Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1986, Side 8

Faxi - 01.02.1986, Side 8
í septemberlok s.l. sumar var vígt pípuorgel í Hvalsneskirkju, eins og sagt var frá í síðasta Faxa. En fleiri söfnuðir á skaganum höfðu hug á að gera endurbætur á sönglofti kirkna sinna. Sunnudaginn 6. okt. sl. voru vígð pípuorgel í Útskálakirkju og Kálfatjarnarkirkju. Úr Garðinum hafa Faxa borist upplýsingar sem vert er að geyma í Faxasafninu. Öll umrædd orgel voru pöntuð og keypt sameigin- legar frá Vestur-Þýskalandi og sett upp af þýskum sérfræðingum í samvinnu við íslenska fagmenn. Útskálaorgelið er 10 radda. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson vígði orgel- ið með hálfrar stundar hljómleika- flutningi fyrir messugjörð. Þótti kirkjugestum sem gamla kirkjan hefði fengið aukið að- dráttarafl við þessa nýju fögru hljóma. Við vígsluathöfnina söng ung og glæsileg söngkona, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, við und- irleik söngmálastjóra. Hrafnhild- ur er nýútskrifuð söngkona úr Tónlistarskóla Reykjavíkur, dóttir Útskálakirkjci. Vandað til kiikjutón- listar á Suðumesjum Organisti Útskálakirkju Jónína Gudmundsdóttir við orgelið. Til hliðar stendur Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, en hún söng einsöng við vígsluna er söngmála- stjóriþjóðkirkjunnar, Hauk- ur Guðlaugsson, vígði hið nýja pípuorgel. Utskálasöfnuður ogáhugafólk um kirkjulegt starf hefur {jölmennl aö vígsluat- höfninni. hjónanna séra Guðmundar Guð- mundssonar og frú Steinvarar Kristófersdóttur á Útskálum. Hún söng einnig einsöng við messu- gjörðina hjá föður sínum. Organ- isti í Útskálakirkju er Jónína Guðmundsdóttir. Jónína er einn- ig innfæddur Garðbúi, dóttir Guðmundar Ingimundarsonar bifvélavirkja frá Garðsstöðum og konu hans Helgu Sigurðardóttur kennara. Jhliö er að orgelið hafi kostað um 1,1 milljón króna og hafa ein- staklingar og félög staðið drengi- lega að söfnun þess ijár um nokk- urt skeið og hefur Eiríkur Guð- mundsson, sóknarnefndarfor- maður staðið fyrir henni. Hann ásamt séra Guðmundi og sóknar- nefndinni færa öllum gefendun- um innilegar þakkir fyrir örlæti og hlýhug til kirkjunnar. Saga Utskálakirkju og Orgel- sjóðs safnaðarins er bæði löng og merk, sem vonir standa til að Sig- urbergur Þorleifsson segi lesend- um Faxa innan tíðar. Sigurbergur var lengi meðhjálpari í Útskála- kirkju auk margra annarra starfa fyrir kirkju sína og sveitarfélag og nýtur mikils trúnaðar og vináttu Garðbúa og annarra er af honum hafa kynni vegna hógværðar og drenglundar. Þess skal að lokum getið að Þor- lákur heitinn Benediktsson, kaupmaður í Akurhúsum, stofn- aði sjóð til kaupa á pípuorgeli árið 1960 til minningar um konu sína, Jórunni Ólafsdóttur. Þorlákur starfaði mikið fyrir Útskálakirkju og var organisti þar í mörg ár. J.T. P.s. Séra Guðmundur á Útskálum óskar eftir að koma á framfæri þökkum til Svavars Árnasonar, organista í Grindavík, fyrir for- göngu hans um orgelkaup í kirkj- ur á Suðurnesjum. 44 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.