Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Síða 5

Faxi - 01.02.1986, Síða 5
inu og þar tók á móti okkur aðal- íramkvæmdastjóri kóramótanna frú Miriam Ben Shalom frá ferða- málaráðuneyti ísraels. Samferðafólkið notaði tækifær- ið og fór að versla en nokkrir skoðuðu gömlu borgina betur. Um kvöldið íórum við nokkrir Rotaryfélagar saman á Rotary- fund í Jerúsalem. Þar hittum við yfirmann lögreglunnar hann var umdæmisstjóri Rotary og ílutti ræðu kvöldsins. Við spurðum hann hvort það væri einhver áhætta fyrir okkur að taka þátt í kóramótinu í Betlehem daginn eftir. Hann sagði að rniðað við síð- asta áratug væri það álíka áhætta og að fara yfir götu. IX. Jólí Israel Við hvfldum okkur á aðfanga- dag fyrir förina til Betlehem um kvöldið. Það kom sér vel því söng- hátíðin tók langan tíma og var á margan hátt erfið, einkum fyrir eldra fólkið í hópnum. Við lögðum tímanlega af stað því bifreiðar kóranna þurftu að hafa samflot. Fyllsta öryggis var gætt í hvívetna. Áður en við lögðum saman af stað var leitað hátt og lágt í bflunum og handfarangur skoðaður. Meira að segja gjöftn til borgar- stjórans var tekin upp. Loks feng- um við vopnaða fylgdarmenn í bflana. Þannig var þetta einnig hina fyrstu jólanótt, vopnaðir verðir á verði. Það segir okkur að heimurinn er samur við sig. Við gengum síðasta spölinn að Fæð- ingarkirkjunni sem var vel við hæíi á svo helgum stað. Söngur kóranna fór fram á Jötutorgi (Manger Square) sem er við kirkj- una og hófst kl. 20. Móttaka var fyrir kórana í ráð- húsi borgarinnar kl. 19.20. Borg- arstjórinn sem er kristinn Arabi flutti ágæta jólahugvekju og menn færðu honum gjaiir. Meðan á söng kóranna stóð var andrúmsloftið á torginu eins og á 17. júní hér heirna. Margt var um manninn og ísraelar áætluðu að nær milljarð- ur manna kæmi til með að fylgjast með söng kóranna í sjónvarpi. En vandamál kont upp í sambandi við sjónvarpssendinguna þar sem rafmagnið rofnaði þegar líða tók á kvöldið. En Sigttrvin Sveinsson, sem fékk aðgang að sjónvarps pöllunum eftir að hafa kynnt sig sem sjónvarpsmann frá Víkur- fréttir TV, lét ekkert hindra sig í að taka myndir. Það kom í hlut Kórs Keflavíkur- kirkju að ljúka kóramótinu í Betlehem. Þau sungu fyrst ,,Heiðra skulum vér Herrann Krist“ í útsetningu dr. Róberts A. Ottóssonar, síðan Jólin eftir stjórnandann Siguróla Geirsson, en textinn er eftir Matthías Jochumsson, þá Frið á Jörð eftir Árna Thorsteinsson. Einsöngvari var frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Loks söng kórinn Hljóða nótt. Kórinn, Ragnheiður, Gróa IJreinsdóttir, undirleilcari, og Sig- uróli skiluðu öll vel sínu hlutverki og var vel fagnað. Er tónar jólasálmsins kunna rufu kyrrðina og íslenskur söngur hljómaði við Fæðingarkirkjuna gekk helgi jólanna í garð. Stund- arfjórðungi síðar kölluðu kirkju- klukkur menn til helgra tíða á miðnætti. ,,Signuð skín réttlœtis sólin frá ísraels fjöllum, sólstafir kœrleikans ljóma frá Betlehems völlum. Blessuð umjól. Börnunum Guðs þessi sól flytur Ijós frelsisins öllum.“ (Sb. 84) Allir hvfldust vel á jólanótt eftir erfitt en ánægjulegt kvöld, sem var án efa ein af stærstu stundum lífs okkar. Ég fór snemma morguns á fætur og lauk við jólaprédikunina sem mótaðist af áhrifum undangeng- inna daga. Mér varð ljóst að ég mun lengi lifa á þessu ferðalagi til Landsins helga þar sem saga og boðskapur tvinnast svo saman að það er stundum erfitt að greina þar á milli. Við sungum jólaguðsþjónust- una í þýsk-lúthersku kirkjunni í Jerúsalem, Frelsarakirkjunni (Erlöserkirche), skömmu eftir há- degi. Það var mjög ánægjulegt að tvær íslenskar fjölskyldur búsett- ar í ísrael sóttu guðsþjónustuna ásamt ferðalöngunum. Það er sérstök reynsla að halda jólin hátíðleg fjarri fjölskyldum í framandi landi, þar sem aðeins 8% íbúanna er kristinn og í hátíð- arskapi. En helgi og boðsltapur jólanna náði til okkar á sérstakan hátt í Landinu helga. Það er held- ur ekki á hverju ári sem íslending- ar halda heilög jól í sumaryl, svo nærri sögusviði jólanna. Eftir hádegið komum við saman til jólahalds í Shalom hótelinu og skiptumst á gjöfum. Við borðuð- um jólamatinn snemma til þess að hafa tímann fyrir okkur, þar sem kórinn þurfti að mæta tímanlega í Þjóðleikhúsið. Söngur kóranna hófst kl. 20 með samsöngþeirra, Sigursöngn- um úr Júdasi Makkabeusi eftir G.Fr. Hándel. Neve Shir barna- kórinn frá ísrael leiddi sönginn en kórarnir 12 frá 7 þjóðlöndum tóku undir á hebresku. Þetta var stór- kostleg stund. Stjórnandi var Henry Klausner, góðvinur Þor- gerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda Hamrahlíðarkórsins. Eftir samsönginn söng Neve Shir kórinn nokkur lög undir stjórn Nathan Margalit. Þá tóku kórarnir við hver af öðrum: Chor- ale of Colleges of St. Catherine & St. Thomas frá St. Paul í Minne- sota, undir stjórn Davids Aks og Paul Jacobson, Wedela Technical High School frá S-Afríku, stjórn- andi Bax Modise. Þá var kornið að FRAMHALD Á BLS. 68 Á Rotaryfundi í Jerúsalem. Yfirmaður lögreglunnar í Jerúsalem og umdœmis- stjóri Rotary er lengst til vinstri. Sungið i Betlehem, á Jötutorgi, við Fœðingarkirkjuna. Borgarstjórinn í Betlehem ásamt söngstjóranum, Siguróla Geirssyni, fyrrver- andi formanni Kórs Keflavíkurkirkju, Böðvari Pálssyni til hœgri ognúverandi formanni, Steini Erlingssyni t.v. 41 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.