Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 6
Afrekskoimn Elín Thoraœnsen Á erfiðum tímum aldamótaáranna og fram eftir þessari öld voru mörg athyglisverð afreksverk á sviði framfærslu unnin. Einkum áttu konur við erfið kjör að búa ef þær höfðu misst menn sína, frá stórum barnahóp. Oft var þá ekki annað að gera fyrir slíkar fjölskyidur, en að segja sig til sveitar. Á þeim árum var það ekki gert fyrr en í fulla hnefana. Það þótti niðurlægjandi og þýddi mannrétt- indamissi, s.s. kosningarétt og kjörgengi. Einnig bar það við að þeir sem á sveit voru (sveitalimir) urðu fyrir aðkasti og illri meðferð. Kjarkaðar og dugmiklar konur reyndu að finna leiðir fram hjá þessum vandræðum. Um nokkrar þeirra má lesa í íslensk- um bókmenntum og þá oftar skrifað í aðdáun af karlmönnum. í allri jafnréttisbaráttu kvenna fer lítið fyrir umsögnum um slíkar atgerviskonur — konur sem hafa gengið að karlmanns- Tímanum má í rauninni lfkja við stöðugan straum sem við reynum að mæla út frá afstöðu hnatta og gangi himintungla, og hver mannsævi, hversu litrík sem hún kann að vera, aðeins augnablik á mælikvarða eilífðarinnar. En þetta auganblik er mönnum mis- mikil áraun og flestir reyna að komast frá því á sem auðveldast- an hátt, varpa þá gjarnan byrðum sínum á herðar annarra. Og svo eru þeir sem bera sínar byrðar án þess að bugast, en , .brotna í byln- um stóra seinast“. Sumt af því fólki, sem við eigum samleið með um stund á lífsleið- inni, verður okkur ógleymanlegt. Ekki vegna þess að meira hafi á því borið en öðru fólki, heldur vegna þess góðleika sem frá því stafar og þeirri umhyggju sem það ber, ekki aðeins fyrir sínum nán- ustu, kunningjum og vinum, heldur og hverjum þeim sem þarf á liðsinni að halda. Og slík verk eru unnin í kyrrþey og af þeim fara ekki sögur, nema því aðeins að sá eða sú, er hjálpar naut, segi allt af létta. Ég kom til Reykjavíkur síðast í septembermánuði 1938 þeirra er- inda að setjast þar á skólabekk. Daginn eftir fór ég, að tilvísun for- eldra minna, að Baldursgötu 32, þar sem Elín Thorarensen rak þá matsölu, til að kanna hvort hún hefði nokkurt laust sæti við mat- borðið. Ég hafði aldrei séð Elínu áður en viðmót hennar var á þann veg að mér fannst sem ég hefði alltaf þekkt hana, hún tók mér tveim höndum. Eftir það fannst mér ég eiga þar heima, þau ár sem ég sat þar að borðum. Þarna var hvert sæti skipað fólki af ýmsu tagi: námsmönnum, verkamönnum, iðnaðarmönnum, skrifstofumönnum o.s.frv. — og voru umræður oft fjörugar. Ef fyr- ir kom að kastaðist í kekki manna á milli þurfti Elín aðeins að birtast í dyrunum, þá datt oftast allt í dúnalogn, slíkur var myndugleiki hennar og vinsældir meðal kost- gangaranna, menn gerðu henni ógjarnan nokkuð á móti. Þó var oft heitt í kolunum og þeir sem pólitískastir voru áttu oft erfitt með að hemja strákinn í sjálfum sér. Ef umræðuefni snerist um bók- menntir, ljóð eða tónlist var ekki komið að tómum kol'unum hjá Elínu, það voru hennar áhugamál störfum af þrautseigju og dugnaði, eða á annan virðingar- verðan hátt barist til sigurs, við þá erfiðleika sem því fylgdi að sjá stórri fjölskyldu farborða á erfiðum tímum. I skjalasafni séra Jóns Thorarensen, sem lesendum Faxa er að góðu kunnur, bæði sem Suðurnesjamaður og margra greina höfundur f blaðinu, var ritgerð er Tbrfi Jónsson, lög- reglufulltrúi, hafði ritað við andlát Elfnar Elfsabetar Jóns- dóttur Thorarensen, móður séra Jóns. Ung missti hún mann sinn, Bjama Jón Thorarensen frá Stórholti. Þau höfðu eignast 3 böm: séra Jón Thorarensen, Jakobínu, hannyrðakonu og Ólaf tannlækni. Elín var meðal hinna lánsömu, sem átti góða að, t.d. ólst séra Jón upp hjá mágkonu hennar suður í Höfnum, Hildi og V manni hennar Katli f Kotvogi. Fyrir hinum börnunum varð hún að sjá og gerði það af mikl- um dugnaði — rak lengi eftirsótta matsölu í Reykjavík. sem hún gat þó alltof lítið sinnt, því brauðstritið varð að sitja í fyrir- rúmi. Þegar ég reyni að rifja upp fyrir mér hvernig Elín Thorarensen kom mér fyrir sjónir í matsölunni á Baldursgötu 32 sé ég fyrir mér lágvaxna konu, sem komin var vel yfir miðjan aldur með skollitt slétt hár, fremur smáar og fallega lag- aðar hendur, sem hún greip gjarn- an saman ef hún ræddi við ein- hvem við matborðið, íhugull al- vörusvipur á andlitinu. Eg heyrði sagt að hún hefði komið matsölunni á fót eftir að hún varð einstæð móðir, til að geta framfleytt sér og börnum sínum með því móti. Hlutskipti ein- stæðra mæðra nú á dögum er talið erfitt, en má þó næstum kallast barnaleikur hjá því sem þá var, því þá var svo fárra kosta völ, barnabætur og mæðralaun óljós framtíðardraumur, flestra beið þrotlaust strit þar sem frístundir og sumarleyfi máttu heita óþekkt fyrirbæri. Elín bar alltaf þó von í brjósti að geta heimsótt æskustöðvar sínar, en það liðu mörg og löng ár áður en sú óskhennar rættist. Þrá sinni og síðan endurfundum lýsti hún á eftirfarandi hátt: , ,Oft langaði mig heim á æsku- stöðvarnar. Ég hugsaði oft um sveitina mína og mér fannst hún undurfögur í endurminningunni. Stundum hugsaði ég: „Kannski þetta sé fallegra í huganum en það er í verunni?" Alltaf tafði eitthvað fyrir, ekki komst ég vestur. Það liðu þrjátíu og sjö ár frá því ég fór að vestan þangað til ég komst þangað aftur. Ég var á ferðinni vestur um nótt, hlýja og fagra júlínótt. Snemma um morguninn kom ég til fóstur- systur minnar, sem býr á næsta bæ við æskuheimili okkar beggja. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá okkur, en ég var þreytt og fór \ að sofa, en svaf þó ekki lengi, mig langaði til að koma út og litast um. Ég gekk upp í fjallið fyrir ofan Bæ í Króksfirði, þar sem ég ólst upp. Ég stóð á fallegu klettabelti upp í miðju íjallinu og horfði yfir sveit- ina. Veðrið var blítt, ekki sterkt sólskin, en þessi mjúka birta sem er þegar sólin skín gegnum létt og ljós ský. Þá sá ég að sveitin mín var l'egurri en hún var í huga mín- um öll þessi ár sem ég var ljar- verandi, og ég hafði yfir í huga 42 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.