Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1986, Side 3

Faxi - 01.02.1986, Side 3
Séra Ólafur Oddur Jónsson: 2. hluti VIII. ÞORLÁKSMESSA í LANDINU HELGA Þorláksmessa heilsaði okkur björt og fögur, en menn urðu þó af skötunni. Árdegis fórum við í ökuferð um Jerúsalem. Nýbyggð hverfi bar fyrir augu. Jerúsalem nútímans, höfuðborg ísraclsrikis, Menoran fyrir framan þinghúsid í Jerúsalem. Á menorunni fyrir framan þing- húsið, Knesset, eru lágmyndir af helstu atburðum úr sögu ísraels- manna sem Laila, leiðsögumað- urinn okkar, útskýrði nánar. Ná- lægt þinghúsinu, og í sjónmáli frá Shalomhótelinu, er næpulaga bygging, handritasafn Dauða- hafsritanna, sem minnir á leirvas- ana sem ritin frá Kumran l'undust í. Þá byggingu hefði verið gaman Jórsalaför Kórs Keflavíkurkirkju hafði upp á margt að bjóða. Við hana dulrænt tákn um nálægð al- krossi skartar framan á turni sáum meðal annars Hebreska há- verunnar. Davíðsstjarna ásamt Keflavíkurkirkju frá 1969. skólann í Jerúsalem og þinghúsið Knesset. Fyrir framan þinghúsið er til- komumikil menora, sjö arma ljósastika. Menoran er frá tímum Salomons konungs og aðaltákn Gyðinga frá því 70 e.Kr. Menoran er í skjaldarmerki ísraelsrikis. Davíðsstjarnan eða Davíðsskjöld- urinn er aftur á móti á miðjum þjóðfána ísraels. Stjarnan varð þó ekki almennt tákn Gyðinga fyrr en um 1600. Við þekkjum hana sem neikvætt tákn í nasismanum en jákvætt tákn í síonismanum. Stjarnan er sexhyrnd og var fyrr á tíð notuð til skrauts bæði af Gyð- ingum og kristnum mönnum. Ragnar Guðleifsson hefur sagt Menoran útskýrd. að skoða nánar. Dauðahafsritin eru nú mörg varðveitt í safninu, eftir að hafa komist um tíma í hendur Bandaríkjamanna. Isra- elsmenn hafa þannig háð sína bar- áttu við að fá handritin heim líkt og íslendingar. Báðar þjóðir hafa notið skilnings í þeirn efnurn og orðið vel ágengt. Við héldum sem leið lá upp á Olíufjallið. Þaðan er fagurt útsýni yíir borgina. Við komum við í Tárakapelhmni, þar sem Jesús grét yfir Jerúsalem. Altaristallan er táknræn, gagnsær gluggi sem snýr að gömlu borginni, innan múra (Lúk. 19:41—44). í grennd við kapelluna kynnt- umst við greftrunarsiðum Gyð- inga, en mikið er um grafreiti og grafhýsi í hlíðum Olíuíjallsins. Séra Jón Thorarensen látinn Hann lést 23. febrúar s.l. á 84. aldursári. Jón fæddist 31. október 1902 á Stórholti í Saur- bæ í Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Elín Elísabet Jónsdóttir og Bjarni Jón Thorarensen, síðar bæjarfógetaskrifari í Reykjavík. Jón ólst upp hjá Hildi föðursystur sinni og manni hennar Katli í Kotvogi íHöfnum. Áþvístór- búi vann Jón öll störf, sem til féllu, bæði á landi og þó einkum til sjós. Suðurnesin og Hafnirnar urðu honum gullnáma yrkisefna og frásagna er hann hóf að rita bækur. I lann var góðum gáfum gæddur, eins og hann átti kyn til og fósturforeldrarnir settu hann í lang- skólanám þar sem hann nam til prests. IJann varð prestur í Hruna í Hrunamannahreppi og síðar í 31 ár í Nesprestakalli í Reykjavík. Eftirlifandi kona hans er Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen og eignuðust þau tvær dætur, Elínu Karitas og IJildi, og soninn Ólaf, en þeir feðgar séra Jón og Olafur höfðu skroppið á æskustöðv- arnar suður í Hafnir og mun andlátið hafa borið að á heimleið. Nánar verður sagt frá merku starfi séra Jóns Thorarensen í næsta blaði. 39 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.