Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 30

Faxi - 01.10.1984, Blaðsíða 30
en þéttvaxin. Hafði mikið og fal- legt hár, sem hún gat nostrað við og fléttaði fast. Hún var dýravin- ur, sá vel um fjósið, fylgdist vel með h'ðan kúnna, hugsaði vel um allt, sem henni var trúað fýrir. Hún hafði einnig annað starf sem var dýrmætt. Hún var guðsorðalesari heimilisins árið um kring. Alla sunnudaga, hefgidaga, miðviku- daga á föstunni, ásamt kvöldlestr- um. Þar skipaði Vídalínspostilla höfuðsætið, og svo Passíusálm- arnir á föstunni, Péturshugvekjur og kvöldbænir, sem ég man ekki lengur eftir hvem vom. Þetta var mikið verk árið um kring, en hún Ias afburða vel, og hafði ágætan málróm, samfara þreki og úthaldi, sem best kom í ljós, er hún las hina löngu lestra Vídalíns. Allt heimil- isfólk ásamt húsbændum hennar hlustaði með shkri andakt á lestur hennar, að mátt hefði heyra saum- nál detta. Að öðm Ieyti var hún eins og Guðrún Guðmundsdóttir, hlédræg bæði innan heimilisins og utan. Hún átti litla mynd af Maríu mey með Jesúbamið. Þegar kom- inn var miðaftann á sumardögum, þá skein sólin á vesturglugga bað- Ketill Ketilsson, yngsti. stofunnar beint á rúm hennar og á myndina, og mér sem bami varð oft svo starsýnt á hana og fannst myndin ljóma af einhverri æðri birtu og fegurð. Ég hét því, ef ég yrði stór, þá skyldi ég kaupa ein- mitt þessa mynd. Þessa mynd í stóm broti gaf mér einn vinur minn og hef ég hana æ síðan á heimili mínu. Þetta er Madonnu- mynd eftir hinu fræga málverki Rafaels. Það síðasta sem ég heyrði frá Kristínu var það, að hún sendi mér bréf austur að Hmna, og í bréfinu var kvöldlestrarkverið, sem hún las úr. Kver þetta er lítið, en sundur dottið af elli og langri notkun. Hún átti þetta sjálf og bað mig að eiga þetta að lokum. Mér höfðu þótt kvöldsálmamir sér- staklega fallegir, þegar ég var heima í Kotvogi. Svo kvaddi hún mig, þakkaði mér fyrir gamla tím- ann í góða bænum, bað Guð að geyma mig og skrifaði: Líði þér alltaf vel. Það skal þó fram tekið þótt þessi daglega og fasta verkaskipting væri hjá vinnufólkinu, eins og ég hef sagt hér að framan, þá var samt margt sameiginlegt sem fólkið gekk að, svo sem að ganga á völl, þegar staðið var í róðmm, í þang- fjörum að haustinu, í stóreldum í sláturtíðinni, og síðast en ekki síst var bænum skipt niður milli vinnu- kvenna að þrífa hann, þvo og hreinsa. Það var mikið starf, en til allrar lukku skiptist það á margar hendur. Því bærinn var geysilega málsmikill og þjónustuþungur. Vísa um Ketil fósturföður minn eftir Guðmund Gottskálksson (sjómann), ort um aldamótin 1900: Yngsti Ketill afbragðsmetinn halur Stilltur, gætinn, glaðlyndur, greindur, ætíð ráðsnjallur. Þessa vísu fékk ég hjá Guð- mundi A. Finnbogasyni, fræði- manni. Hér eru svo tvær vísur eftir Andrés Valberg sem hann orti uffl Ketil fóstra minn, er Andrés hafði lesið um hann í Litla skinninu: Yngsti Ketill kunnur var kosti marga bar hann í Kotvogi hann beinin bar, bænda prýði var hann. Flestum sýndi vina vott visku af Guði þáði. Ollum gerði eitthvað gott er hann til hér náði. Jón Thorarensen. SJÁLFSBJÖRG: 25 ÁRA HEILLADRJÚGT STARF Frá þinginu 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. var haldið í Sjálfsbjargarhúsinu, dag- ana 8. - 10. júní s.l. Þingsetning var venju fremur hátíðleg; þar sem minnst var 25 ára afmælis samtakanna er stofnuð voru 4. júní 1959. Af því tilefni tók forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, á móti þingfulltrúum að Bessastöðum. Aðalumræðuefni þingsins var lífeyris- og tryggingamál og höfðu þeir Ingólfur Ingólfsson, félags- fræðingur og Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri almennra líf- eyrissjóða, þar framsögu. Aðrir málaflokkar voru: Ferilmál fatl- aðra, atvinnumál, menntamál, farartækjamál og félagsmál. í helstu ályktunum kemur m.a. fram: 22. þing Sjálfsbjargar l.s.f. mót- mælir harðlega þeim niðurskurði á Framkvæmdasjóði fatlaðra, sem nemur meira en helmingi lögboð- innar greiðslu úr sjóðnum. Þingið harmar afgreiðslu Al- þingis á „Búsetamálinu", þar sem þar hefðu opnast góðar leiðir fyrir fatlaða í húsnæðismálum. Þingið beinir þeim tilmælum til svæðisstjórna, að þær hvetji sveit- arfélög og atvinnurekendur til að stofna til nýiðnaðar sem tæki mið af vaxandi þörfum fyrir ný at- vinnutækifæri handa fólki með skerta starfsorku og bendir á þá tilraun í þessa veru sem Öryrkja- deild ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar, Vinnumiðlun Kópa- vogs og fleiri aðilar eru að gera í þessa átt á Reykjavíkursvæðinu. Þing Sjálfsbjargar var jafnframt afmælismót, þar sem rifjað var upp og minnst harðrar baráttu og giftudrjúgs starfs félagsins í 25 ár. Félögum fjölgar árlega, sennilega meira en í hlutfalli við fólksfjölgun í landinu. Flest af þessu fólki er búið sæmi- legum lífsþrótti og sterkum vilja til sjálfsbjargar, vilja til að vera virk- ir þjóðfélagsþegnar, með þarfir og skyldur ámóta og aðrir þegnar. Það hefur marg oft sýnt sig að fólk, sem hefur tapað starfsorku af slys- förum eða bráðum djúkdómi hef- ur tekist að þjálfa sig til nýrra átaka og oft náð ágætum árangri, hafi það fengið störf við hæfi. Því vex ásmegin við erfiðleikana og því losna leyndir kraftar til afreka, stundum við ný verkefni, sem ekki hafði verið litið til áður. Hver hönd eða hugur þessa fólks, sem hægt er að virkja til starfa á ný er þjóðhagslegur ávinn- ingur og vörðuð leið til endurvak- innar hamingju þeirra er í raunir hafa ratað. Samantekt J.T.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.