Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 24

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 24
Gleraugnaverslun Keflavíkur setur svip á bæinn Eigendur Gleraugnaverslunar Keflavíkur þeir Pétur Christiansen og Kjartan Kristjúnsson ásamt starfsstúlkum verslunarinnar, Sigrúnu Sigvaldadóttur og Maríu Fisher. Á föstudögum er Háfnargata í Keflavík eins og Laugavegurinn í Reykjavík - stanslaus bflalest, svo að nálgast öngþveiti þegar verst gengur. Ástæðan fyrir þessu er sú, að í seinni tíð hefur nánast allt húsnæði við götuna verið tekið undir verslanir og skrifstofur. Þó að umferðar- vandamálið hafi farið í taugamar á sumum hefur sitthvað jákvætt fylgt þessari þróun. Við aukið vöruframboð og gott vöruúrval hefur verslunin færst meira heim - minni ástæða til að heimsækja Reykjavíkurmarkaðinn og þjón- ustuskrifstofur verða hér heimil- isfastar, s.s. blómastofa, verk- fræðiþjónusta, teiknistofur, end- urskoðun o.fl. Flest þessi fyrir- tæki virðast hafa treyst rekstrar- grunn sinn, komist yfir byrjunar- örðugleika og búa sig nú undir að þjóna þörfum aukins fólksfjölda í stækkandi og betri bæ með hverju ári sem líður. Eg leit nýverið inn í eitt þess- ara fyrirtækja, sem nú þegar hef- ur sett svip á fjölbreytni bæjarins - eitt af þessum nýju fyrirtækjum sem mæta þörfum fólksins með ágætri þjónustu, og sparar Suð- urnesjamönnum tíma, fyrirhöfn og peninga. Petta er Gleraugna- verslun Keflavíkur. Hún var stofnuð í maí 1982 af þeim félögum Kjartani Krist- jánssyni og Pétri Cristjansen, sem báðir eru gleraugnafræðing- ar, úr Reykjavík. Gleraugna- fræðinám er nú 4 ár að loknu stúdentsprófi. Próunin hefur verið sú að hingað til lands hafa flust einkum þýskir gleraugna- fræðingar og menn hafa numið verkleg fræði hjá þeim og síðan fullnumað sig erlendis. En þess má vænta að fljótlega verði þessi kennsla tekin upp í háskólanum eða tækniskóla. Ástæðan fyrir því að þeir félagar völdu Keflavík sem athafnasvæði, en ekki Stór- Reykjavíkursvæðið, var sú að Kjartan hafði kynnst Suðurnesj- unum, hafði m.a. verið hér und- anfarið einn dag í viku og séð um gleraugnaþjónustu fyrir fyrirtæki það er hann vann hjá í Reykjavík og þekkti því mætavel þörfina fyrir gleraugnaverslun hér. Hins vegar fylgdi því nokkur áhætta því að það mun einsdæmi að sett sé upp gleraugnaverslun þar sem ekki er þjónandi augnlæknir á staðnum. Kjartan taldi að einn dagur í viku væri ófullnægjandi augnlæknisþjónusta hér, en sagði að Úlfar Porðarson augn- læknir hefði unnið stórvirki með sínum vikulegu heimsóknum. Þeir félagar opnuðu verslun sína í ca. 25 m2 húsnæði að Hafn- argötu 27 en fluttu í sumar að Hafnargötu 17, sem er um sex sinnum stærra húsnæði og er það á tveimur hæðum. Á neðri hæð- inni er verslun og vinnustofa. Allar innréttingar eru gerðar að erlendri fyrirmynd, líta vel út og eru þægilegar til að vinna við, enda ætlað að þola samanburð, við það besta sem á boðstólum er hérlendis. Efri hæðin er hönnuð fyrir kontaklinsu klínik. Þær eiga miklum vinsældum að fagna, enda hefur tækni í slíkri linsu- gerð tekið miklum framförum á síðustu misserum. Vinsældirnar liggja einkum í því að þær geta verið í augunum dögum og jafn- vel vikum saman án þess að þær þurfi að hreyfa. Það er augljóst - jafnvel ófaglærðum - að þarna eru þeir félgar, að skapa mjög fullkomna aðstöðu til þessarar þjónustu. Á efri hæð eru þeir einnig með skrifstofu. Þeir flytja inn sjálfir allt smátt og stórt fyrir sitt fyrirtæki og hafa hafið heild- sölu innflutning á sínum vöruteg- undum. Enn er þetta í smáum stfl en stefnt að aukningu þess þáttar starfseminnar í auknu og hent- ugra húsnæði. Fólk úr öllum byggðum Skag- ans sækir þessa þjónustu og er fyrirgreiðsla þeirra talin mjög góð. Fólk úr nágrannabyggðun- um kemur með sín resept og bíð- ur í ca. klukkutíma, eða fer og sinnir öðrum erindum og fer síð- an heim með ný gleraugu. Aðspurður taldi Kjartan að strax hefði tekist góð samskipti milli þeirra og Suðumesja- manna, sem þurftu á þessari þjónustu að halda. Suðumesja- menn hefðu strax kunnað að meta þau þægindi og þá bættu aðstöðu að geta fengið gleraugu sín hér heima. ,,Við höfum lagt metnað okkar í að vera með góða þjónustu, góða vöm og topp að- stöðu“, sagði Kjartan, ,,og ár- angurinn hefur skilað sér m.a. í því að fólk, sem verður að leita augnlækna í Reykjavík kemur orðið í vaxandi mæli með resept sín til okkar. Við skiptum við nokkur heimsþekkt fyrirtæki, t.d. þýska fyrirtækið Metzler, sem framleiðir úrvals gleraugna- umgjarðir, og annað þýskt Rod- enstock sem talið er elsti og besti sjónglerja framleiðandi í heimi. Einnig emm við með spangir í tískulitum og tískuformum, sem yngra fólkið sækist eftir.“ Þess má að lokum geta að Glerauganverslun Keflavíkur hefur sett upp útibú á Keflavík- urflugvelli, sem einnig gengur vel. Þetta ágæta þjónustufyrir- tæki er til sóma fyrir eigenduma og setur svip á bæinn, eins og fyrr greinir. Faxi óskar þeim félögum heilla og vaxandi vinsælda að verðleikum. JT Orðsending til húsbyggjenda frá Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur sem vildu fá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurftu að sækja um tengingu eigi síðar en 1. október s.l. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípustæðinu. Ef frost er í jörðu, þarf húseigandi að greiða aukakostnað sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. 248-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.