1911 heitir ,,,íþróttamót UMFÍ“. Sama °afn fær mótið 1914. Þá örlar á heitinu leikmót. „íþróttamót UMFÍ“ hét mótið í Haukadal Þorstcinn Einarsson 1940, er mót UMFÍ voru endur- vakin af Sigurði Greipssyni. - Kveður þátttaka ungmennafélag- anna á um heiti mótanna? - Þeir sem kepptu 1909 voru allir frá ung- mennafélögum og að því er best verður séð frá fimm (5). íþrótta- mót UMFÍ 1911 sóttu tvö (2) umf. og þrjú (3) íþrótta- og fótbolta- félög. Öll félögin úr Reykjavík. Til íþróttamóts UMFÍ 1914sendireitt (1) umf. utan Reykjavíkur, tvö (2) koma úr höfuðstaðnum og auk þeirra fjögur (4) íþrótta- og knatt- spymufélög. Kalli um að mæta til endurvak- ins íþróttamóts UMFÍ 1940 hlýða 73 keppendur frá fimm (5) héraðs- samböndum ungmennafélaga, svo að það er annað hreina mót ung- mennafélaga, þegar mótið 1909 er talið hið fyrsta. A stofnþingi UMFÍ á Þingvöll- um 1907 er mönnum kappsmál á: ,,að árlegt íþróttamót verði haldið fyrir ísland“. Umf. Akureyrar kveður upp úr með þetta og heldur málinu vakandi. í maí 1908 gerir það þessa ágætu samþykkt: ,,Ár- legt íþróttamót sé haldið fyrir allt landið og þangað send íturmenni hvers fjórðungs ásamt fleirum“. Afram halda þeir í umf. Akur- eyrar að reyna að hrinda í fram- kvæmd íþróttamóti. í ársbyrjun 1909 skorar félagsfundur á vænt- anlegt fjórðungsþing norðlenskra ungmennafélaga: ,,...að hlutasttil um að almennt íþróttamót verði árlega haldið í sambandi við vænt- anlegt hátíðahald 17. júní“. - Af þessum samþykktum má sjá að frumherjar ungmennafélaganna hugsuðu sér kerfi móta; fjórðungs- mót og þaðan send íturmenni ásamt fleirum á íþróttamót UMFÍ. Ur því ekki var tekið undir þess- ar samþykktir, þá kjósa þeir í umf. Akureyrar þriggja manna nefnd undir forustu Lárusar Rist, til þess að undirbúa og framkvæma íþróttamót 17. júní 1909. - Þetta tekst, svo að 17. júní er gengið fylktu liði inn á Oddeyrartún af hafnarbryggjunni. Á túninu hefur verið komið fyrir ræðupalli, jöfn- uð flöt fyrir glímu og dans, - upp yfír allt gnæfur mænir stórs veit- ingatjalds. Góðviðri og velvirkur undirbúningur löðuðu mikinn mannfjölda til þess að drífa að. - íþróttakeppni hófst að loknum ræðuhöldum. í fimm flokkum keppa 30 gh'mumenn, því næst er stokkið á stöng (hæst 2.46 m), langstökk (vinnst á 5.40 m), í tveim flokkum, drengja og full- orðinna, er þreytt 100 m hlaup og menn reyna með sér í hástökki, þeir sem hæst stökkva fara yfir 1.48 m og markvert er að annar ELSTUR ISLENDINGA TIL AÐ LJÚKA SVEINSPRÓFI í IÐNGREIN Það er nokkuð sérstakt, að maður ljúki sveinsprófi í iðngrein 73 ára að aldri. Sá atburður gerðist nýlega, þegar Helgi Helgason úr Njarðvíkum lauk sveinsprófi í húsasmíði, þá tæplega sjötíu og þriggja ára. Mun hann lang elsti íslendingur til að taka slíkt próf. Á meðfylgjandi mynd er Helgi Helgason, ásamt sonarsyni sínum, Júlíusi Valgeirssyni sem lauk sveinsprófi í málaraiðn. Myndin er tekin í hófi, er Iðnaðarmannafélag Suðumesja, Iðnsveinafélag Suð- urnesja og Meistarafélag byggingamanna á Suðumesjum héldu í Iðnaðarmannasalnum, þar sem afhent vom sveinsbréf. Elstur Islendinga til að Ijúka sveinsprófi í iðngrein. FAXI-235

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.