Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1986, Side 11

Faxi - 01.02.1986, Side 11
BREYTTUR BÆR l’egar Faxafélagið var stofnað og blaðið hóf göngu sína fyrir nær hálfri öld, voru sumir núverandi Faxafélagar ekki fæddir og aðrir ungir að árum. Örfáir eldri menn prýddu ,,postula“ hópinn, sem stundum var nefndur svo vegna þess að fast var haldið í félagatöl- una tólf — sem enn er reglugerðar- ákvæði í félaginu. Keílavík var þá fámennt sveitar- félag, um 1300 íbúar — sæmilega víðlent. Landamerki talin vera um Grófina norður undir Hólms- bergi í ,,Keflavíkurborg“ grjót- hæð norðan byggðarinnar þaðan í vörðuna Kölku upp á háheiði, þaðan í Stapafell, úr Stapafelli í Arnarklett ofan Snorrastaðatjarna og þaðan til sjávar á Vogastapa. Land þetta var að mestu í eigu Njarðvíkurbænda og Vatnsness. Byggðin í Keflavík reis í kring- um verslunina en varð brátt gott útgerðarpláss. Hér voru dugmikl- ir sjómenn, sem lögdu metnað sinn í að afla vel fyrir fólk sitt og þjóð. Þjóðin mat það þó ekki sem skyldi og ól með sér ofskynjan af slori og þorskhausum og tengdi það útnesjamönnum og öðrum verbúskap. Vel ,,dönnuðu“ stássstofufólki þótti það líka ljóður á Keflvíking- um hve þeir höfðu stælta handleggi og óskeikula hnefa ef sló í brýnu — en þar áttu þeir sammerkt með öðrum Suðurnesjasjómönnum, sem langvarandi áratog og öldurót hafði hert bæði á líkama og sál. En nokkra lotningu mun þó sjó- mannastéttin hafa aflað sér hjá al- þýðu, sökum harðfylgis og aíla- sældar og nokkur brögð voru að því að hingað sækti dugmikið fólk úr sveitum lands, einkum ef hart var í ári í heimahéraði. Fólki fjölgaði nokkuð á kreppu- árunurn en rniklu hraðar á stríðs- árunum og fyrstu árin þar á eftir. Útgerð var ört vaxandi. Heima- menn stækkuðu báta sína og að- komubátar komu víða að, enda aðstaða ein sú besta á landinu, fiskigengd mikil og margar fisk- verkunarstöðvar til að taka við og vinna aflann. Lengst af hafði fá- tæk sjómanna- og verkamanna- stétt í Keflavfk orðið að sætta sig við takmörkuð lífsgæði — lítil hús án vatns og holræsakerfis, frum- stæða húshitun og lýsingu, sama var að segja um gatnakerfi og hafnaraðstöðu. Dönsku kaup- mennirnir Duus, Fishcer og Norðfjörð höfðu byggt hér versl- unar og íbúðarhús á síðari hluta 19. aldar sem Suðurnesjamönn- um þóttu hallir miklar og voru það í samanburði við lágreistar torfbaðstofur forfeðra okkar. Sennilega hefur hörð sam- keppni verið milli kaupmann- SPÓNAPLÖTUR - KROSSVIÐUR KROSSVIDUR DOUGLAS FURA (Rósaöur) Þykkt: 9—12 mm St.: 1220x2440/1220/2745 ENSO COMBI (Brúnn) Þykkt: 6,5-9-12-15-18-21 ENSO FASADPANELL Utanhússkrossviöur Þykkt: 11,5 Stœrö: 1200x2745 BIRKI COMBI (Rakaþolinn) Þykkt: 4-6, 5-9-12-15-18 St.: 1220x2745 ASFALTBORNAR PLÖTUR (Tjörutex) Þykkt 12 mm Stœrö: 1200x2745 UTANHÚSSKROSSVIÐUR með kvartsi. Stærð: 1 190x2750 mm Sími 8462 SPÓNAPLÖTUR: PELLOS — Standard og rakaþolnar V 313 Þykktir: 10-12-15-18-22-30 St.: 1200x2600 - 1220x2745 Verö frd kr. 83,65 pr. m2 LIONASPAN — Standard Þykktir: 4-6-8 Stœröir 1200x2550 mm LIONASPAN - Rakaþoliö V 313 Þykkt: 4-6-8 Stœrö: 1200x2550 mm LIONASPAN - SG-1 V 313 rakavariö og hvíthúöaö Þykkt: 3,2-6-8 Stœrö: 1200x2550 ELDTEFJANDI PLÖTUR Þykkt: 10 og 12 mm Stærð: 1200x2600 mm JARN & SKIP Víkurbraut 15 - Keflavík - Sími 1505 - Víkurbraut 44 - Grindavík - KAUPFÉLAG SU0URNESJA 47 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.