Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 12

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 12
þeirra stekkur þessa hæð jafnfætis, sem er íslandsmet fram til 1944. Kappgöngur þreyttu menn með sér um 400 m spöl. Keppt var í 50 m og 100 m sundsprettum. - En markvert er fyrir sundíþróttimar, að Lárus Rist lét sundflokk úti á Pollinum leika sundfimi í sjólok- inu og nefndi kjórusund (nafn á selavöðu og þeirra leikjum). Þessi íþrótt sást leikin um 1950 í Sund- höll Reykjavíkur (stjómendur: Sara Jane Donovan og Jón Ingi Guðmundsson), en er nú á kom- andi 23. Olympíuleikum orðin keppnisgrein á leikunum. Að kvöldi mótsdagsins áttust Akur- eyringar og Húsvíkingar við í „fót- boltaleik“. - Mótið var mikil ný- lunda í íslensku þjóðlífi. - Versl- unarmenn í Reykjavík höfðu að vísu upp úr síðustu aldamótum efnt til samkomuhalds í Kópavogi eða á Landakotstúni, þar sem keppt var í stökkum, hlaupum, köstum og glímu. íslandsghma hófst 1906 og Skjaldarghmu Ár- manns má rekja til 1889. Skoskur prentari, Ferguson að nafni, lætur drengi sýna leikfimi, er hann hafði kennt þeim, í lok síðustu aldar. - Pjóðhátíðarárið 1874 var víða um land efnt til samkomuhalds, þar sem keppt var í íþróttum, þó aðal- lega í ghmu. - A árstíðabundnum samkomum þjóðarinnar um aldir var íþróttakeppni löngum skemmtun góð t.d. gleðimar, sem bannaðar voru á öndverðri 18. öld. - Allar þær aldir, sem Alþingi kom saman á Þingvöllum, mun æskulýður og annað fylgdarlið þingmanna hafa reynt með sér í íþróttum. Safnast saman til leikja og sett á svið sýningar, t.d. smala- reið og aðra fomeskjulega leiki, - auk fangs, — ghmu —, neðan undir Fangbrekku á Efri-Völlum. í fornum ritum finnast stuttorð- ar frásagnir um stórmót t.d. geyma Bárðar saga Snæfellsáss og Ár- manns saga Dalmannssonar sagnir um mót, sem lotið hafa greinan- lega ströngum leikreglum - leik- aga -, skapillir og leikillir menn vom fjarlægðir. Góðir tilheyrendur, er ég nýt þess heiður að flytja hér á 18. Landsmóti UMFÍ ræðu, þá vildi ég mega vekja athygli á hve lands- mótin hafa vaxið upp af gamalli arf- leifð og henni menningarlegri, - Leikir - — Gleðir. íslendingar reyndu með sér þar sem þeir komu margir saman, í göngum, ver- stöðvum, við kirkjur, í biskups- setraskólunum o.s.frv. Við sem höfum starfað að þessum lands- mótum, sumir frá endurvakningu þeirra höfum leitast við að beina til þeirra hollum erlendum áþrifum, f jölbrey tni, sem að vísu hefur sum- ar hverjar verið erfitt að innleiða vegna misjafnrar aðstöðu til iðk- ana og keppni. Mótin hafa gert sínar kröfur, sem orkað hafa á úr- bætur á aðstöðu, kennslu íþrótta- greina, þjálfun íþróttafólks, bún- að og framkomu. Við samanburð á árangri keppenda á þessum 18 mótum, þá er athygli- og aðdáun- arvert hve æskan hefur vaxið af færni og getu með bættum mögu- leikum. Kunnur fræðimaður hefur kveð- ið upp úr með eitt sérkenni, sem hann telur einkennilegt í fari ís- lendinga, að þeir verði því fjörugri og kátari sem veðrið er verra og ofsalegra. - Reynsla mín af lönd- um mínum og þá sérstaklega æsku þjóðarinnar, sem sótt hefur 13 landsmót, sem ég hefi meira eða minna verið viðriðinn, staðfestir þessa.staðhæfingu fræðimannsins. Kvöldið fyrir landsmótið að Eiðum 1952 féll haglél mikið svo að hvítnaði í grasrót. Upp við skólahúsin var unnt að hnoða snjókúlur. Æskan, sem átti fram- undan tveggja daga keppni og ár- angur háður veðri, - réði sér ekki fyrir kæti. Hið innra með sér mun það hafa verið kvíðandi sem ég. Við rismál fyrri dags landsmóts- ins í Hveragerði 1949 var horft út í sunnlenskt vatnsveður, rekið upp' fjallakvosina af suð-austan roki. Kafjisamsœti var haldið á Glóðitmi að aflokinni setningarathöfh. Hér er forseti íslands að þakka Axel Jonssyni fyrir virðulegt samsœti. AVARP FORSETA ISLANDS VIÐ SETNINGU LANDSMÓTSINS Góðir samkomugestir! Landsmót Ungemnnafélaga íslands eru ætíð nokkur viðburð- ur í þjóðlífi okkar. í öllum sveit- um landsins eru samtök ung- menna félagsmálahreyfing sem stefnir að því að gera mannlífið betra og jákvæðara með virkri þátttöku og samstöðu við að rækta mannkosti og landskosti, sem í senn koma til góða í samtíð og framtíð. Hvár sem komið er í landinu blasir við okkur árangur viðamikils starfs ungmennafélag- anna. Þar hefur verið og er að verki hverju sinni í áranna rás æskufólk, sem tekur á sig fulla ábyrgð heimabyggða og þjóðfé- lagsins alls, þegar fram líða stundir og elur upp nýja æsku með endumýjaðan metnað sem hlýtur alla tíð að vera akkeri þjóðarinnar. En öðru hvom þarf að fara að heiman og hitta þá sem annars staðar búa til að segja hver mað- ur er og hvað áunnist hefur í heimahögum og eins til þess að sjá að hvaða verkefnum aðrir em að vinna. Þá fyrst veit maður best hver maður er, hvar maður á heima, þegar farið er yfir fjöll og dali á fund annarra manna í öðr- um sveitum og öðmm lands- fjórðungum. Við snúum aftur ríkari af minningum og vinum og þá jafnframt færari um að miðla af þekkingu- og lífsreynslu. Því enda þótt hver verði lengst með sjálfum sér að ganga verður sú ganga einhæf sé ekki leitað eftir samskiptum við aðra menn. Landsmót sem þessi, þegar saman koma félög og einstakl- ingar hvaðanæfa að á landinu með sömu hugðarefni og sömu markmið, em einn besti vottur þess að við eigum okkur þjóðar- ímynd, okkur sjálf hér og nú, með vitund um sögu forfeðranna sem á undan okkur hafa gengið, sjálfsímynd, sem er þjóðemi okkar. Slík landsmót skýra betur en margt annað hvers vegna við fámenn þjóð í landi víðáttanna tölum öll sömu tungu þótt fjar- læg séu landshomin. Ekkert okkar er öðm óviðkomandi hvar sem við búum í þessu landi. Það sannar best viðleitnin til að tengja sem traustust vinabönd milli allra héraða landsins. Það fer vel á því að íþróttir skipi öndvegi á landsmótum ung- mennafélaga íslands. íþróttir em virtar um allan heim sem tákn manngildis og drengskapar. Mikil þátttaka í 18. Landsmóti UMFÍ er gleðileg staðreynd. Ég óska öllum mótsgestum ánægju- legra daga á góðum vinafundum. 236-FAXl

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.