Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 14
 MINNING KRISTJANA KJELD FÆDD 17. JÚLÍ1944 DÁIN15. SEPT. 1984 Hún var skírð Kristjana Hanna Guðfinna, fædd 17. júlí 1944 á Ljósvöllum í Innri-Njarð- vík. Foreldrar hennar voru hjón- in Jóna Guðrún Finnbogadóttir úr Innri-Njarðvík og Jens Sófus Kjeld frá Færeyjum. Hann dó fyrir fjórum árum. Kristjana var yngst sex syst- kina. Hin eru; systumar María, Hanna og Kristbjörg og þeir bræður Matthías og Finnbogi. Kristjana fór unglingur í Flens- borgarskóla, en útskrifaðist gagnfræðingur frá Núpi í Dýra- firði, þar sem hún var einn vetur. Um sumartíma vann hún í Dan- mörku og Færeyjum hjá frænd- fólki sínu. Einnig vann hún á þessum árum á bamaheimili í Reykjavík og í Þjóðleikhúsinu vann hún um tíma. 28. apríl 1962 giftist hún eftir- lifandi manni sínum Jóni Bene- diktssyni. Hann er vélstjóri að mennt, fæddur 28. sept. 1941 í Keflavík, sonur hjónanna Bene- dikts Jónssonar og Margrétar Agnesar Helgadóttur. Þau hófu búskap í húsi foreldra Jóns í Keflavík, en fluttu í nýbyggt hús sitt að Heiðarbrún 5 rétt fýrir jól- in 1965. Þau eignuðust þrjú böm: Elst- ur er Benedikt tuttugu og tveggja ára. Unnusta hans er Inga Re- bekka Árnadóttir. Þau em við nám í Svíþjóð. í miðið er Jóna Guðrún 20 ára og yngst er Mar- grét Agnes 16 ára. Þær em báðar í framhaldsskólum. Kristjana vann í nokkur ár hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur, þar sem Jón maður hennar vann þá einnig. En þegar veikindi hennar komu í ljós 1976 varð hún að skipta um vinnu og hóf störf hjá Brunabótafélagi íslands og vann þar við góðan orðstír af mikilli samviskusemi. Hún naut einstakrar velvildar þar, er veikindin kölluðu hana frá vinnu. Sjúkdómur hennar og veikindi voru eðlilega mikið áfall er þau uppgötvuðust. Hún var undir handleiðslu fæmstu lækna bæði heima og í London. Þar gekkst hún undir erfiða aðgerð í desem- ber í fyrra, er lofaði góðu. Hún kom heim, en henni versnaði og utan fór hún á nýjan leik og þar andaðist hún að kveldi laugar- dagsins 15. september síðastlið- inn. Þar var Jón með henni sem jafnan áður og góðir vinir þeirra. Kristjana var umvafin ástúð eiginmanns og bama, móður, systkina, tengdaforeldra, frænd- fólks og vina. Hún naut margháttaðs stuð- ings einstaklinga og félaga, ekki síst vinnuveitanda síns og Jóns. Fyrir það skal hér þakkað nú. En það var þó fyrst og fremst Kristjana sem veitti öðmm af sínu lífi og lífsgleði. Hún gaf bömum sínum óendanlega mikið af sjálfri sér, kenndi þeim bænir og vers og af þeim dýrmæta auði búa þau alla ævi. Fjölskyldan og heimilið var henni allt, ytra sem innar bar merki ræktar og umönnunar. Hún var feikndugleg allt frá bamæsku, viljasterk og ákveðin. Kristjana bar veikindi sín með sérstakri stillingu og allir sem komu að sjúkrabeði hennar urðu þess strax áskynja. Öll hennar veikindi vom mikill lífsins skóli, ekki síst fyrir eiginmann og böm. Við fómm öll ríkari frá henni og fátt hefur auðgað mig í mínu starfi sem lífsreynsla hennar. Þær stundir sem við ræddum saman, utan sjúkrahúss sem innan, em mér trúamesti út í lífið og líf hennar lifandi saga Jobsbókar á okkar tíð. Persónugerð Kristjönu, glæsi- leiki, glaðværð og skapstyrkur samfara ríkri tniarþörf er okkur öllum sterkt í huga nú er við kveðjum hana og þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur hana. Látum h'fsmynd hennar varðveit- ast í huga okkar og þökkum Guði fyrir að gefa okkur svo góðan og trúan lærisvein Krists. Enginn tók frá Kristjönu von- ina. Sú von og sú trú hefur nú borið hana inn til hins eilífa lífs,, þar sem kærleikur Guðs breytir öllu í dýrð, styrk og sigur. í Guðs föður faðmi hvflir hún nú fyrir miskunn og kærleika Guðs til okkar í Jesú Kristi. Honum sé eilíf þökk og dýrð. Guð blessi eiginmann, son og dætur og alla fjölskyldu hennar um ókomin ár. Guð blessi minninguna um Kristjönu Kjeld. Þorvaldur Karl Helgason Kallíð er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður víðkvcem stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Héðan skal halda, heimili sitt kveður heimilis prýðin i hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himinninn. Míg langar til að skrifa nokkur orð um Kristjönu Kjeld, sem alltaf reyndist mér svo vel. Landamæri lífs og dauða eru alltaf í nánd, þegar um hættulega sjúkdóma er að ræða. Eftir níu mánaða mjög svo erfiða sjúkdómslegu, hér í London og heima á íslandi, lést Kristjana Kjeld. Hún háði hetjulega og einstæða baráttu fyrir lífi sínu, uns yfir lauk. Með Kristjönu er horfinn einstakur persónuleiki, svo sterkur og góður, sem ég var svo lánsamur að fá að kynnast. Sú hjartahlýja og innileiki sem Kristjana gaf mér mun aldrei ná að slökkna. Ég bið Guð að styrkja eiginmann hennar Jón, sem svo hetjulega stóð við hlið hennar allan tímann og börn þeirra Benedikt, Jónu Guðrúnu og Margréti Agnesi. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt. London, 19. sept. 1984 Bjöm Ingi Knútsson. 238-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.