Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1986, Qupperneq 2

Faxi - 01.02.1986, Qupperneq 2
VINNUSLYS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Nokkuð alvarlegt vinnuslys varð á Keflavíkurflugvelli, mið- vikudaginn 12. febrúar sl. Árni Árnason, til heimilis að Suður- götu 16 í Keflavik, var þá að vinna við að taka sundur byggingar- krana, er hann stjórnar hjá Aðal- verktökum. Þetta var snemma morguns og var veður afleitt, rok og rigning. Búið var að taka kranann sund- ur að mestu leyti og flytja hann af staðnum, en eftir var að fara með brautir þær er kraninn stendur á. Var verið að hífa þær upp á vöru- bílspall, þegar slysið varð. í þess- um brautum eru hafðar þungar steinhellur til að gera brautirnar stöðugri, hver steinhella vegur um 70 kfló og eru um 30 talsins í hverri braut. Slysið varð með þeim hætti, að festing sem heldur steinhellunum í brautinni, heíur líklegast losnað og skipti það eng- um togum, að einn steinninn féll úr brautinni. Árni stóð við vörubflinn, þegar þetta skeði og lenti steinninn fyrst á höfði hans. Árni féll við höggið og er eins og steinhellan hafi oltið niður eftir líkama hans, því svo víða varð Árni fyrir meiðslum. Mjög fljótt var brugðið við og kallað eftir sjúkrabifreið. Ekki leið langur tími þar til hún kom og var Árna ekið á Sjúkrahús Keíla- víkur, þar sem gert var að mestu að sárum Árna. Að því loknu var honum ekið inn á gjörgæsludeild Borgarspítala. Er meiðsli hans höfðu verið könnuð til hlítar, kom í ljós, að einn hálsliðurinn hafði brotnað, annað lungað hafði skaddast og sár var á höfði, þar sem hlífðarhjálmurinn hafði brotnað. Báðir fæturnir höfðu brotnað. Var hnéskelin brotin á öðrum þeirra, en á hinum var op- ið brot ofan við ökla. Sá er þetta viðtal tók vissi ekki við hverju mátti búast, þegar hann náði tali af Árna, þegar hann nokkrum dögum seinna var kom- inn af gjörgæsludeild. Það kom því þægilega á óvart að hitta Árna hressan og í góðu jafnvægi. Hann er að vísu í gifsi á báðum fótum upp í nára og með strekk um hálsinn. Ef marka má frásagnir sjónar- votta og þeirra er að komu, þá er það ekkert annað en kraftaverk, að svo hress maður liggur nú á Sjúkrahúsi Keflavíkur (28. feb.) en þar er ráðgert að Árni dvelji fyrst um sinn. Nú tekur við nokk- urra vikna lega, en eftir það hefst endurhæfmg á fullu. Faxi óskar Árna hins besta bata. Helgi Hólm Kapp-fatnaður undir sjóstakkinn Sjóvettlingar Frystihússvuntur Ermahlífar Gúmmívettlingar Vinnuskórí miklu úrvali Sjógallar og vaðstígvél FATABÚÐIN HAFNARGÖTU 30 - SÍMI 1075 Kaupfélag Suðurnesja Keflavík 38 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.