Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 17

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 17
BYGGINGAFULLTRÚAR KEFLAVÍKUR Sigurdur Jónsson. Egill Jónsson. Gudleifur Sigurjónsson. Steinar Geirdal. Axel Nikolaison. göngumálaráðuneytinu af þeim Þorsteini Briem ráðherra og Vig- fúsi Einarssyni ráðuneytisstjóra byggingasamþykkt fyrir Keflavík- urkauptún, og öðlaðist hún gildi 1. ágúst sama ár. Samþykkt þessi var upp á 4 kafla, alls 53 greinar. Kaflaskiptingar voru þessar: 1. Kafli: Verksvið samþykktar og stjórn byggingcimála, alls 5 greinar. 2. Kafli: Akvæði um húsagerð, alls 47 greinar. 3. Kafli: Byggingaleyfi, framkvæmd verksins, eftirlit, alls 4 grein- ar. 4. Kafli: Sektarákvæði og breyting á samþykkt 2. greinar. í 4. grein, fyrstu málsgrein stendur: ,,í bygginganefnd eiga s$ti: Hreppsnefndaroddviti, er sá formaður, og fjórir atkvæðisbærir hreppsbúar, er hreppsnefnd kýs”. Næst er það að á hreppsnefndar- fundi sem haldinn var 25. septem- ber 1932, var svohljóðandi bókun gerð, sem undirrituð er af Guð- mundi Guðmundssyni oddvita, Þorgrími St. Eyjólfssyni og Frið- riki Þorsteinssyni, en þar segir í 2. máli. ,,Kosnir í bygginganefnd sam- kvæmt nýstaðfestri byggingasam- þykkt voru þeir Skúli Skúlason, Skúli Högnason, Kristján Guðna- son og Sigurbjörn Eyjólfsson. Bygginafulltrúi var kosinn Skúli Skúlason, en frestað var að setja honum erindisbréf’. Fyrsti fundur hinnar nýkjömu nefndar var svo haldinn 6. október 1932 og er fundargerðin svohljóð- andi: ÁRIÐ 1932 Fimmtudaginn 6. október var bygginganefndin samankomin að undanskildum Skúla Högnasyni. Pað sem gjörðist á fundinum var: 1. Kosinn ritari nefndarinnar Kristján Guðnason. 2. Nefndinni hefur borist til eyrna að ÓlafurJ. A. Ólafsson Hafn- argötu 23 hafi ákveðið að byggja brauðsölubúð neðantil á móts við íbúðarhús sitt, austan við götuna. Byrjað er að grafa fyrir húsinu svo nœrri götu, að nefndin álítur það ekki vera í samrœmi við það er skipulags- nefnd hefur hugsað sér. Með því að heyrst hefur að hús Höfum hin frábæru radial-vetrardekk á ótrúlega hagstæðu verði. Einnig aðrar tegundir nýrra og sólaðra dekkja. AÐALSTÖÐIN BILABÚÐ - SÍM11517

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.