Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 22

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 22
Skúli Magnússon 3. hluti SJÓSLYSAANNÁL KEFLAVÍKUR 1864 Sexæringur týnist Hinn 29. mars 1864 (á þriöja degi páska) réru áraskip frá Suður- nesjum í kyrru veðri. Um miðjan dag rauk vindur í landnorðan, svo skipum hlekktist á. Sexæringur frá Keflavík týndist með allri áhöfn. Höfðu 'skipverjar lagt net sín í Leirusjó, og voru á heimleið er skipinu hvolfdi. Fannst það síðar fast í netatrossu og var í henni mergð þorska, dauðra og lifandi. Talið var að ofhleðsla hefði grand- að skipinu. Það var orðið gamalt og fúið. Þessir menn fórust: Magnús Hallbjamarson frá Okrum á Mýmm. Formaður. Hásetar voru: Gestur Jónsson frá Mýraseli. Kristján Jónsson frá Skiphól. Bjarni B jarnason frá Skíðsholti. Einar Eiríksson frá Vogi. Jón Jónsson frá Selárdal, Dala- sýslu. Guðmundur Bjamason, 41 árs frá Keflavík. (P.G.: Annáll 19. aldar, III, bls. 226. Suðurnesjaannáll. Rauðsk. III, bls. 68. Prestþjónustubók Útskála II, 1850- 1880. Eitt mannsnafn og tvö bœjarnöfn eru med öðru móti í Annál 19. aldar. Hérer farið eftir prestþjónustubók). 1868 Maður drukknar Magnús Pálsson, bóndi á Ytri- Skógum í Rangárvallasýslu, kom til Keflavíkur í miðjum júnímán- uði 1868. Hafði hann meðferðis tvo lausa hesta og hugðist fá fisk hjá útvegsmönnum. Gekk það treglega þar eð vertíðarhlutur hans var lítill. Nokkuð var Magnús þunglynd- ur og hneigður fyrir vín. Hafði hann líka verið lasinn um það leyti er hann kom til Keflavíkur. Þar á bættist kvíði fyrir að koma tóm- hentur heim til konu og bama. Síðast spurðist til Magnúsar er hann fór upp fyrir byggðina í Keflavík til að huga að hestum sín- um er þar voru á beit á melunum. En ekki kom hann aftur. Síðar fundust hestar hans á þessum slóð- Skúli Magnúuon. um. Hófst þá mikil leit að Magnúsi en hún bar ekki árangur. Þremur vikum seinna fannst lík Magnúsar sjórekið við Vatnsneskletta, skammt innan við Keflavík. Magnús var maður á fertugsaldri. (Faxi, júníblað 1971. Þarhafteflirpjóð- ólfi 13. nóv. 1868). 1868 Kaupskipið Chatianka strandar Hinn 29 ágúst 1868 lá á Kefla- víkurhöfn slúppskipið Chatianka, eign H.P. Duus kaupmanns. Skip- ið hafði verið fermt ýmsum varn- ingi, s.s. fiski, ull og lýsi, sem flytja átti til Kaupmannahafnar. Að morgni þessa ágústsdags var fremur hvöss suðvestan átt, en er leið að hádegi snerist vindur til austurs og varð strekkingshvass. Stóð vindurinn þá upp á höfnina Er stormurinn jókst slitnaði önnur akkerisfestin og skömmu síðar fór hin. Leið ekki nema stundarfjórð- ungur þar til skipið lá mölbrotið uppi í fjöru. Fórust þar allir skip- verjar, fimm að tölu. Mennirnir hétu: Ludvig Comelius Larsen, 35 ára. Skipstjóri. Kvæntur. Bjó á eynni Römö við Jótland, skammt norð- an við núverandi landamæri Jót- lands og Þýskalands. Jacob Jensen Svendsen, 43 ára. (F. 1825). Stýrimaður. Tvíkvænt- ur. Bjó á eynni Læsö í Kattegat. Christopher Terber Bonnesen, 32 ára. (F. 29.8. 1836). Háseti. Kvæntur 5. júlí (1868?). Bjó á eynni Læsö í Kattegat. Stefán Sveinsson, 26 ára. Há- HAGKAUP Verslunin á Fitjunum er opin eins og hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10.00 til kl. 19.00. Föstudaga kl. 10.00 til kl. 20.00. Laugardaga kl. 10.00 til kl. 16.00. Suðurnesjamenn! Verslið þar sem verðlagið er hagstæðast. HAGKAUP Njaróvík,sími 3655 Ef þú tryggir ALLTHJÁ ÁBYRGÐ færÖu VÐSKIPTABÓNUS! Kynntu þér kjörin STRAX! AEfflH©! Tryggingafélag bindindismanna Umboð í Keflavík: JónTómasson Hafnargötu 79 simi 1560 246-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.