Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 3
Séra Ólafur Oddur Jónsson: 2. hluti VIII. ÞORLÁKSMESSA í LANDINU HELGA Þorláksmessa heilsaði okkur björt og fögur, en menn urðu þó af skötunni. Árdegis fórum við í ökuferð um Jerúsalem. Nýbyggð hverfi bar fyrir augu. Jerúsalem nútímans, höfuðborg ísraelsríkis, A/enoran /yrir framan þinghúsid { Jerúsalem. Á menorunni fyrir framan þing- húsið, Knesset, eru lágmyndir af helstu atburðum úr sögu ísraels- manna sem Laila, leiðsögumað- urinn okkar, útskýrði nánar. Ná- lægt þinghúsinu, og í sjónmáli frá Shalomhótelinu, er næpulaga bygging, handritasafn Dauða- hafsritanna, sem minnir á leirvas- ana sem ritin frá Kumran fundust í. Þá byggingu hefði verið gaman Jórsalaför Kórs Keflavíkurkirkju hafði upp á margt að bjóða. Við sáum meðal annars Hebreska há- skólann í Jerúsalem og þinghúsið Knesset. Fyrir framan þinghúsið er til- komumikil menora, sjö arma ljósastika. Menoran er frá tímum Salomons konungs og aðaltákn Gyðinga frá því 70 e.Kr. Menoran er í skjaldarmerki Israelsríkis. Davíðsstjarnan eða Davíðsskjöld- urinn er aftur á móti á miðjum þjóðfána ísraels. Stjarnan varð þó ekki almennt tákn Gyðinga fyrr en um 1600. Við þekkjum hana sem neikvætt tákn í nasismanum en jákvætt tákn í síonismanum. Stjarnan er sexhyrnd og var fyrr á tíð notuð til skrauts bæði af Gyð- ingum og kristnum mönnum. Ragnar Guðleifsson hefur sagt hana dulrænt tákn um nálægð al- verunnar. Davíðsstjarna ásamt krossi skartar framan á turni Keflavíkurkirkju frá 1969. Menoran útskýrð. að skoða nánar. Dauðahafsritin eru nú mörg varðveitt í safninu, eftir að hafa komist um tíma í hendur Bandaríkjamanna. Isra- elsmenn hafa þannig háð sína bar- áttu við að fá handritin heim lfkt og íslendingar. Báðar þjóðir hafa notið skilnings í þeim efnum og orðið vel ágengt. Við héldum sem leið lá upp á Olíufjallið. Þaðan er fagurt útsýni yfir borgina. Við komum við í Tárakapellunni, þar sem Jesús grét yfir Jerúsalem. Altaristaflan er táknræn, gagnsær gluggi sem snýr að gömlu borginni, innan múra (Lúk. 19:41-44). í grennd við kapelluna kynnt- umst við greftrunarsiðum Gyð- inga, en mikið er um grafreiti og grafhýsi í hlíðum Olíufjallsins. Séra Jón Thorarensen látinn Hann lést 23. febrúar s.l. á 84. aldursári. Jón fæddist 31. október 1902 á Stórholti í Saur- bæ í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Elín Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Jón Thorarensen, síðar bæjarfógetaskrifari í Reykjavík. Jón ólst upp hjá Hildi föðursystur sinni og manni hennar Katli í Kotvogi í Höfnum. Á því stór- búi vann Jón öll störf, sem til féllu, bæði á landi og þó einkum til sjós. Suðurnesin og Hafnirnar urðu honum gullnáma yrkisefna og frásagna er hann hóf að rita bækur. Hann var góðum gáfum gæddur, eins og hann álti kyn til og fósturforeldrarnir settu hann í lang- skólanám þar sem hann nam til prests. Hann varð prestur í Hruna í Hrunamannahreppi og síðar í 31 ár í Nesprestakalli í Reykjavík. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen og eignuðust þau tvær dætur, Elínu Karitas og Hildi, og soninn Ólaf, en þeir feðgar séra Jón og Ólafur höfðu skroppið á æskustöðv- arnar suður í Hafnir og mun andlátið hafa borið að á heimleið. Nánar verður sagt frá merku starfi séra Jóns Thorarensen í næsta blaði. 39 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.