Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 19

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 19
ámaöheilla.... ámaðheilla.... ámaðheilla.... ámaöheilla.... ámað Jón Tómasson sjötugur Hinn26. ágústs.l. áttiJón Tóm- asson, ritstjóri Faxa og fyrrverandi símstöðvarstjóri, sjötugsafmœli. Hann er fæddur í Grindavík 26. ág. 1914. Foreldrar hans voru Tómas Snorrason, skólastjóri og kona hans Jórunn Tómasdóttir. Bjuggu \mu í Keflavík í nokkur ár, en fluttu afturtil Grindavíkur 1919. Æskuár sín átti Jón því í Grindavík og fór að stunda sjó á bátum og togurum þegar hann óx úr grasi. En á þessum árum varð hann fyrir slysi, sem olli því, að hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu. Varð það til þess, að hann hóf nám í Samvinnuskólanum og útskrifaðist jxtðan 1938, kom síðan til Kefla- víkur og starfaði við verslun um tíma, en gerðist stöðvarstjóri Pósts og síma hér 1. des. 1940 og gegndi því starfi þar til 1977. Hefir síðan rekið umboðsskrifstofu fyrirferða- lög, happdrætti o.fl. Árið 1941 gerðist Jón félagi í Málfundafélaginu Faxa, sem jxí var nýstofnað, og hefir verið jxir virkur félagi alla tíð síðan. Fljótlega eftir að félagið hóf útgáfu á blaðinu Faxa, kom Jón til starfa, fyrst sem af- greiðslumaður en síðar sem rit- stjóri. Hefir hann innt jxir mikið starf afhendi. Hinir mörgu árgang- ar Faxa bera Jóni fagurt vitni. Jón átti sœti í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1946-54 og hefir gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir bœjarfélagið. Þá hefir Jón verið félagi í stúk- unni Vík frá stofnun hennar óg gegnt jnir ýmsum embœttum, m.a. var hann æðstitemplar í nokkur ár. Hafði hann m.a. forystu um leik- starfsemi á vegum stúkunnar. Félagi í Rotaryklúbbi Keflavíkur hefir Jón verið síðan 1952. Forseti klúbbsins 1963-64. A f öðrum félagsmálastörfum má nefna: Formaður í félagssamtök- um stöðvarstjóra frá 1945 til 1974. 1 stjórn Fél. ísl. símamanna frá 1953, í mörg ár. Endurskoðandi Kaupfé- lags Suðurnesja frá stofnun 1945 til 1983. í þjóðhátíðarnefnd og barnaverndarnefnd Keflavíkur í 12 ár. Sat flest BSRB þing sem fulltrúi framangreindra félaga símamanna meðan hann var í starfi. í ritstjórn Símablaðsins frá 1968 til 1977. Rit- stjóri blaðsins Ármanns, sem gefið var út á tveimur stœrstu skátamót- um, sem haldin hafa verið hér á landi. 1 stjórn skátafélagsins Heiðabúa Í30 ár. Gjaldkeri og ritari björgunarsveitarinnar Stakks í mörg ár. 1 stjórn Krabbameinsfé- lags Keflavíkur og ritari fx’ss s.l. 25 ár. Varkjörinn heiðursfélagi jx’ss á 30 ára afmæli félagsins 14. apríl s. I. Af ofangreindu, sem er fjarri því að vera tœmandi upptalning, má sjá að Jón hefir komið víða við t félags- og menningarmálum og ekki síður að hann hefir notið mik- ils trausts sinna samborgra. Þann 22. apríl 1948 gekk Jón að eiga Ragnheiði Þ.K. Eiríksdóttur bakara í Keflavík og Hafnarfirði Eiríkssonar. Hefir sambúð jx:irra verið með ágætum og eiga þau fag- urt heimili. Börn jxurra eru fjögur: Omar, Eiríkur, Tómas og Mar- grét. Fyrir hjórtaband hafði hann eignast son, sem Sveinbjörn heitir og býr í Ameríku. Sonur Rögnu af fyrra hjónabandi er Júlíus Grétar Bjarnason, sem biísettur er á Eið- um. Kom Jón honum ungum í föð- urstað. Oll eru börn jx'ssi hin mannvœnlegustu. Eg vil að lokum />akka Jóni fyrir löng og mjög ánægjuleg kynni og vináttu við mig og mína fjölskyldu. Leiðir okkar hafa víða legið saman í félagsmálum og samstarfið alltaf verið ánœgjulegt. Vinátta jxárra hjóna við mína fjölskyldu hefir ver- ið okkur mikils virði. Með bestu óskum um gæfuríka framtíð. Guðni Magnússon. ÓlafurA. Þorsteinsson Fyrrv. forstjórí 70 ára Sunnudaginn 5. ágúst síðastlið- inn