Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1986, Blaðsíða 10
Hluti Duustorfunnar nálægt síðustu aldamótum: Fremst í vinstra homi sést á ,,brúarhandrið“ yfir Norðfjörðsrás, þá er austurgafl Miðpakkhúss og norðan þess sér á Fischersverslun. Þá er Gamiabúðin og þar norðan við blasir við ,,bæjarhóll“ gamla Kellavíkurbæjarins (að því er talið er). Þar íraman við er fólk að störfum á flskreit en fjærst er Duushúsið (íbúðarhús). Einnig mótar fyrir suðurgafli Bryggjuhússins og flskþöktu stakksstæði. TVö róðrarskip eru í Stokkavörinni og tilhöggvið grjót bíður þess að verða að skjólgarði milli vararinnar og Miðbryggju. Fremst til hægri eru svo bátar í nausti sunnan Miðbryggju. Garðvegi, rétt norðan við núver- andi byggð, og þar er nú mæli- punktur frá Landmælingum ís- lands. Þaðan lá svo bein lína í átt að Kölku (sem var stór og mikil hvítkölkuð varða á Háaleitinu) þar til sjónlína úr Nástrandarrás skar hana í holtinu suðvestur af Iðavöllum. Til suðurs frá Grófinni rís landið mjög, svo að sjávarkanturinn nær allt að 6 metra hæð og gengur hann suður af svokallaðri ,,Stokkavör“ þar sem uppsátur Kenavíkurbóndans hafði alltaf verið. Upp af þessum sjávarkanti reis landið nokkuð og náði 9 metra hæð á áberandi hól, og þar fast fyrir sunnan mun bærinn hafa staðið eftir sögn elstu manna, en túninu hallaði frá bænum í allar áttir. Marta Valgerður Jónsdóttir get- ur þess í grein í Faxa í maí 1947, til sanndindamerkis um bæjar- stæðið sunnan við hólinn, að greint hali verið frá því, að þar hefðu fundist greinilegar minjar um byggt ból, er túnið var sléttað í tíð eldri Duus. Þá hafa einnig verið sagðar sög- ur af miklum landspjöllum af völdum sjávar. Bakkarnir með- fram höfninni áttu að hafa verið hærri og skagað lengra fram til sjávar og undirlendi nokkurt fyrir neðan bakkana, en sjórinn brotið það land og bakkarnir hrunið smátt og smátt fram. Frá Stokkavör suður að Ná- strandarrás reis landið aftur fram við sjóinn, og náði sjávarltantur- inn þar enn um 6 metra hæð, það urðu mikil landbrot á því svæði, sem ekki var stöðvað fyrr en 1949 er lokið var við að gera stein- steyptan sjávargarð á verstu stað- ina. Ekki er vitað hvenær búskapur hefur hafist hér í Keflavík, um það eru engar sagnir, en ætla má að það hafi verið nokkuð snemma, en sennilega hefur sá búskapur aldrei verið mikill, að- eins kotbúskapur, sem að miklu leyti hefur byggst á útræði. 1 Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 segir svo um Keflavík: , ,Hér er fyrirsvar ekkert, jarðar- dýrleiki óviss. Eigandi kongl. Majestat. Ábúandi Halldór Magnússon, landsskuld (þ.e. af- gjald) 25 álnir, sem borgast 1 vætt og 2 fjórðungar fiska í kaupstað í reikning umboðsmannsins á Bessastöðum. Við til húsábóta leggur ábúand- inn. Kúgildi er ekkert. Kvaðir eru: mannslán, en fellur niður fyrir bón kaupmannsins í Keflavík fyrir vöktun búðanna. Kvikfénaður eru 2 kýr, 1 hross og 1 foli þrívetur. Fóðrast l<ann 1 kýr naumlega. Heimilismenn eru 6. Skóg til kolagerðar hefur jörðin í almenningi. Ibrfrista og stunga eru viðsæmandi. Lyngrif í heið- inni nokkuð. Fjörugrasatekja nægileg. Eldiviðartaka af íjöru- þangi hjálplegt. Rekavon lítil og hrognkelsafjara valla reiknandi, en skelflskfjara nokkur. Heimræði (útræði) er árið um kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hér engin, lending slæm. Engar engjar, úthagar í betra lagi og vatnsból í allra laltasta máta sumar og vetur. Kirkjuvegur langur og margoft ófær um vetrartímann.“ Samkvæmt jarðabók er hægt að gera sér grein fyrir því að land jarðarinnar hefur verið ólíkt gras- gefnara þá og fyrr, en varð á síð- FRAMHALD Á BLS. 74 „5 DAGA ÁFORM“ Krabbameinsfélag íslands hafði frumkvæði að því að hér á landi hafa veriö stofnuð samtök, RÍS 2000, sem hafa það að markmiði aö ísland verði reyklaust árið 2000, en svipuð samtök hafa verið stofnuð víða um heim. Ýmis samtök heilbrigðis- stétta standa að RÍS 2000 og eru nú á döfinni mikl- ar herferðir gegn reykingum á almannafæri og gegn þeim sem hagnast fjárhagslega á að selja tóbak. Hér í Keflavík hafa nokkur námskeið verið hald- in fyrir fólk sem hefur viljað hætta að reykja. S.D. Aðventistar hafa veriö atkvæða mestir í þeirri bar- áttu, en að síðasta námskeiði, sem haldið var frá 26. til 30. janúar sl., stóð íslenska bindindisfélag- ið, sem er alhliða bindindishreyfing Krabba- meinsfélags Suðurnesja og deild S.D. Aðventista í Keflavík. Námskeiðið fór l'ram í safnaðarheimili S.I). Aðventista að Bliluibraut 2, Kefiavík. Iæiðbeinendur voru Brynjar Halldórsson og Arnbjörn Ólafsson, læknir. Þrjátíu og tveir innrit- uðu sig í námskeiðið. Nokkrir heltust úr lestinni en 26 héldu áfram út námskeiðið. Brynjar Halldórsson. Arnbjörn Ólafsson. Af þeim hafa alveg hætt reykingum 18—20. Að loknu námskeiði eru haldnir vikulegir fundir fyrir þá sem þurfa á styrk að halda. Barátta gegn reyk- ingum hófst 1959 í U.S.A. en þá höfðu læknar og vísindamenn sannfærst um skaösemi reykinga fyrir heilsular reykingamanna og þá umhverfis mengun er reykingar valda. Þessi námskeiö U.S.A. manna, sem gengu undir nafniu ,,5 daga áform“ hafa nú verið tekin upp í ílestum löndum. Næsta námskeið verður haldið hér í apríl. 46 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.