Faxi


Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 7
mínum þessa vísu eftir Ólínu móðursystur mína: Gefa þér hygg ég hjarta og önd, hugurinn tryggir sér þín lönd; æ meðan byggist ey og strönd, yfir þig skyggi drottins hönd." Elín Thorarensen var fædd á Ingunnarstöðum í Geiradal í A.- Barð., dóttir Jóns Einars Jóns- sonar stúdents frá Steinnesi í A.- Hún., sem lézt þegar Elín var á 9. árinu, og konu hans Herdísar Andrésdóttur skáldkonu. Herdís átti heimili hjá Elínu síðustu 20 árin sem hún lifði, en hún lézt 21. apríl 1939 á 81. aldursári. Ekki þarf að efa að Elín hafi búið að móður sinni eins og bezt varð á kosið og lagt sig alla fram til þess að henni gæti liði sem bezt og notið til þess aðstoðar Jakobínu dóttur sinnar, sem átti heimili hjá henni þá og ávallt síðan. Elín mátti ekkert aumt sjá, hvort heldur voru menn eða málleys- ingjar, og börnum tók hún alltaf opnum örmum. Barnabömin sóttu mjög til hennar og alltaf hafði hún tíma til að sinna þeim þótt daglegar annir leyfðu vart nokkur frávik. Það var hreint furðulegt hvað hún gat á sig lagt í amstri daganna án þess að kikna undir byrðinni. Elín Thorarensen varð sjötug 15. sept. 1951 og í tilefni þess héldu nokkrir gamlir og nýir kost- gangarar hennar hóf í Breiðfirð- ingabúð henni til heiðurs. — Setið var við langborð, sem var þétt- skipað beggja vegna, en Elín sat í öndveginu við borðsendann. Þegar menn höfðu gert því sem á borðum var nokkur skil stóð einn af öðrum á fætur, ávarpaði Elínu og þakkaði henni kynnin og samskiptin á liðnum árum. Sumir greindur frá atvikum sem þeir minntust sérstaklega um einstaka hjálpsemi hennar í garð manna og málleysingja. Elín stóð upp að bragði, að loknu ávarpi hvers og eins, þakkaði hlý orð í sinn garð en reyndi jafnframt að gera sem minnst úr eigin verkum. Mér virt- ist hún una sér vel í þessum fé- lagsskap og yfirbragð hennar glaðlegra en oft endranær og létt- leiki í svörum. — Hófinu lauk með því að henni var afhent fjárhæð sem kostgangarar hennar höfðu skotið saman og ætluðust til að hún notaði til að kosta utanlands- för. Fannst víst öllum tími til kom- inn að hún tæki sér hvíld frá störf- um um stund eftir óhemju langan vinnudag. Ég man ekki betur en að hún segði mér að hún hefði farið til Danmerkur, þegar ég hitti hana niðri á Austurvelli skömmu eftir að hún kom heim, og ég man að hún lét vel af ferðinni. Það var í fyrsta sinn sem ég hitti Elínu utan dyra og í fyrsta sinn sem ég gerði mér grein fyrir hve smávaxin hún var, hún náði mér tæplega í öxl. Og sjaldan hefur mér orðið eins ljóst að stærð fólks er ekki undir líkamsvexti þess komin, hátterni þess og skilningur er mælikvarði á stærðina. Hún var stór í þeim skilningi sem máli skiptir: hún var góð manneskja. Elín Thorarensen andaðist 25. marz 1956 74 ára að aldri. Þann 4. júlí sama ár birtist minningar- grein um hana í Morgunblaðinu og var höfundur hennar Sigríður Þórarinsdóttir sem lengi hafði unnið við matsöluna hjá Elínu. Segir hún þar meðal annars: „Kynni okkar Elínar Thorar- ensen hófust haustið 1925. Égvar þá að koma að norðan til Reykja- víkur með son minn, er fara skyldi í 4. bekk Menntaskólans. Efni okkar