varð Olafur A. Þorsteinsson fyrrverandi forstjóri Olíusamlags Keflavíkur og nágr. 70 ára. Olafur er einn örfárra innfæddra Keflvíkinga núlifandi á [xssum aldri. Fæddur í Þorvaðarhúsi við lshússtíg. Foreldrar Olafs voru Þorsteinn Þorvarðarson fiskimats- maður og kona hans Björg Arin- bjarnardóttir, annálað sæmdar- fólk. Olafur gekk í Verslunarskólann og lauk þaðan námi 1934, nœstu ár stundaði hann ýmis störf. Arið 1938 var Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis stofnað og varð Olafur fyrsti starfsmaður jxss og jxir starf- ar hann enn. Olíusamlög voru á jx’ssum tíma stofnuð víða um land, en löngu er svo komið að aðeins O.S. K. stend- ur á eigin fótum og vel jxið, því O.S.K. er næst stœrsti eigandi að Olíufélaginu hf. Á etigan mun hall- að þótt fullyrt sé að þessi árangur hefir fyrst og fremst náðst vegna elju og árvekni Ólafs Þorsteinsson- ar. Engum sem kallast forstjóri í dag hefði þótt starfið fýsilegt eins og það var í upphafi. Olían kom þá öll á tunnum og velta varð tunnunum langan veg að hverjum bát. Hver bátur átti svo sína smurolíutunnu sem velta varð fram og til baka eftir því sem á þurfti að halda. Ólafur var í byrjun eini starfs- maðurinn og varð að sinna bátun- um nánast allan sólarhringinn. Flestir eða allir útgerðarmenn í Kcflavík og Njarðvík voru félagarí O.S.K. í upphafi. Fljótlega var byggður olíutankur og leiðslur lagðar fram á ,,Garð“ en áfram hélt puðið með smurolíuna, hver átti sína tunnu og tók af henni eftir þörfum. Þegar kom fram í stríðið var far- ið að kynda íbúðarhús hér með olíu,, og í fxim efnum var fxtta svæði á undan öðrum hér á landi. O.S.K. fylgdi þróuninni og starf- semin jókst jafnt og þétt. Ólafur stýrði Ó.S.K. afslíkri lipurð og elju að samlagið hélt hér megin hluta olíuviðskipta meðan hús voru kynnt með olíu. Ávallt var Ólafur til taks, hvort sem var að nóttu eða degi og hvort sem vantaði olíu eða gera jmrfti við kynditæki. Mestur mun ófriðurinn hafa verið þegar gerði frostakafla því þá var mjög algengt að frysi í leiðslum frá tönk- unum. Sá sem jxtta skrifar byrjaði að vinna með Ólafi 1966, til jxssa dag hefir aldrei fallið skuggi á /xið sam- starf. Kynni mín af Ólafi eru öll á einn veg og ég fullyrði að í dag á O. S. K. tilveru sína Ólafi Þorsteins- syni að jxtkka og engum öðrum. Ólafur hætti starfi forstjóra fyrir tveimur árum að eigin ósk, en starf- ar áfram hjá samlaginu og annast bókhald o.fl. eftir því sem á jxirf að halda. Ólafur hefir haft lifandi áhuga á ýmsum félagsmálum. Hanti starf- aði mikið fyrir Ungmennafélagið fyrr á árum. Um skeið tók hann virkan þátt í bæjarmálum, sat í hreppsnefnd og fyrstu bœjarstjórn Keflavíkur. Um árabil var Ólafur formaður stjórn- ar Sérleyfisbifreiða Keflavíkur og stjórnaði fyrirtækinu að meira eða minna leyti á umbrotatímum í sögu jxss. Þar sem annars staðar leysti\ hann erfið mál farsældlega. Lengi hefir By^gðasafn verið helsta áhugamál Ólafs. Það ein- staka myndasafn sem þar er búið að koma upp er algjörlega verk hans, og seinni ár hefir Ólafur helgað safninu allar sínar tóm- stundir. Hér hefir aðeins verið drepið á því helsta sem Ólafur hefir starfað að og það verður látið nægja að sinni. Ólafur er giftur Hallberu Páls- dóttur frá Hafnarfirði, óska ævi- félaga sem reynst hefur honum sönn stoð og stytta. Þau eiga þrjú börn, Björgu, Sigrúnuog Þorstein. A jxssum tímamótum vil ég fyrir mína hönd og allra félaga í Olíu- samlagi Kejlavíkur og nágrennis flytja Ólafi og fjölskyldu hans ein- lægar árnaðaróskir með innilegu þakklœti fyrir allt sem hann hefir gert fyrir okkur. Lifðu heill nafni minn. Ólafur Bjömsson FAXI-243

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.