Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 28

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 28
lingaskóli 1937—1940, þar sem kennd voru ýmis íög, s.s. íslenska, danska, enska, reikningur og heilsufræði. Kennari var Ingibjörg Erlendsdóttir frá Kálfatjörn. Mæltist skóli þessi mjög vel fyrir og var vel sóttur því ekki voru mörg tækifæri fyrir unglinga, sem höfðu lokið skyldunámi að læra meira. Iþróttir og útilíf hafa verið ofar- lega á lista félagsins. Mikil þátt- taka hefur verið í, .Göngudegi fjöl- skyldunnar" undanfarin ár, þar sem farið hefur verið í lengri og styttri gönguferðir innan hrepps- ins. Ein sú íþrótt sem U.M.F. Þróttur hefur tekið þátt í er kappróður. Þó að kappróður hafi ekld enn verið tekinn upp sem keppnisgrein á landsmótum U.M.F.Í. hefur U.M.F. Þróttur árlega tekið þátt í kappróðri á sjómannadaginn í Keflavík frá 1966 með afar góðum árangri. Árið 1982 minntist félagið þess að 50 ár voru liðin frá stofnun þess með sýningu i Glaðheimum þar sem rakinn var aðdragandi að stofnun og sarfsemi félagsins í máli og myndum. Einnig var sett upp líkan af byggð í Vogum áríð 1930. Ávallt hefur verið haldinn full- veldisfagnaður þar sem félagar í Þrótti setja upp leiksýningu og sjá um önnur skemmtiatriði. Kvöldvökur hafa verið haldnar fyrsta sumardag ár hvert þar sem börn og fullorðnir hafa komið saman og skemmt sér við leik og söng. Síðastliðið vor stóð félagið fyrir keðjudansi þar sem dansað var samfellt í 48 klst. og safnað áheit- um. 18. landsmót U.M.F.Í. í Kefla- vík-Njarðvik er fyrsta landsmót sem U.M.F. Þróttur tekur þátt í. Ungmennafélagiö Þróttur íVogum Hin ósigrandi ródrarsveit Umf. Þróttar í Vogum. Frá vinstri: Guðlaugur R. Guð- mundsson, Ómar Jónsson, Þórður K. Guðmundsson, Sigurður V. Egilsson og Sveinbjöm Egilsson. Faxi gerði aðdraganda og undir- búningi 18. landsmóti U.M.F.Í. nokkur skil í síðasta blaði. Flest samböndin sendu blaðinu nokkrar línur og myndir frá starfseminni og var það allt jákvæð og aukin kynning bæði innbyrðis meðal íþróttafólksins, sem allt fékk blað- ið heim í heimabyggð svo og fyrir aðra lesendur Faxa. Því miður bár- ust bréf sumra ekki í tæka tíð — fyrir vinnslu blaðsins, þar á meðal frá U.M.F. Þrótti í Vatnsleysu- strandarhreppi. I bréfi þeirra eru þó gagnmerkar heimildir sem Faxi telur sér skylt að varðveita og kem- ur það því hér. Frá U.M.F. Grindavíkur komu ekki upplýsingar, sem mun hafa stafað af því að stjórnarskipti urðu í félaginu um þetta leyti og ekki unnist tími til að gera beiðni blaðs- ins skil. Vonandi verður bætt úr því á næstunni. Ungmennafélagið Þróttur í Vatnsleysustrandarhreppi var stofnað 23. október 1932. Aðal hvatamenn að stofnun félagsins og í fyrstu stjórn voru þeir Jakob Sigurðsson, Guðmundur B. Jóns- son, Pétur Jónsson, Helgi Magnús- son og Einar Samúelsson. Strax eftír fyrsta starfsár félags- ins var hafist handa við byggingu félagsheimilis í samvinnu við Kvenfélagið Fjólu, en húsbygging var talin lifsskilyrði fyrir félags- starfssemi í hreppnum. Var sam- komuhúsið vígt annan jóladag ár- ið 1933 en bygging hófst í nóvemb- er sama ár. Hafði öll vinna við hús- bygginguna verið gefin af meðlim- um félaganna. Til marks um áhug- ann hjá félögunum þá var unnið við að smíða bekki í húsið á að- fangadag til þess að hægt væri að vígja það á tilsettum tíma. Hét húsið Kirkjuhvoll og var það notað til ársins 1953. Fljótlega varð það of lítið fyrir félagsstarfssemina sem var mjög mikil á þessum ár- um. Seinna keyptu félögin í sam- vinnu við Sveitarfélagið núverandí samkomuhús Glaðheima. U.M.F. Þróttur hefur í gegnum tíðina látið til sín taka ýmis menn- ingar- og félagsmál, t.d. var starf- ræktur á vegum félagsins ung- Frá róðrarkeppni. GRINDAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Þriðji gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda var 1. október s.l. Dráttarvextir eru 2,75% á mánuði. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga um sjálfsábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Grindavfkurbæjar. 252-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.