voru engin og ég þurfti strax að fá atvinnu til að geta stað- ið straum af skólavist hans. Við vorum engu fólki kunnug í bæn- um. Mér var vísað til frú Elínar Thorarensen. Elín hafði þá mat- sölu á Baldursögu 32 og lengi síð- an. Réðist ég til hennar í eldhúsið til nýárs, en lengur vildi ég ekki binda mig í bráð. Framlengdist þó vistin óslitið um átta vetur og jafn- framt nokkur sumur. Engin kona vandalaus hefur reynzt mér slíkur drengur sem frú Elín frá fyrstu kynnum okkar, og jafnan síðan meðan henni entist líf og kraftar. Þá minnist ég þess eigi síður með þakklæti hve annt hún lét sér um son minn, Gísla Gíslason. Má og nokkuð marka hve mikið honum fannst til um hana og góðleik hennar allan í okkar garð, að sársjúkur á bana- dægri minnti hann mig á að gjalda henni með einhverri hjálp, ef ég fengi því orkað. Nú er Elín Thorarensen horfin sjónum, hún andaðist á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur á pálma- sunnudag s.l. En þó mun mynd hennar seint hverfa úr hugum þeirra er hana þekktu — og Elínu þekktu margir. Frú Elín Thorarensen var fjöl- hæf kona og jafnvel búin líkam- legu sem andlegu atgervi. Hún var mjög vel hög í öllum sauma- skap og allt fór henni vel úr hendi. I viðræðu kom greind hannar vel í ljós og jafnan kom hún ágætlega fyrir sig orði. Listum unni hún og skáldskap — enda var hún dóttir Herdísar Andrésdóttur skáld- konu. Elín ávann sér mikið traust í viðkynningu og bar margt til þess. Hún var álitleg kona um ytra útlit, djarfleg og örugg í fasi og leyndi sér eigi, þrátt fyrir lát- leysi og fremur smáan vöxt, að hún átti sér persónuleika sem mátti sín mikils. Aldrei var hún hálf í orðum né athöfnum. Viljinn var einbeittur og óvæginn sjálfri henni, svo að líkamskröftunum var eigi sýnt það tillit sem vera þurfti. Trygglyndi Elínar Thor- arensen brást mér aldrei og svo mun öðrum vinum hennar hafa reynzt. Þess vegna söknum við hennar og blessum minningu hennar, sem verður okkur hug- stæð jafnlengi og við lifum." Ég hef stundum heyrt því haldið fram að sömu lögmál muni gilda um líf mannanna oggróður jarðar, sem lifnar á vori af vetrarlöngum dvala í moldinni, blómgast og vex í hlýju sumarsins, en fellir blöð og blóm er haustar. Hafi hann náð því að dafna og þorskast vel á vaxtartímanum mætti ætla að hann stæði betur af sér vetrar- hörkur og kæmi styrkari upp úr moldinni að vori. Er nokkuð fjarri lagi að ætla að því sé eins varið með mannssál- ina, ,,að hún hvíli um stund í faðmi vindanna en verði síðan endurborin af nýrri móður", til að öðlast frekari reynslu og þroska, þar til því marki er náð sem „stjórnandi alls sem er" hefur sett. Ég veit það að sjálfsögðu ekki frekar en aðrir, en óneitanlega væri það ávinningur fyrir lífið sjálft er jafn góðar manneskjur og Elín Thorarensen stöldruðu aftur við um stund meðal mannanna. Tbrfi Jónsson. NJARÐVÍK Fasteigna- gjöld Annar gjalddagi fasteignagjalda 1986 er 15. mars. Góðfúslega gerið skil og forðist þar með álagningu dráttarvaxta, sem reiknast á fast- eignagjöldin mánuði frá gjalddaga. Dráttarvextir eru nú 2,75% per mánuð. Bæjarsjóður - Innheimta. 43 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.