Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1986, Side 4

Faxi - 01.02.1986, Side 4
Gardyrkjumaður í Getsemane. Sum trén eru væntanlega frá tímum Jesú. Síðan héldum við áfram niður hlíðina og komum í Getsemane- garðinn. Jesús dvaldi þar nóttina eftir síðustu kvöldmáltíðina og þar var hann tekinn fastur (Mark. 14:32). JVén í garðinum eru allt að 3000 ára gömul svo ætla má að sum þeirra hafi verið samtíma Jesú. Getsemane þýðir vínþrúgu- pressa sem án efa hefur verið þarna. Hún hefur væntanlega ver- ið svipuð þeirri sem við sáum í Kapernaum fyrr í ferðinni. I Get- semane er Kirkja allra þjóða sem á sér langa sögu að baki. Árið 379 var byggð basilíka á staðnum þar sem Jesús baðst fyrir. Persar eyði- lögðu þá kirkju 614 en á 12. öld endurbyggðu krossfarar kirkj- una. Núverandi kirkja, sem er ein af fegurstu kirkjum í Jerúsalem, var byggð á árunum 1919—1924. 16 þjóðir lögðu fram fé til bygging- arinnar og þess vegna er hún nefnd Kirkja allra þjóða. Er við höfðum skoðað kirkjuna fögru við rætur Olíufjallsins, sem skartar að innan bláa litnum, lit Krists og Maríu, ókum við að Hanagalskirkjunni (St. Peter in Gallicantu), sem gnæfir yfir Kid- rondalinn. Hún var reist 1931 á þeim stað sem hús Kaifasar æðstaprests er talið hafa verið. Þangað var farið með Jesú úr Get- semanegarðinum. Hann dvaldi á staðnum um nóttina og var hann dreginn fyrir rétt (Lúk. 22:63—71). Þarna grét Pétur postuli er hann hafði afneitað Jesú þrisvar áður en haninn gal- aði tvisvar og af þeim atburði er nafn kirkjunnar dregið. Mér fannst minnisstætt að koma niður í dýflissuna undir kirkjunni. Þar voru krossmörk á veggjum eftir fangana. Við sáum einnig aðsetur varðmanna sem gættu þeirra. Á staðnum hafa fundist leifar bysantískrar kirkju. Til hliðar við kirkjuna eru aldagömul þrep sem Jesús gekk um er leið hans lá um Kidron dalinn. Við héldum ferðinni áfram upp Síonfjall og skoðuðum loftsalinn þar sem Jesús stofnsetti heilaga kvöldmáltíð með lærisveinum sínum. Vonandi geta kristnir menn áður en langt um líður sam- einast þar sem annars staðar um borð Drottins ef einingarviðræður kirkjudeilda bera tilætlaðan ár- angur. Kirkja var reist á staðnum á fyrstu öld og á Síon voru aðal- stöðvar frumkirkjunnar. Kirkjan var síðar stækkuð og nel'nd Heil- aga Síon. Gegnum aldirnar hefur staðurinn minnt á návist Guðs sbr. versið úr barnasálminum góða: ,,Sjúlfur Guð á Síons-fjöllum sól og skjöldur reynist öllum barnaskara í böli og hörmum, ber hann þau á foðurörmum". Sumir ætla að fjallið dragi nafn sitt af kirkjunni en ekki öfugt. Persar eyðilögðu kirkjuna 614 en krossfarar endurbyggðu hana á 12. öld. 1176 var gröf Davíðs kon- ungs fundinn staður undir kirkj- unni. Árið 1552 voru kristnir menn hraktir burt af Tyrkjum úr efri l<apellunni og henni breytt í mosku með því að reisa við hana turn (mínaretu) og bænaaltari sem við sáum. Síðdegis á Þorláksmessu fórum við Guðni og Siguróli á fund með ísraelum til undirbúnings fyrir kóramótið í Betlehem og Jerúsal- em. Fundurinn var í Þjóðleikhús- ¥%**?*& Þinghúsið, Knesset. Útsýnispallurinn á Olíufjallinu. 40 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.